Ef þú vilt bara almenna umfjöllun um Platon og heimspeki hans þá mæli ég með heimspekisögubókum. Í <i>Heimspekisögu</i> eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje (Háskólaútgáfan, 1999) er einn kafli um Platon. Sú bók er líka töluvert betri en <i>Saga heimspekinnar</i> eftir Bryan Magee (Mál og menning, 2002), en þar er einnig að finna kafla um Platon.
Nokkur af verkum Platons hafa verið þýdd á íslensku og á undan þeim er yfirleitt góður inngangur. Í bókinni <i>Síðustu dagar Sókratesar</i>, þar sem er samræðurnar <i>Kríton</i> og <i>Fædon</i> ásamt <i>Málsvörn Sókratesar</i>, er inngangur eftir Sigurð Nordal þar sem hann fjallar um samband Sókratesar og Platons. Í inngangi að <i>Gorgíasi</i> fjallar Eyjólfur Kjalar Emilsson um ævi og störf Platons almennt og í inngangi að <i>Ríkinu</i> fjallar hann um frummyndakenninguna sérstaklega. Eyjólfur hefur einnig þýtt <i>Samdrykkjuna</i> og fjallar í inngangi að henni um það verk og áhrif þess á nýplatonista eins og Plótínos (205-270 e.Kr.) enda fylgir í þeirri bók þýðing á ritgerð Plótínosar um fegurðina. Allar eru þýðingarnar gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi.
Svo er mjög góða og skýra umfjöllun um stjórnspeki Platons að finna í tveimur ritgerðum í bók Atla Harðarsonar, <i>Vafamál: ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni</i> (Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998).
Í bókinni <i>Tilraunir handa Þorsteini</i> (Heimspekistofnun/Háskólaútgáfan, 1994) er líka að finna alla vega tvær ritgerðir um Platon. Önnur er eftir Einar Loga Vignisson og heitir “Skáldið staðnæmist við eldinn”; hin ereftir Gunnar Harðarson og heitir “Óðs manns æði? Um afstöðu Platóns til skáldskapar”. Þá er líka þriðja ritgerðin eftir Eyjólf Kjalar Emilsson sem heitir “Περι επιστημης” (þ.e. um þekkingu), sem fjallar um þekkingarhugtak Platons og Aristótelesar beggja.
Gott ef ég hef ekki líka skrifað eitthvað um Platon hér á Huga :)
Annars mæli ég eindregið með að þú lesir samræður Platons sjálfs og byrjir á <i>Menoni</i> og <i>Gorgíasi</i> en farir síðan yfir í <i>Fædon</i>, <i>Ríkið</i> og <i>Samdrykkjuna</i> :)<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</
___________________________________