EkztaC:
Mér kemur raunar í hug útfærsla á því sem þegar hefur komið fram.
Þe að líta á hefnd sem kostnað.
Þe e-r gerir þér eða þínum e-ð, og bætir jafnvel hag sinn eða ekki með þeirri athöfn.
Ef ekkert er gert í málinu, hefur árásaraðilinn hagnast af gjörðum sínum. Hann gæti þal séð sér hag í því að hagnast á kostnað annara.
Þal er hefnd þeirra sem voru fórnarlömb fyrri aðgerða, einskonar kostnaður, sem er lagður á gjörðir þess sem stóð fyrir fyrsta verknaðinum.
Það væri því hægt að snúa þessu upp í einskonar viðskipti, þó blóðug séu. Jafnvel má horfa til þeirrar fornu listar að prútta um verð.
Þó er munurinn ma sá að gerandi tekur upphaflega það sem hann vill, en svo er þess sem “selur” þeas fórnarlambsins, að rukka það verð sem réttlátt er talið.
Þó kann ákveðið misvægi að vera í hugmyndum deiluaðila um hið “sanngjarna verð”. Þannig kann hefndin að vera grimmilegri en upphaflegi gjörningurinn. (Það eru sannarlega mannleg viðbrögð að gjalda í margföldu.)
Þal mun sá sem hefndina þolir, etv þykja hún “óréttlát”, og þal mun hann hefna fyrir hefndina. Þal erum við komnir með þá keðjuverkun, sem virðist oft fylgja hefndum.
Etv orsakast þessi keðjuverkun af misvægi í verðmætamati atburða. Þe hver kostnaðurinn er, hver hefndin ætti að vera. Það er ekki að undra að mat aðila sé ólíkt, þar sem hér er eflaust oft um mjög persónulega hluti að ræða. Þal ýfir þetta meðfæddar tilfinningar aðila sem í hlut eiga, og oft á kostnað skynseminnar. Enda er það mannlegt.
Í grundvallaratriðum hefur hefur stefna atburða þrjár leiðir, röklega.
1) Fyrsta atburði er ekki svarað, þal engin hefnd.
2) Keðja hefnda nær jafnvægi, þe sáttum. Samkomulag um kostnað er náð.
3) Keðja hefnda stigmagnast og orakar e-ð sem etv mætti skilgreina sem stríð. Þar sem hvor aðili fyrir sig, eða bara annar, hefur tortímingu “óvinar” að markmiði.
Réttarkerfi eins og það sem við lifum við, er etv hægt að sjá sem eðlilega þróun, þe framför, frá einkareknu hefndarkerfi.
Þeas RÍKIÐ eða valdamesti aðili sér sér hag í stöðugleika. Þal tekur þessi sterki aðili að sér að framfylgja einskonar verðmerkingum sem hann setur upp. Þessar verðmerkingar koma þá væntanlega þannig fram að lýðnum séu þær ljósar. Þessi boð eru hluti af boðum hins sterka, og boðin eru venjulega kölluð LÖG.
Af þessu má auðveldlega leiða skiptingu valdsins í Dómsvald, Löggjafarvald, og Framkvæmdarvald. Jafnvel þó það sé allt á einni hendi.
Það er augljóst að þessi þróun orsakast af þörfum samfélaga. Þe hlutlægar þarfir sem samfélag þarf til að detta ekki í sundur á saumunum.
Þessi þróun er svo knúin af fólksfjölgun, en fólksfjölgun er auðvitað knúin af bættum kjörum, sem felast í náttúruauðlindum, þekkingu, stjórnun/framkvæmd (sem mætti flokka sem útfærslu á þekkingu).
Þetta er nú orðið nokkuð langt, en ég bæta við nokkrum orðum um siðferði.
Siðferði er að mínu besta viti einskonar uppspretta laga, sem grundvallast af eðli manna og samskipta þeirra í milli.
Siðferði mótast ss af þéttleika einstaklinga í samfélagi, auk innra eðli þeirra. Etv auk einhverskonar samspili þessara þátta í tíma, ss hvernig samfélögin virka í raun.
Siðferði á ss ákveðna hliðstæðu í eðlisfræði margra agna sem koma saman í heild, í mismunandi formi, og hita. (Sbr. þéttefniseðlisfræði, og eðlisefnafræði ofl.)
Niðurstaða þessa alls eru svo samfélögin og virkni þeirra.
Etv stefnir LÖGMÁLIÐ (lömál heimsins) okkur að samfélagi, sem á helstu hliðstæðu sína í mauraþúfunum, sem við þekkjum í dag.
Við getum aðeins vitað það eitt, að við erum smá, agnar smá, í samhengi alls. Við erum stödd á því leiða stigi í þróun okkar, að vera gefin Spurningin, en þurfum að bíða í þúsundir ára eftir að fá svarið. Eða lengur.
Einhvernvegin grunar mig að byrjun og endir þekkingarleitarinnar, etv eðli vitundar okkar, byrji og endi í heimspekilegri viðleitni. Þeas fyrst er heimspekin, og síðast er heimspekin. Við erum nú einhverstaðar mitt í milli, þar sem vísindin lifa. Það sem ég á við, er að það sem við köllum almenna þekkingu í dag, mun rúma vísindin í fjarlægri framtíð. Þá er heimspekin ein eftir, og vandamálið etv felast í því hvað í andskotanum vitundarverurnar eigi að eyða tíma sínum í.
Spurning: “Hvað gera guðir í frítíma sínum og hversvegna?”
Kv.
VeryMuch
(Sorrý hvað þetta er langt, en svona gerist þegar maður hefur haldið í sér lengi.)