Kæri Elrond
“Þekktu sjálfa þig”, er margtuggin setning í heimspeki. Það er þó eins með setningu þessa og vísuna góðu sem aldrei er of oft kveðin. Að þekkja sjálfan sig felur í sér að menn þekki sín takmörk, hvenær eitthvað er þeim ofviða í líkamlegum eða andlegum skilningi. Þó virðist þetta grundvallaratriði vefjast svo mjög fyrir mönnum að þeir geta tæpast viðurkennt fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum, að eitthvað sé ofvaxið skilningi þeirra. Sífellt leita menn svara við spurningum sem fyrirfram er útilokað að svara fyrir sig sjálfan svo óhrekjandi sé.
Spurningin hvort Guð sé til eður ei er einmitt ein slík. Það er alveg sama hversu langa tölu maður heldur um það efni, hvort sem maður er með eða á móti, og alveg sama hvaða rök eru tiltekin. Allar staðhæfingar um þetta efni verða sjálfkrafa að engu því að ekki er hægt að sanna með mælingum, eða á annan hátt sem viðurkennt er, að Guð sé til, né heldur að hann sé ekki til. Sama er hvorn hlutinn maður gefur sér fyrirfram það er álíka vonlaust.
Það er svipað með Guð og súrefnið, andrúmsloftið eða hvað við viljum kalla það. Einhvejrir menn hafa sagt okkur að það sé til eitthvað sem heitir súrefni. Það er reyndar ósýnilegt og óaþreifanlegt en þa er mælanlegt með tækjum sem þessir menn hafa búið til. En er það þá til af því að það er hægt að mæla það? Var súrefni þá ekki til fyrir 300 árum þegar hvorki var hægt að sjá það, þreifa á því eða mæla það? Fyrir 300 árum hefði þó hæglega mátt koma fram með þá kenningu að það sem við önduðum að okkur væri súrefni. Einu haldbæru rökin fyrir því væru að maður finndi það þegar maður drægi andann….. kannski á sama hátt og menn telja sig finna fyrir nærveru Guðs? Er ekki hugsanlegt að menn finni bara upp tæki til að mæla Guð?…Munu menn þá trúa?
Þetta er allt jafn barnalegt. Ég segi barnalegt því líkt og barn getur ekki ályktað annað en öll börn komi með storknum (af því að eitthvert kennivald sagði það) getum við ekki ráðið við spurninguna um tilvist Guðs, og verðum því að hallast að rökum einhverra sem við trúum að séu okkur fremri. Og hver og einn hrópar þetta er leiðin, fylgið mér. Ég óttast þann dag, er upp kemst, að enginn þessara leiða var rétt.
Allt frá barnæsku plagaði sú hugsun mig að heimurinn væri endalaus,hvernig mátti slíkt vera? Oft hugsaði ég svo stíft um þetta efni að ég kipptist til af bræði og vonleysi yfir því að geta ekki komist til botns í því. Löngu síðar eftir að ég var orðinn “fullorðinn” rakst ég á nokkrar línur í bók sem leystu fyrir mig vandamál þetta sem ég hafði svo lengi burðast með. Í bókinni var þessi spurning: “hvar byrjar yfirborð jarðarinnar?” Ég marglas spurninguna en varð að viðurkenna að ég gat ekki svarað henni. En hvar byrjar það, og hvar endar það? Það byrjar hvergi og endar hvergi, það bara er! ARRGGhh!! Ég veit að það er!, en af hverju get ég ekki svarað þessu betur, tiltekið einhvern punkt eða eitthvað til að miða við. Svarið er: ég get það ekki af sömu ástæðu og hundur getur ekki skrifað bók! Af sömu ástæðu og menn til forna héldu að jörðin væri flöt (þvílíkir hálfvitar!) Ég er einfaldlega ekki nógu þróaður til að leysa viðfangsefnið. Eftir 200 ár mun einhver segja um okkur: þvílíkir hálfvitar!
Því segi ég við þig minn kæri Elrond og alla sem á sömu buxum eru:“Stop worrying your pretty little head about it, and you will feel much better” Það á einhver eftir að leysa gátuna um tilvist Guðs, en það verður hvorki þú né ég!
Hvaða gátu, það er ekkert til að leysa. Einn daginn muntu vonandi átta þig á því. Þetta er allt saman fölsk von sem mannkyn eltist við í einu formi eða öðru. Við getum ekki sætt okkur við að þetta sé búið þegar við deyjum og þess vegna búum við til draumaheim sem við vonum að við förum síðan í. Málið er bara með trúarbrögð að þetta eru yfirleitt draumar eins eða fleiri manna, síðan eftir því sem á líður vex þessi draumur, á hann er bætt, fellt niður sumt og sjá við höfum nýja trú. En gerum samt ráð fyrir að Guð sé til, er hann þá ekki frekar líkari hugmyndinni um Djöfulinn, því ef Guð á að vera allvitur og góður hvers vegna leyfir hann þá slæmum hlutum að gerast. Og það svar að okkur hafi verið gefinn frjáls vilji, er bara ekkert svar heldur undankomuleið til að losna við að svara. Einnig að viðkomandi hafi átt hið slæma skilið er sama sagan, ef Guð er það sem hann á að vera þá væri ekki illt í heiminum, nema náttúrulega að hann sé sadisti. Því fyrr sem mannkyn lætur ágreinismál eins og trú niður falla því fyrr munum við fara og reyna að hjálpa hvort öðru, óháð trúarskoðunum, kyni og litarhafti.
0
Guð er hæsta tíðnin, kraftmikil orka sem þú nýtir á ólíkan máta í lífi þínu. Hugmyndir þínar um lífið og Guð stjórna á vissan hátt hvernig þú nýtir þann kraft. Þegar lífið er ósanngjarnt þá fyllast einstaklingar efasemdum um tilvist Guðs. Efasemdir þínar birtast á ólíkan hátt í viðbrögðum þínum eftir því á hvaða aldri þú ert þegar ógæfan dynur á þér. Barnatrúin svokallaða var frá mér tekin ( eins og ég valdi að skilja það á þeim tíma ) Á milli 20 og 30 þá trúði ég alls ekki á tilvist Guðs !
Hugsandi týpur þurfa að skilja hvað Guð stendur fyrir til þess að sá kraftur virki í lífi þeirra. Því hugur þeirra er mjög sterkur og ýmist opnar/ samþykkir eða lokar/ hafnar kraftinum. Ég varð fyrir sterkri andlegri reynslu sem opnaði kraft Guðs fyrir mér. Samvitund alls sem lifað hefur lifir. Hæsta tíðni þessarar samvitundar er birting hins Guðlega krafts sem sagt æðsta birting hvers og eins. Þessi birting er misstór í hverjum einstakling. Þegar þú biður Guð um hjálp þá ertu að biðja það besta í sjálfum þér að grípa inn í en á sama tíma ertu að biðja Guð í öllum öllu öðru um hjálp. Þú ert móttækilegur fyrir þessum krafti af því að hugur þinn samþykkir hann í þinni heild. Guð lifir í öllum og öllu og Hann hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Og sjáðu þegar þú biður fyrir andstæðingi eða geranda í stöðu þolanda þá ertu að biðja það besta í þeim einstaklingi að grípa inn í.
Þú sem að trúir, stefnir að því að bæta líf þitt og annarra öllum til góðs. Ef Guð er tálsýn og tilvist þín algjör tilviljun þá kemstu aldrei að því. Þú bara deyrð. En sé Guð hinn mikli umbreytandi kraftur þá endar ekki ganga þín hinu megin við dauðans dyr heldur áfram streymir á öðru tíðnisviði.
kveðja Geislinn
0