Ég las einhverntímann um athyglisverða hugleiðingu,
en hún hljóðar svo:
Ef maður skyldi nokkurntímann uppgötva eða komast að tilgangi lífsins, þ.e. hvað það er sem okkar tilvera gengi út á á jörðinni, myndi það í rauninni breyta einhverju?
Sko það sem ég meina er að segjum svo að einhver uppgötvaði tilgang lífsins, myndi sú vitneskja virkilega breyta lífi einstaklingsins? Þegar ég pældi aðeins í þessu, þá fannst mér að ef ég hlyti þessa hugljómun og skyldi tilgang lífsins, þá myndi það ekki breyta neinu hjá mér.
Þetta er náttúrlega bara mín skoðun, en hvað finnst ykkur?
Og hvers vegna ætli fólk sé þá í þessari endalausu leit að sannleik lífsins ef svo má að orði komast? Hvað græðir það á því? Ef það er leitt á innantómu lífi sínu, myndi þessi vitneskja úr einhverju bæta?
Það væri gaman að heyra annarra manna skoðun á þessu, prófið því að setja ykkur í spor þess sem hefur fundið tilgang lífsins og reynið að ímynda ykkur afleiðingarnar..