ég trúi því ekki að guð sé til þannig að ég pæli ekki í því.
annað er, að ekki þarf allt að hafa sína byrjun og sinn endi. ég get nefnt eitt sem hefur alltaf verið til, það er alheimurinn. það getur ekki staðist að alltíeinu hafi myndast það sem við köllum alheiminn því að það hlýtur alltaf að hafa verið eitthvað á undan því, frá einhverjum stað hlýtur hann að hafa komið. þar af leiðandi hlýtur hann alltaf að hafa verið til. það sama á við um guði sem eiga að hafa skapað jörðina samkvæmt hinum ýmsustu trúarbrögðum.
það þýðir ekki að hugsa alltaf allt á þennann hátt og bera guð eða alheiminn saman við jörðina eða þann “heim” sem við búum í. allt á jörðinni byrjaði einhvern tímann og mun enda einhverntímann. en það þýðir ekki að það sama sé um alheiminn eða guð.
ég vona að þú hafir nennt að lesa þetta og líka að þú hafir skilið þetta. takk fyrir mig<br><br>——————————
ruglubulli 2002
,,Hvað er þetta líf sem allir virðast eiga en enginn notar?"