Nú efast ég ekki um að margir sem stunda þetta áhugamál, heimspekina,
hafi töluvert gaman að vísindum og öðru slíku.

En þeir sem gera það eru hins vegar hræddir um að allt vísindatengt
sem fer inn á áhugamálið vísindi og fræði verði aldrei lesið.

Eflaust þætti mörgum þó gaman ef smá vísindalegur áhugi fengi að
njóta sín og vísinda- og fræða-áhugamálið notað, svo hægt væri að
ræða um slíkt.

Einhverjir hef ég heyrt að séu að vonast eftir raunvísindaáhugamáli,
en að sjálfsögðu verður ekkert úr því á meðan vísindaáhugamálið
er í lamasessi.

Svo ég sendi inn grein, ekkert frábæra svosem, en ég ætla samt
að pósta slóðina hérna og afsaka mig í bak og fyrir fyrir að
auglýsa sjálfan mig:

http://www.hugi.is/visindi/greinar.php?grein_id=64788

Nú vil ég að vísindaáhugafólk kíki á greinina, lesi og svari, en
umfram allt - skapi smá traffík!

Mér þykir líklegra að fólk álpist þangað inn ef það hefur hlekkinn
beint fyrir framan sig, og ef margir fara eru líklega einhverjir
sem skrifa greinar (já, ég er að tala um þig!) sem væri skref í
áttina að því að gera þetta áhugamál skemmtilegt.
<br><br>“Nature is definition.”