Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að John Rawls sé látinn.

Segja má að John Rawls sé án nokkurs vafa frægasti stjórnmálaheimspekingur 20. aldarinnar, en bók hans <i>Kenning um réttlæti</i> (<i>A Theory of Justice</i>) setti allt á annan endann þegar hún kom út 1971. Í henni gagnrýnir Rawls m.a. nytjastefnu (utilitarianism) en stjórnmálaheimspeki hefur æ síðan einkennst af viðbrögðum við kenningu Rawls. Annað frægasta ritið um stjórnmálaheimspeki á 20. öld, <i>Stjórnleysi, ríki og staðleysa</i> (<i>Anarchy, State and Utopia</i>) (1974) eftir Robert Nozick (1938-2002), starfsélaga Rawls við Harvardháskóla, er til að mynda eitt viðbragðanna við bók Rawls.

Rawls fæddist árið 1921. Hann lést sl. sunnudag, 24. nóvember.<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________