Í fyrsta lagi: rétt er það, sá sem er ekki til getur ekki verið almáttugur. En við þurfum ekki endilega að fullyrða að guð sé til eða að hann sé ekki til. Við erum fyrst og fremst að tala um þann eiginleika að vera almáttugur, hvort sem einhver hefur þann eiginleika eða ekki. Spurningin var: “Ef guð er almáttugur…”. Með því er alls ekkert sagt um tilvist guðs.
Í öðru lagi: Hvað hjálpar hvað okkur að vita? Hvað er þetta <i>þetta</i> sem þú talar um? Það er a.m.k. ljóst að ef við ræðum um eiginleikann að vera almáttugur - óháð því hvort einhver hafi hann eða ekki - og verður eitthvað ágengt þannig að við komumst kannski að því að að sá sem væri almáttugur, ef einhver væri það, gæti t.d. einungis verið það mótsagnarlaust, þá er ljóst að <i>ef</i> einhver <i>hefði</i> þennan eiginleika, <i>þá</i> gætum við vitað hvort hann gæti skrúfað tappann á með þessum hætti eða ekki.
Í þriðja lagi: Ef einhver heldur því fram að hugmyndin um almætti sé ranglega getin, að hana beri að hugsa einungis sem svo að almáttug vera geti einungis það sem er mótsagnarlaust, þá ganga þessi mótrök, að hinn almáttugi eigi að geta hvort tveggja, ekki upp. Þau hafa þá ekki lengur neitt bit, ef svo má að orði komast.<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________