Gabbler:
Það er alveg á hreinu að náunginn gat ekki rökstutt þetta á venjulegan hátt, eins og Miðgarður og Gthth hafa bent á. Það er nú þess vegna sem ég hafði efasemdir um þessa gátu (sbr “dverginn í lyftunni).
Mér sýnist þetta vera gáta sem biður mann að fara ”út fyrir rammann".
Ein tilgáta sem mér kom í hug, er eftir farandi.
Td
Að þegar ljósið hafi kviknað í herberginu, fengju allir ofbirtu í augun og sæju þá ss aðeins hvítt, þal væru allir miðar hvítir.
Ef límið á miðunum væri ónothæft eftir að hafa límt miðana á borðið, væri etv límt á framhlið þeirra, eða td að við að taka miðana af borðinu, rifnaði hluti af pappírnum og sæti eftir á borðinu, þannig að ef límið væri sett á hina hliðina til að líma á enni þeirra, væri bakliðin þakin lími eða liturinn rifinn af. En þessir hlutir koma ekki fram í gátunni, þannig að þessi rök eru ekki góð.
En þetta er í raun ekki hreinræktuð rökþraut, þetta er svona þraut í skapandi hugsun eða e-ð þess háttar.
Kv.
VeryMuch