Gabbler:
Nú er ég ekki maðurinn með öll svörin. Ég mun frekar maðurinn með alltof margar spurningar. ;) En hér koma mínar hugleiðinar.
Það eru margir pælarar búnir að velta fyrir sér tilveru ímyndunar, þeas drauma, draumaveraldar. Descartes er ma einn af þeim.
Hvernig er hægt að búa til heim úr því sem mætti kalla “engu”, og eyða honum svo eins og hendi sé veifað. Hvers vegna er heimurinn sem við köllum veruleikann ekki þannig einnig? Eða er hann þannig?!
Hugleiðingar um hið “ímyndaða”, vis hið “raunverulega”, gætu hljómað óþarfar en eru það í raun alls ekki, þar sem okkur hættir til aðtaka svo ótal margt í tilveru okkar sem gefna hluti eða fyrirbæri. Því er mikilvægt að leggja út fyrir sig hvað greinir hinn ímyndaða heim, og hin raunverulega heim. Ss hver munur þessara fyrirbæra er, hvernig hægt er að greina muninn, hvernig getum við verið viss um að þekkja muninn, hver eru svo rökin fyrir þessum greiningum okkar, getum við verið viss um að “raunveruleikinn” sé ekki draumur, osfrv.
Fyrstalagi, tel ég að við getum talið nokkuð öruggt að allt sem draumaheimurinn samanstandi af, reki uppruna sinn til þess sem við teljum raunverulegt. Munurinn felist ss hels í því að tengingar, þess sem við skiljum sem staka “hluti”, séu aðrar.
Þannig gæti okkur dreymt að við séum með nautshaus, og allir aðrir með nautsbúk, en mannhöfuð. Ss afmarkaðir þekktir hlutir úr raunverunni, tengdir á nýjan hátt. En þetta getur vissulega orðið mun flóknara og nýstárlegra, nautshausar á mannlegum búkum. ;)
Öðrulagi, má hugsanlega greina mun þessara heima, á röklegu gildi raunheimsins. Þeas ef við notumst við það sem við köllum augljós röksannindi, sem við þekkjum öll, þá einkennast draumaveraldir af mótsögnum í því rökkerfi, sem við byggjum td flesta dóma á í daglegu lífi okkar í raunverunni. Þeas draumaheimar einkennast af mótsögnum og eru þal sjaldnast röklega gildir. En vissulega erum við ekki alltaf meðvituð um þetta samræmi meðan leikar standa. ;) Það er ekki nema þegar við hrökkvum upp af undarlegum draumförum okkar, að kvarnir okkar hrökkva í gír.
Við gætum litið svo á að röklegt samhengi draumaheima gæti verið gilt, í sjálfu sér. Þeas að um draumaheima gildi önnur rök eða rökkerfi, sem geti verið fullkomlega gild skv eigin byggingu. En ég held að okkur gæti reynst erfitt að finna þetta samræmi, ef við hefðum fulla fimm til að greina samræmið, eða mynstrið. Við erum þá líklega komin út í pælingar um óreiðu, og hvort það gæti hugsast að óreiða sé í raun mynstur, sem við náum bara ekki að lesa. En ef við miðum við þær kvarnir sem við byggjum allt okkar á, getum við íþm sagt, án þess að gerast sek um ógætilegar alhæfinga, að mögulegt röklegt samræmi draumaheima sé ill samrímanlegt við grunnrök þau sem við notum til að greina alla hluti, þe samræmist illa rökhugsun okkar.
Til að taka þetta saman, getum við sagt að draumaheimar einkennist af því sem við getum kallað “röleysu” sem byggir á reynslu úr “raunverunni”. En raunveruna gætum við þekkt á því að hún samræmist skynsemi okkar ólíkt betur en draumaheimurinn. Raunveruleikinn er ss röklegur, miðað við draumaheiminn. (Enda ekki skrítið að skynsemi okkar samræmist þeim heimi, sem þróunin ætti að hafa aðlagað hana að, ef við tökum þróun, raunheim, skynsemi, á annað borð gild.)
Pælingar um víddir eru áhugaverðar. Ef við notum þær sem nálganir á okkar eigin tilveru, gætum við séum þrívíðar verur, umkringdar af þrívíðum hlutum, með svigrúm í fjórðu víddinni. Svona kannski eins og punktur, sem rennur eftir línu. ;)
Þar sem útreikningar eru mögulegir í mörgum víddum (óendanlega mörgum), mætti með tilliti til ofansagðs, velta fyrir sér þeim möguleika að raunveran geymi fleiri víddir en fjórar. Þeas að heiminum mætti lýsa í fleiri víddum en fjórum. En þessi kerfi eru í raun einskonar skynjun á heiminum, með röklegum skynfærum okkar. Hvernig ættum við annars að sjá heiminn, þeas ef við gætum ekki greint hann í aðreinda “rökhluti”? Fyrir hæfni okkar til að greina heimin röklega, höfum við hafnað á toppi fæðukeðjunar, þar sem við skiljum heiminn betur. Við getum spáð betur fyrir um afleiðingar gerða okkar, og þal framkvæmt markvisst. Við erum jafnvel farin að greina heim skynseminnar “rökheiminn” sem heim, og etv er hann þegar við höfum rökgreint alla okkar þekkingu, sá heimur sem við í raun lifum í, þeas það sem við skiljum af heiminum er sá heimur sem við lifum í. Þó vissulega sé allt hitt sem við skiljum ekki, einnig hluti af heiminum. En etv er rökkerfi mannkyns (þekkingin) eins og að vaxa út í þessa óvissu, eins og kristall, eða frostrósir. Það ma þess vegna sem rökfræði/stærðfræði er eins mikilvæg og raun ber vitni, hvar væri eðlisfræði án stærðfræði, hvar værum við án eðlisfræði?!
Jæja, ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt. ;) En ég á Gabbler að þakka fyrir neistann. Nema ég sé andsetinn. :))
En af þessu sprettur pæling. Etv er skapandi hugsun ímyndun undir ströngu eftirliti rökhugsunar. Etv er það einmitt lykill þess td að vera heill á geði, að vera röklega samkvæmur, ss hugsa á röklega gildan hátt. Leiðréttið mig ef þið vitið betur, en þá virðist eitt helsta einkenni á geðveiki vera einhverskonar “rökvillur” eða mótsagnir í hugsana ferli, þess hugsjúka. Hmm.. Hvað finnst ykkur?
Jæja nú er komið gott sinnum tíu.
Kv
VeryMuch