Jæja, þið veltið greinilega oft fyrir ykkur hvernig er að “deyja”, í rauninni held ég að sálin fljúgi eftir. Það eru margir sem halda því fram að þeir séu “skyggn”, þar að segja sjái látna. Ég bý ekki yfir þessum hæfileika, en ég veit um nokkra sem halda því framm að þeir sjái látna. Að “deyja” er greinilega að öðlast eilíft líf, ég er nú aðeins farinn að missa trúnna en samt held ég að maður öðlist eilíft líf. Mér þætti það skrýtið ef öll þessi “skyggn” séu að ljúga, ég hef aldrei séð svokallaðan “draug” en samt trúi ég að þeir séu til. Tökum smá dæmi:
“Þrítug kona er með dóttir sína í kirkjugarði að færa látnri móður sinni blóm, þegar hár hvellur heyrist. Dóttirin lætur sem ekkert sé því hún er svokallað “skyggn” og er vön þessu, en móðirinni bregður. Svo ganga þær aðeins lengra inn í garðinn, þá sér móðirin að dóttir hennar er farin að vinka út í loftið, henni bregður og biður hana að hætta. Svo þegar þær koma heim spyr móðirinn afhverju hún hafi verið að vinka, þá spyr stelpan ‘sástu ekki ömmu?’”