Ok ég veit ekki alveg hvort þetta á heima hér…fannst það eiga mest heima hér af öllum áhugamálunum!
Fordómar!
Fordómar eru ekkert smá flókið fyrirbæri! Þú getur verið fordómafullur gagnvart eiginlega hverju sem er: Verslingum, gelgjum, gyðingum, ljótu fólki, svörtu fólki og allskonar fáránlegum hlutum.. jafnvel rauðhærðum! Og þú kannski segist hafa einhverjar ástæður til að þola ekki þennan ákveðna hóp af fólki, eða þá að þú bara þolir það ekki og veist ekki afhverju! En svo er náttúrulega til fullt af fólki sem er á móti fordómum… ætli flestir séu ekki á móti fordómum gagnvart einhverju sem þeir eru ekki fordómafullir gagnvart. En þá kemur upp spurningin: Ert þú þá ekki bara fordómafullur gagnvart þeim sem eru með fordóma og þar með talið þér því þú ert með fordóma gegn þeim sem eru með fordóma og þú ert í þeim hópi því þú ert með fordóma gegn fólki með fordóma en þú ert í þeim hópi(gæti haldið áfram svona endalaust… bara voða lítill tilgangur í því nema að taka upp pláss og gera þetta lengri og enn leiðinlegri grein :P) Þannig að þú ert þá kannski bara með fordóma gagnvart sjálfum þér ef þú ert á móti fordómum… Þetta er orðið soldið flókið og ég vil endilega fá smá viðbrögð við öllu þessu bulli í mér og umræður um svipuð mál (ef þau eru einhver) ef ykkur finnst þessi grein eiga heima hérna á þessu áhugamáli!