Við fyrstu sýn virðist það vera sá fyrrir, köllum hann A. Hann
gerði góðverk án þess að vilja fá neitt persónulegt kredit.
Þess vegna er A > B.
En þegar betur er að gáð gæti ástæða þess verið að hann telji þetta
einfaldlega vera nóg af góðverkum, hann gaf þessa milljón bara til
að friða eigin samvisku. Þess vegna verður gjörðin eigingjörn.
Hinn, köllum hann B, lætur hins vegar nafn sitt í moggann, og það
af fúsum og frjálsum vilja. Svo allir sem þurfa hjálp viti af
honum. Hann er því að láta vita að hann hjálpi þeim sem hjálpa
þarf og allir sem vilja vita hver hann er og geta beðið um greiða.
Þess vegna er B > A.
Eða það að tilviljun ein réð því að mogginn birti mynd af B, en
A hreinlega vildi það ekki, sem getur verið af ófyrirsjánlegum
persónulegum ástæðum, hann gæti, td, verið feiminn. Í því
tilviki, ef við tökum alla aðra þætti út, verður svarið
A = B.<br><br>“Nature is definition.”