Hvernig stendur á því að á Íslandi árið 2002 skuli fyrirfinnast tveir viðurkenndir sannleikar.
Ég fór að velta þessu vel fyrir mér og allt í einu sá ég þetta í nýju ljósi… lítum á dæmi.
DÆMI :
Í ríkinu Dnalsí hafa íbúarnir lifað í misjafnri sátt við hvorn annan síðan 1000. En akkúrat árið 1000 gerðust undur og stórmerki því útlenskt ríki kúgaði íbúana til að taka upp nýjar venjur við útreikninga stærðfræðidæma.
Útlendingarnir sögðu að við fengjum ekki að vera memm ef heiðnar reikningsvenjur okkar breittust ekki.
Fyrst í stað fengu íbúarnir að nota gömlu aðferðirnar með þessari nýju en smátt og smátt var gömlu aðferðunum útrýmt. Frá 1000-1550 bjuggu menn í misjafnri sátt við kerfi sem var kallað KaþólskaReikniskerfið (KR). En árið 1650 gerði almenningur uppreisn gegn þvinguðu KR og heimtuðu að fá meiri upplýsingar um “sannleikann”.
KR var lagt af og kerfi tók við sem hét hið LútherskaReikningskerfi (LR). Almenningur fékk nú að lesa “sannleikann” á sínu tungumáli og í LR var gerð hálfgerð uppreisn gegn KR enda LR oft kallaðir mótmælendur. En við munum áfram kalla það LR.
LR dugði ágætlega til að útskýra flestar þær reikningsþrautir sem íbúar Dnalsi þurftu að glíma við í sínu fábrotna lífi frá 1550 til 1900. Prestar, biskupar og allskyns starfsmenn á vegum hins opinbera sáu til þess að enginn notaði gömlu aðferðina eða KR aðferðina. Jafnvel voru þeir sem notuðu gömlu reikningsaðferðina brenndir á báli til að minna hina á að haga sér vel. Allt í nafni LR.
En íbúar Dnalsí þroskuðust og uppúr 1900 fóru fréttir að berast um nýjar aðferðir sem kallaðar voru Vísindi og Sannleikur (VS) og jafnvel þróunarkenningin fór að vera umræðuefni á kaffihúsum höfuðstaðarins Smokebay.
Margir mundu núna giska á að LR hafi vikið fyrir nýjum og betri sannleika líkt og gamla aðferðin og KR gerðu um árið. En nú voru prestar og biskupar orðnir valdamiklir menn og ætluðu nú ekki að láta vaða yfir sig. Enda áttu þeir margar stórar jarðir sem höfðu með flóknum útreikningum “reiknast” af gömlu eigendunum við dánarbeð. Nú voru góð ráð dýr!!!! Á einhverju stigi ákvað ríkið að gera tilraun með að hafa tvo sannleika.
Einn sem væri kallaður LR og fólk gæti notað við allskyns útreikninga þar sem þyrfti jafnvel að hagræða svarinu (í LR er 1+1=þúræður).
Og svo annar sem væri notaður við ýmsar stofnanir svosem skóla og í ýmsar rannsóknir. En í VS (Vísindi og Sannleikur) er 1+1 alltaf 2.
Nú upphófst mikil og skrítin þróun þar sem fullorðnu fólki var nú gefinn möguleiki á því að hafa tvo sannleika uppivið.
Ekkert þótti athugavert við það að Prestur eða Biskup komi fram í sjónvarpi og haldi því fram að 1+1 séu 7 og 3+2 séu 54 því allir hafa sína “barnatrú”. En samt viðurkenna engar menntastofnanir þennan LR sannleik því þar viðgangast aðrar reikningsvenjur. Þar er öllum í mun að passa að 1+1 séu alltaf 2 og 3+2 séu alltaf 5. Mönnum er mjög fljótt ýtt útaf borðinu í VS umræðum ef þeir halda fram órökstuddum kenningum. En afturámóti er LR mönnum frjálst að halda hverju því fram sem þeir vilja. Því þeir styðjast við bók frá árinu 300 og inniheldur sú bók allar þær formúlur sem menn eiga að þurfa í hinu venjulega lífi.
Menntaganga ungra íbúa Dnalsí er mjög flókið ferli. Fyrst er barnið tekið og vígt inní LR reikningssamfélagið með mikilli viðhöfn sem kölluð er “skírn”. Síðan hefst mikil uppfræðsla foreldra og presta til að vígslan hafi ekki verið til einskis. Um 13 ára aldurinn er öllum ungmennum Dnalsí hópað saman inn í stórar byggingar þar sem þeir eru látnir viðurkenna að LR sé eina “rétta” stærðfræðiaðferðin.
En það er einmitt um 13 ára aldurinn sem börnin fara að heyra frá kennurum sínum að aðrar kenningar en LR séu viðurkenndar í Dnalsí. Þá kemur menntastofnun til skjalana sem heitir “skóli” og kennir hún barninu til 18-28 ára aldurs VS sannleikann. Þegar börnin ná fullorðinsaldri eru þau oft orðin mjög fróð í VS sannleikanum. En samt býr alltaf “barnatrúin” (eins og íbúar Dnalsí kalla LR) undirniðri og grípa þeir til þeirrar aðferðar við ýmsa hátíðlega útreikninga.
Eftir þessa stuttu ritgerð um Tvöfaldann Sannleika vona ég að þú sért fróðari um íbúa Dnalsí.
Kveðja Gabbler Dnalsí íbúi.
ps. Akrifaði í miklum flýti. Kannski stafsetningavillur og málfræðivillur… En who cares… Bara Dnalsí málvenjur.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”