Blessaðir hugarar,
Í dag var dinglað hjá mér dyrabjöllunni. Ég fór til dyra og við mér blasti tvær eldri konur.
Þær byrjuðu á því að afhenda mér tvo bæklinga um trúmál og sögðust vera frá vottar jehóa.
Ég spjallaði við þær nokkuð lengi, svona til að kanna hvað þær væru að pæla í. Ég kom auga á all mikinn heilaþvott sem þær hafa orðið fyrir.
Hvorug vissi nokkuð um kenningar Islam eða Búdda, nema að búdda væri skurðgoðadýrkun. En hinsvegar gátu þær bent mér á ýmsa kafla í Biblíunni sem þær gátu túlkað.
Einnig héldu þær því fram að “hin endanlega hreinsun” væri að ganga í garð. Þar sem guð mun hreinsa til þá illu.
Öll höfum við heyrt það áður, heimsendir og ragnarök.
Það sem mér þótti hvað skrýtnast er hvað fólk getur verið blindt. Að halda það að það sé búið að finna einhvern sannleik sem sé sá eini rétti. Og til rök stuðnings heldur það á 1700 gamalli bók.
Allir þessir hópar sem boða bókstafsstrú eru sennilega vaðandi í villu. En allir eru jafn harðir á að þeirra sannleikur og túlkun sé sú rétta.
Svo er það sennilega þannig að í þessa hópa sækir fólk er lent hefur í áföllum og þurfa aðhald. Þetta er tilvalið fyrir það, þarna lifir það sem hjörð.
Kv. 1til2