Ást, hvað er það?
Þessi grein var samin í kjölfar greinarinnar “Ást, hin eina sanna tilfinning”,
á ekki mikið skylt við hana, en ætti þó að vera verð þess að lesa hana:
Ég fór ekki yfir hana að eftir að hafa skrifað hana, svo hún birtist beint
eftir punktinn þessari setningu.
Í fyrsta lagi: Ást er og er einungis rafboð í heilanum. Þau efnaskipti sem
eiga sér stað valda þeirri tilfinningu sem við köllum ást. Lífeðlislegt,
einfalt og fullkomlega rétt.
Þegar reynt er að skilja ást er þessi lífeðlislega skýring þó ekki nóg, þar sem
hún getur á engan hátt útskýrt hvaða þáttur mannlegra samskipta myndar ást.
Svo félagsfræðin útskýrir hvernig líkir einstaklingar dragast að hvor öðrum.
Sálfræðin gengur enn lengra og reynir að útskýra hvaða þættir í fari
einstaklinganna fær þá til að “passa saman” og elska hvor aðra.
En enginn þessara útskýringa er nóg til að útskýra ást fyrir einhverjum sem
ekki veit hvað hún er.
Áður en ég held áfram má nefna að til eru margar gerðir “ástar”, svo sem föður-
ást, móðurást og ást elskenda.
Þessar þrjár fræðigreinar, lífeðlisfræði, félagsfræði og sálfræði eru hver um
sig með fullkomlega rökrétta, “rétta” skýringu á “ást”. Engar tvær skýringar
eru sambærilegar, þetta eru einfaldlega mismunandi hlutir.
Svo við gætum tekið til við að glíma við ást innan frumspekinnar, eða
siðfræðinnar, en hvorug þessara fræðigreina veitt upp né niður þar sem ekki er
hægt að mynda “rökréttar” skoðanir út frá þeim.
Það sem er frumspekilegt byggir á “yfir”-veruleika sem engin ummerki finnast í
heimi raunhyggjunnar, svo ekki er hægt að prófa frumspekileg sannindi með
neinum röklegum aðferðum. Rökfræðilega séð eru þær bull.
Siðfræði byggir á frumpekilegum hugtökum að miklu leyti svo það sama hlýtur að
gilda þar.
Þetta skapar visst vandamál þar sem ekki er hægt að reiða sig á siðfræðina eða
frumspekina til að skilgreina ást. Er ást þá óskilgreinanleg?
Nei, það ætti heldur ekki að vera þar sem við vitum af reynslu að hún er
raunveruleg. Tilfinninguna er jú hægt að staðfesta með jafnvel lífeðlislegri
aðferð. En eins og við sáum áðan gátum við ekki skilgreint hana á þann hátt
einungis.
Kannski gætum við reynt að byggja okkur eins konar frumspekilega skilgreiningu
á grunni raunverulegra raka. Sem sagt: Við höfum lífeðlisfræðilega,
sálfræðilega og félagsfræðilega skilgreiningu, en okkur vantar enn “hugmyndina”
sem liggur að baki. Við skulum dusta aðeins af huglægu veröldinni, þar sem
ást er jafn hlutbundin og hver annar hlutur. Með röklega grunninn sem hér
liggur undir ætti okkur ekkert að vera að vanbúnaði.
Ást er tilfinning. Tilfinningar byggja að miklu leyti á gildum, sem aftur á
móti byggja á gæðum. Það sem hefur gæði hefur hátt gildi, ást er gildisdómur
sem ekki væri möguleg án gæða.
Gæði fela í sér eitthvað sem er gott, svo við getum glöggt séð að það sem ég
fullyrti hér að ofan er rétt, svo fremi sem ást sé góð tilfinning.
Nú, ég ætla að leyfa mér þá staðreynd að ást sé “algild” tilfinning sem allir
þekkja, sem sagt: ástin sjálf er EKKI mismunandi milli fólks, þótt fólk meti
vissulega mismunandi hvað það “elskar”. Séu lífeðlisfræðilegu rökin tekin fram
aftur getum við staðfest þetta, þar eð sömu efnaskipti eiga sér stað í hver hjá
hverjum og einum.
Ég leyfi mér því að fullyrða það að ást sé UNDANTEKNINGALAUST góð tilfinning.
Það sem veldur gjarna óhamingju eru óuppfyllt skilyrði ástar, sem geta neitt
til neikvæðrar tilfinningar, svo sem öfundar, haturs og þar frameftir.
En hvernig verður ást til? Er hún einhver “frumtilfinning” eða er hún aðeins
afbrigði af öðrum einfaldari hvötum okkar? Hvað fær heilann til þess að fram-
kvæma þau efnaskipti sem nauðsynleg eru þessari tilfinningu? Geta aðrar dýra-
tegundir elskað?
Í fyrsta lagi er sú kenning til um að móðir sem elur afkvæmi sitt elski það
vegna sársukans sem það veldur. Hún hefur búið til eitthvað dýrmætt sem hún
hefur einsett sér að vernda, það var vesen að búa það til og hún vill njóta
ávaxtar erfiðis síns. Þetta er þekkt hjá öðrum dýrategundum svo við gætum
fullyrt að ást sé því einnig til meðal þeirra.
hins vegar er það kannski einföld skynjun eins og “lykt” sem veldur ást, talið
er að konur hrífist af karlmönnum sem lykta svipað og feður þeirra. Í þessu
tilviki gæti það verið kunnugleiki, og þar með öryggistilfinning, sem veldur
“ást”.
Þessar tvær síðustu efnisgreinar lýsa þó aðeins kenningum! Þetta eru
HUGSANLEGAR skýringar sem ég get ekki röksturr hér og nú svo að um óyggjandi
sannindi sé að ræða.
Það verður reyndar að taka fram að fleiri tilfinngar hljóta að spila inn í, sbr
“samúð”, “þakklæti”, “virðing” og svo framvegis. Það ætti því að vera ljóst að
ást er ekki endilega bara einföld tilfinning, heldur flókið samspil annarra
frum-tilfinninga.
En til að draga einhverja ályktun um hvað ást er þarf að taka fram að hún er
grundvölluð, að minnsta kosti í minni amennu útskýringu, á gildisdómum. En
þeir eru ekki skilgreinanlegir vegna þess að sjálfir fela þeir í sér
tilfinningar.
Ekki er hægt að skilja “Gott” og “Illt” án þess að hafa tilfinningar.
Ekki er hægt að skilgreina tilfinningar.
Því er ekki hægt að skilgreina “Gott” og “Illt”.
Ég minntist á það að “Gott” og “Illt” séu undirstöður ástar. Það ti ég þó ekki
rétt þar sem þessu er öfugt farið. Tilfinningar (þar á meðal ást) eru undir-
stöður “Góðs” og “Ills”.
Niðurlag og niðurstöður:
Ást er óskilgreinanleg.
Nema ef nefna skal lífeðlisfræðilega, sálfræðilega eða félagsfræðilega
útskýringu, sem þó eru ófullnægjandi þar sem ekkert af þessu nær að lýsa orsök
tilfinninga eða eðli þeirra.
Takk fyrir mig.