Afhverju hefur alltaf verið svona erfitt að botna eitthvað í lífinu … Þú telur loksins hafa uppgötvað leyndardóma lífsins en svo birtist eitthvað á sjóndeildarhringnum sem þú gætir ekki skilið minna í. Kynslóð á eftir kynslóð hugsar og pælir og hugsar síðan aðeins meira og hver og einn einstaklingur kemst að því sama, kannski aðeins öðruvísi útfært. Allir pæla í því hvort að guð sé til, hver tilgangur lífsins sé, afhverju þú sért eins og þú ert. En erum við í raun að komast nær einhverju marki ?? Eða er þetta allt tilgangslaust ??
Sjá núna er ég í svona pælingum. Fyrir viku var ég uppfullur af von og trú á framtíðina…….. en núna ??…. Á ég að eyða tíma og orku, tilfinningum og hugsunum í það að reyna botna eitthvað í einhverju…. Til hvers ?? Að verða enn ein Jóninn ??
Ég biðst afsökunar á samhengisleysi í textanum, þetta er meira hugleiðingar en annað
rassalfu