Ég hef lengi haft áhuga á fræðilegum möguleikum þess að ferðast fram og til baka í tíma. Fyrir utan að eðlisfræðin virðist ekki gera ráð fyrir að slík ferðalög séu tæknilega möguleg, þá eru geta komið upp vandamál sem kollvarpa eðlisfræðinni. Alvarlegasta vandamálið er söguvíddin, hvað gerist t.d. ef einhver ferðast aftur í tímann og drepur ömmu okkar þegar hún er barn að aldri? Einfaldasta svarið er að við munum ekki fæðast og þar með er framtíðinni breytt.

Í raun er ómögulegt að ferðast aftur á bak í tíma, því vera okkar þar breytir ávallt framtíðinni (þó ekki sé nema vegna fiðrildaáhrifanna).

Nú er ég einn af þeim sem vil neita því að ekki sé hægt að ferðast fram og aftur í tíma. Eðlisfræðilega er það möguleiki og því er það tæknilegur líka. Það hlýtur að vera hægt að ferðast fram og til baka og á þessari stundu hljóta að vera til vitverur sem eru á slíkum ferðalögum í margvíslegum tilgangi (jafnvel sér til skemmtunar).

Ein lausn á þversögninni hér að framan er að ákveðin grannfræðileg (e.topology)lögmál eru að verki í náttúrunni sem við höfum ekki enn uppgötvað. Hvað merkir það. Hvað er grannfræði í grófum dráttum. Í stuttu máli getur grannfræði t.d. staðhæft að tveir hlutir sem eru ólíkir séu í raun sami hlutur. Það getur allt oltið á sjónarhorni í fjölvíddarveruleika.

Skýrist veruleikinn af grannfræðilegum lögmálum þá gefur það okkur mikið frelsi á “því sem sýnist”. Grannfræðileg lausn í sýndarveruleika framtíðarinnar getur verið að okkur “sýnist” við vera að ganga eftir fjölfarinni götu, stundum komum við að hindrunum sem við þurfum að staldra við, hægja á okkur og finna leið til að komast framhjá. Í reynd gætum við verið að ganga í ófæru en tölvuskynjun umreiknar með grannfræðilegum aðferðum yfir í þetta skemmtilega landslag sem við höldum að við séum að ferðast um.

Nú er ég ekki að staðhæfa að við séum í mörgum slíkum heimum. En það að ferðast í tíma fram og tilbaka er einhvers konar grannfræðileg ráðgáta sem leysir þversagnir tímaferðalaga.

M.