Sem betur fer bögglast enn með mér e-r hugrenningar og hugmyndir sem vert er að láta hljóma með orðum.

Ég hef verið að velta fyrir mér skilningi og úrvinnslu á skynjunum, þe hvernig e-ð er skilið úr hringiðu umhverfis og áreitis.

Ég leifi mér að taka af á um það, að skilningur og skynjun gengur út á að abstrakta það sem skynjað er. Þe sameiginlegir þættir og lögmál eru smíðuð um það sem skynjað er, til að höndla það sem skynjað er, þe við einföldum það sem við sjáum og finnum. Þannig skiljum við það og getum höndlað það í heila okkar. Við tengjum skynjaða hluti eða fyrirbæri, þe abstöktum og/með því að tengja við það sem þegar er skilið eða þekkt. En ég hafði nú ekki ætlað að fjalla beinlínis um þetta. Þessir þankar eru þeir þankar sem leiddu til þess sem ég er að fara að fjalla um.

Það sem ég er að fara tala um er e-ð sem ég vil kalla hið hreina form, eða endanlegt form, eða “absolute form”. Það mætti setja útá notkunn mína á hugtakinu “form” þarsem það minnir á frummyndir Platóns, sérlega ef orðinu er snúið á enska tungu. Það er réttmæt gagnrýni. En mér dettur bara ekki betra orð sem hæfir merkingunni betur. Látum þetta vandamál kyrrt liggja í bili.

Viðfang mitt er raunveruleikinn, eins og hann er, eða birtist okkur. Þal miða ég við að raunveruleikinn sé, eins og hann virðist vera. Þal notast ég við sjónarhorn raunvísinda sem “traust sjónarhorn” þe ég læt vera að efast um grunn þess. Ég notast ss við hinn raunvísindalega heim, sem minn röklega vettvang. (Rauna blunda í mér hugmyndir um að skilgreina röklega grunna sem vettvanga fyrir umræður og nálganir, ss röklega hrein stig sem vettvang heimspekilegra athugana, en nóg um það nú.)

Tökum fyrir HLUT í raunvísindalegum heimi.

Í raun getum við sagt allt samhangandi, en við skilgreinum hluti aðskilda og flokkum þá eftir eiginleikum, sem við höfum einnig greint í sundur.

Það virðist vera vinsælt viðfang að fást við e-ð sem við köllum almennt “grjót”, “stein”, “hnullung”, “seinvöluvölu” eða hvað annað sem flokkast innan merkingarmengi þessara orða, þó áferð þeirra sé eilítið ólík, þó þau tákni uþb sama fyrirbærið.

Hugsum okkur “grjót”.

Hvað sjáum við þegar við hugsum um “grjót”. (Það verður líklega aldrei nákvæmlega sama grjótið á milli einstaklinga, en svipað hjá flestum.)

Grjótið er væntanlega aðskilið frá berglögum, þe stórum klettum sem ekki eru auðhöndlaðir. Þe grjót er sjálfstæð eining, aðskilin frá stórum klettum.

Þal eru grjót væntanlega solid hlutur. Ss hlutur sem er hægt að setja í þrívítt hnitakerfi. Með yfirborð sem er lokað, og þrívítt.

Þegar við lítum á grjót ályktum við um lögun þess, þó það sé óreglulegt. Venjulega eru grjót einhverskonar tilbrigði við kúlulaga form. En vissulega er það ekki einhlítt. Enda erum það við sem nálgum lögun grjótsins að hugmynd okkar um kúlulaga hluti. Sum grjót eru vissulega með aðra lögun, þe nær öðru formi, td píramída eða kubbi. En málið er að við metum lögun gróts og getum ályktað hvaða form það hefur með hliðsjón af þessum grunnformum.

Yfirborð grjótsins getur haft ýmsa áferð, en áferðin er í raun yfirborð þess. En enga að síður ályktum við að grjót hafi ákveðna áferð, grófa eða fína til að nefna dæmi.

Yfirborðið hefur einnig ákveðinn lit, íþm fyrir flestum okkar. En einnig sá eiginleiki sprettur af yfirborði hlutarins, þe lögun hans. Þar sem mismunandi áferð endurvarpar vissri tíðni ljóss mis vel. Þal fær yfirborðið ákveðinn lit.

Nú er ég nokkurnveginn búinn að afgreiða ytra borð grjótsins, þó að því sé líklega seint lokið. Ef ég væri td jarðfræðingur, gæti ég abstraktað mun fleiri atriði úr skynjunum mínum á yfirborði grjóts. Á svipaðan hátt getum við bent á einkenni á yfirborðinu, eins og liti, af þeirri einföldu ástæðu að við höfum litaskyn. En á sama hátt má segja að þekking auki skynjun okkar á því sem við höfum mikla þekkingu á, við leitum á réttum stöðum, og fylgjum ályktunum eftir, lengra en ef við þekktum ekki möguleika þeirra. En nóg um það.

Nú er komið að innri gerð grjótsins. Þess ber að geta að einn af upphafs mönnum jarðfæðinnar áttaði sig á því að mismunandi “gerðir” af grjóti brotnaði allaf í ákveðnum hornum. Þannig að svipaðar eða “sömu” gerðir af grjóti, brotnuðu alltaf þannig að sama horn var á milli flata á yfirborði þess. Af þessu dró hann ályktanir um innri gerð grótsins. Hann ályktaði að það væri samsett úr ákveðnum einingum, sem hefðu ákveðna lögun, en það eru einmitt kristallar. Raunar er samröðun “Si” eða silikons, þe kísils sem ræður lögun og styrk kristalla sem mynda grjót. Demantur er dæmi um slíka samsetningu. En samröðun kolefnisins eða “C” þe atómanna ráða lögun og styrk kristallana, sem við þekkjum sem demanta. Einnig ræðst litur þeirra af því hvort e-r snefilefni blandast byggingju hans, hver þau eru, og í hvaða hlutföllum, hve mikið miðað við kolefni og þh.

Ss þegar við greinum grjót og reynum að skilja það, abstöktum við ýmis lögmál eða fasta sem einkenna það. Td hvernig grjótið brotnar, hver hornin á milli flata þess er, og svo framvegis.

Nú eru vissulega til betri tæki til að nema þessa hluti, sem ég hef svo sem ekki djúpa þekkingu á, en hægt er að meta innri gerð gróts með mikilli nákvæmni.

Við ss greinum lögun grjótsins, yfirborð, lit, horn á milli flata, og svo framvegis. En svo greinum við frumefnin sem mynda það, hlutföll á milli þeirra, röðun frumefnanna, ss byggingu kristalla grjót sins. Auk þessa eru grjót ekki alltaf einsleit, þau geta verið samsett úr hinum ýmsu kristöllum af misjafnri gerð og lögun. Kristallar geta verið misstórir, og af misjafnri lögun. “Skakkir” eða “réttir”. Kristallar eiga það td til að verða stærri ef kólnun bergkvikunar sem myndaði þá, er hæg, en verða mjög smáir ef hún er hröð. Ef kólnunin er mjög snögg, fáum við glerkennda byggingu, og er hrafntinna dæmi um slíkt.

Það fer ekki á milli mála að við það eitt að taka upp grjót og reyna að greina það, reyna að skilja það, förum við að tengja í ákveðin “þekkingar banka” sem við höfum komið okkur upp. Þessi þekkingarbanki er samansafn af e-r abstöktuðum lögmálum, ss röklegum staðreyndum, þe almennum sannindum um heiminn og lögmálin sem þar ríkja. NB þessi þekking fæst EKKI við hið sértæka, heldur hið almenna. Ss þekking viðrðist vera fengin með því að draga almennar ályktanir um hið sértæka. Ss við erum á gangi og tökum upp eitthvað stakt grjót, sem er einstakt, og til þess að skilja það, miðum við það við almennar reglur eða sannindi sem gegnsýra heiminn, þe náttúrulögmál, eða röklegar staðreyndir eins og stærðfræði og þessháttar.

Flest þekkjum við hvernig myndir eru þjappaðar á stærðfræðilegan hátt. Forrit greinir ákveðin “lögmál” í upprunalegu myndinni, td að þetta svæði er bara “svart” svæði með þessa “lögun”. Þessari staðreynd eða “abstaktion” breytir foritið í formúlu, sem tekur minna pláss en að skrá þetta niður í “sértæku” formi, þe pixel fyrir pixel. Forritið reynir ss að greina úr myndinni sem flest og einföldust stærðfræðileg lögmál eða fasta sem mögulegt er, og þannig einfaldar forritið myndina svo hún taki minna pláss.

Mér virðist sem við mannfólkið höndlum heiminn á svipaðan hátt og ofangreint þjöppunarforrit. Við greinum heiminn með þeirri þekkingu sem við búum þegar yfir, og því meira sem við vitum því betur skiljum við það sem við sjáum, og erum fljótari að læra þá hluti sem við getum tengt við sem flest af því sem við þekkjum fyrir. Ss “Aha.. jarðskorpan flýtur á möttlinum eins og brauðskorpa í hunangi.” eða e-ð í þeim dúr.

Við getum greint umhverfi okkar mis vel í almenn sannindi, og mín hugmynd er sú að stærðfræði sé hið næsta sem við komumst í því að greina þessi almennu lögmál í heiminum, en vissulega þarf einhverja þekkingar klumpa fyrir stærðfræðina að fást við, eins og raunvísindin eru dæmi um.

OK snúum okkur að hinu “absolute formi” eða hinu hreina formi.

Hingað til og ef til vill að eilífu, verða hin hreinu form aðeins til í stærðfræði eða hinum röklega veruleika. Sem hinar stærðfræðilegu skilgreiningar, táknaðar með hugtökum eins og “hringur”, “kúla”, “ferningur”, “þríhyrningur”, “punktur”, “lína”, “kubbur”, “sívalningur”, “trapisa”, “fleigbogi” og svo framvegis. Þetta eru dæmi um “absolute form” eins og ég skil þau.

En það sem við þekkjum af heiminum, virðist mér vera einhverskonar blanda af sértækum “(skyn)myndum”, blönduð e-m abstrakt lögmálum.

Vangaveltur mínar snúast um hlutfallið á milli þessara “sértæku” mynda í huga okkar og hinna “almennu lögmála” þe “absolút forma”.

Hugmynd mín veltir fyrir sér hinni endanlegu þekkingu. Þe þeirri þekkingu sem er hreint “absolut form”. Hreint lögmál. Þetta gæti hugsanlega verið rökvilla, þar sem mögulega gæti ekkert kerfi notað til þekkingar þá staðið utan við það sem skilið er, eins og snákur sem reynir að éta sig til að hverfa, það gengur ekki upp, en það þarf ekki að vera að það eigi við hér.

Hugmynd mína er hægt að nálgast frá nokkrum sjónarhornum.

Þe þegar þekking okkar á umhverfinu “útrýmir” hinu sértæka með því að viðgetum umbreytt öllu í almenn lögmál, þe öll okkar þekking er fullkomlega “absolute form”. Hljómar vissulega fjarstæðukennt, en það er algert aukaatriði hér. Hægt er að ímynda sér að við nemum sértæki umhverfisins og umbreytum því án tafar í almennt lögmál, þe absolute form. Þannig að þekking okkar er ávallt absolute form.

Það er erfitt að sjá þetta fyrir sér, þar sem minningar okkar eru töluvert sértæk fyrirbæri, eins og minningar úr æsku okkar og þh. En etv væri hægt að ímynda sér e-a útgáfu af þessu þar sem allt þetta væri almennað í eihverskonar lögmáli. Við vitum öll td að líf okkar er svipað í aðalatriðum, æska, gelgja, fullorðins ár, elli og dauði. Oft einkennast þessi tímabil af svipaðri lífsreynslu. Æskuár einkennast af mistökum og uppgvötvunum, eins og gelgjan gerir einnig, og fullorðinsár af vonbrigðum og afrekum, ellin væntanlega af ró, beiskju, uppgjöf, sáttum, og dauða. Það virðist vera hægt að finna mikið samhengi í flestu.

Annað sjónarhorn er að líta á heiminn, og þróun hans. En svo virðist, sem heimurinn stefni úr einum stórum massa af ógreinilegu efni, í aðgreindari einingar, með að því er virðist ólíkum einingum, þó að hugsanlega sér smæsta einingin aðeins einnar gerðar, ef hún er til. (Þó mætti líta svo á að hver smæsta eining væri einstök, og heimurinn fullkomlega sértækur, samsettum af einingum sem hver væri eins sértæk og “Jón” og “Gunna”.) En það furðulega er að heimurinn hefur leitt til dýra sem hlaupa um á blautum kúlum í alheimi, og drepa hverja aðra sér til viðurværis. Auk þess sprettur upp form lífvera sem stunda að því er virðist tilgagnslausar vangaveltur um spurningar og svör, um alheim og staðsetningu sína í honum. Já, ef við erum eina fyrirbærið með meðvitund, þe ef meðvitundin sé aðeins með okkur, eða okkur og “æðri dýrum” má spyrja sig, hversvegna stefna þróunarinnar leiddi til okkar, eða bara hversvegna varð heimurinn þannig að við getum hugsað og skrifað texta eins og þennan.

Ss sjónarmiðið er það að heimurinn stefni í átt að e-r “absolute formi” þe eitthvað í áttina að því sem við erum að burðast með að gera. Í átt að einhverskonar meðvitund sem dregur álytkanir um umhverfi sitt, ss eins og við værum einskonar efni í alheimssúpunni, sem er að aukast í hlutfalli við annað “líflaust efni” eða “andlaust efni”. Heimurinn væri ss að auka hlutfall “hugsandi efnis” miðað við annað “dautt efni, eða andlaust efni”. (NB hér er ekki verið að tala um sál eða anda, bara um mismunandi samröðun á föstu efni sem myndar form sem fúnkerar, á svipaðan hátt sem “0” og “1” mynda forrit á segulsviðum harðra diska.)

Það sem ég er ss að fara er að “grjótið”, efnið sé að breyta um form í alheimi, svona með tíð og tíma að sjálfsögðu. Að breytast úr einföldum klumpum, í rökrásir í tölvum. (Ef þið fattið mig.) Við þó við teljum okkur aðsilin frá alheimi og “líflausu, andlausu (sem gæti verið rangt) efni” erum þrátt fyrir allt hluti af alheimi á sama hátt og “grjót” og tölvukubbar. Það verður raunar að gefa svona undarlegum fullyrðingum smá tíma að sökkva inn í hugarfylgsnin, sem eru deyfð með hversdagslegri síbylju og andleysi. Já við eru ss hluti af efnislegum alheimi á sama hátt og grjót og tölvur, rafmag og geislavirkni. Það sem við getum greint á milli okkar og þessara hluta, er formið sem við höldum. Líkt og munurinn á tæki eins og tölvu og á grjóti felst í forminu. Báðir þessi fyrirbæri eru samansett úr efni og um þau gilda náttúrulögmál, svo best ég viti.

Hitt sjónarhornið sníst ss um það að grjót fari að taka á sig merkingarbundnari form, eins og rökrásir í tölvum eru td miðað við sand í eyðimörk. Við erum dæmi um undarlegt form af efni, sem getur hugsað og hefur e-ð sem okkur virðist meðvitund, sem gæti einmitt verið það, eða ekki.

Við getum einnig tvinnað þessi sjónarhorn saman, og séð það sem stendur utan okkar, og það sem stendur innan okkar. Þe umhverfi og hugarfylgsni okkar, útfrá hinu “asolute formi”.

Það sem ég er kannski að segja. Aukin greind fels í því að greina umhverfi okkar frekar í þessi absolute form, ss frekar en að sjá heiminn eins og hann skellur á vitunum, ss ómeltann. Heimurinn gæti einnig tekið þessum breytingum, ss gerst flóknari og meira “fúnsjónal”, ef það meikar sens fyrir einhverjum. Bæði fyrir tilstuðlan okkar ss mankyns, og fyrir almennan trend í alheimi. En það er í raun rangt að greina á milli þess sem við, mannkyn, gerum og þess sem alheimur gerir. Við mannkyn erum partur af alheimi, og lútum NÁKVÆMLEGA sömu lögmálum og sólin og reikistjörnur. Eini munurinn er etv það sem snýr af meðvitundinni, sem við getum ekki vitað hvort er ss blekking, þe hvort við höfum raunverulegt frelsi til að taka ákvarðanir, eða meðvitundin sé aðeins birtingarmynd hins vélræna ferlis í alheimi.

En aðalatriðið er hugmyndin um hið absolute form, eða hið hreina form. Ekki endilega hvort heimurinn verður eitt risastórt kaós, sem er etv hið hreina form í sjálfu sér, eða hvort heimurinn greininst í einhverskonar strúktúrað hreint form, sem er lögmál í lögmáli. En í raun er þetta allt bundið við athuganda. Ss kaos er aðeins dæmt kaos af þeim sem sér ekki reglu í þvi sem dæmt er. Hægt væri að hugsa sér að í því sem við sjáum aðeins óreiðu gæti e-r æðri greind auðveldlega greint fullkomið samræmi og samhljóm. En þó efast ég um það. Mig grunar að það sé til e-ð sem er óreiða, og eitthvað sem kallast regla. Etv er það einmitt það sem ég hef verið að ræða um hér. Þe að heimurinn sé að færast úr óreiðu í reglu, og skilningur okkar mælist af því hve vel við getum greint á milli reglu og óreiðu í heiminum, ss greint hvað er raunveruleg óreiða og hvað er reglulegt, og ss fullkomlega innlima regluna í hugarheim okkar. Ss regla er e-ð sem hægt er að kalla absolute form, býst ég við. ;)

En núna þegar þú hefur lesið þetta, og ef það var að einhverjuleiti skiljanlegt ekki horfa í kring um þig á sama hátt og áður. Íþm í nokkur andartök, og reyndu að greina sjálfan þig draga regluna úr umhverfinu, og mæla allt við þessi “absolute form”. Þe skilja heiminn, og skynja í formi hreins forms. Eins langt og það nær.

Ég er langt frá því að vera sáttur við það hvernig ég kom þessu til skila. En við þetta verður að sitja, enda sést að ég er enn að glíma við þetta og að reyna að kryfja þetta enn betur til mergjar. Þannig að etv get ég síðar komið þessu á framfæri á hreinni, reglubundnari hátt, svo þetta verði auðskiljanlegra. Eða ljúfskiljanlegt. Eins og áður les ég þetta ekki yfir, til að forðast að eypa í einhverju þráhyggjukasti.

Kv.
VeryMuch