Það er einmitt það sem ég get ekki fellt mig við, að setningin “Caesar vaknaði snemma morguns 10. mars árið 44 f.Kr.” sé mótsögn (eða þversögn). Það er allt annað mál hvort hún er ósönn og kemur ekki heim og saman við það sem gerðist, og er ósamrýmanleg sannri setningu um það sem gerðist. En það er engin mótsögn í henni sjálfri. Og þetta er öll setningin.
Davidson segir bara að mér nægi að vita hvaða skilyrðum yrði að vera fullnægt til að hún sé sönn til að skilja hana. Ég þarf ekki að vita hvort þeim hafi í raun verið fullnægt eða ekki. Svo er alls ekki. Og hann hefur engar hugmyndir um óyrta hluta setninga.
Það er óþarft að gera ráð fyrir tilvist einhverra óyrtra setningahluta. Ég get gert grein fyrir sönnum og ósönnum setningum án þess og lendi ekki í neinum vandræðum við það.
En þú varst áðan að fullyrða að maður gæti ekki skilið setningu nema þekkja óyrta hluta hennar og ef þessi setning er ósönn þá er a.m.k. einn óyrtu hluta hennar þessi: “…og Caesar vaknaði ekki snemma morguns 10. mars 44 f.Kr.” - því annars væri hún ekki mótsögn. Og þú vilt að ósannar setningar séu mótsagnir. En það sem ég er svo að benda á er að ef enginn veit hvort hún er sönn eða ósönn, þá þekkir enginn þennan óyrta hluta og þá, skv. þér, skilur enginn þessa setningu. Sem er fráleitt.
Ég er að sjálfsögðu ekki að misskilja þig viljandi - ef ég er að misskilja þig. Ég er bara að taka þig á orðinu. Ég get ekki annað (eins og t.d. ímyndað mér alla óyrtu hluta setninganna sem þú skrifar) :) <br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________