Fyrri greinar um ástina eru orðnar svo viðamiklar að ég taldi einfaldast að skrifa nýja grein með þessari einföldu skilgreiningu á ást:

Ást er tilfinningalegt aðdráttarafl.

Skilgreiningin felur í sér að ást getur bæði verið góð eða slæm tilfinning. Hún felur líka í sér að hún beinist ekki að einhverju ákveðnu. Við getum þannig haft ást á konum, körlum, einhverjum tilteknum einstaklingi, kynlífi, bókum, mat, hugmyndum.

Ef við höfum ást á einhverju þá drögumst við að því, við þráum það á einhvern hátt. Ást til ólíkra hluta getur verið mjög mismunandi, kynferðisleg ást er þannig allt öðru vísi en ást á bókum eða foreldraást. En það má líka segja að kynferðislegur áhugi eða foreldraumhyggja geta verið án ástar.

Það er ekki alveg fullnægjandi að segja að ást sé tilfinningalegt aðdráttarafl. Ást verður líka að vera væntum þykja. Græðgi er þannig líka viss tegund af tilfinningalegu aðdráttarafli. Græðgin dregur okkur þannig að hlutum, sama má segja um fíkn. Þessar tilfinningar draga okkur að hlutum og svipar þannig til ástar. Ástin er þeim eðlisólík á þann hátt að hún felur í sér væntum þykjum sem hvorki fíkn né græðgi virðast búa yfir.

Ástarfíkillinn er þannig fíkin í tilfinninguna ást en ekki manneskjuna sem vekur hana. Honum getur varla þótt vænt um manneskjuna, því hann er tilbúinn að svíkja hana fyrir aðra um leið og ástartilfinningin er farin að dofna.

Græðgin er einnig án ástar og snýst meira um að taka óhóflega til sín, án tillit til þess sem manni ber.

M.