Þetta er samvirkt, það sem ég sagði var að tilgangur lífsins væri að koma afkvæmunum á legg, manns eigin vegsæld ætti í raun að vera aukaafurð.
Á hinn bóginn mætti halda fram að fólk almennt beri virðingu fyrir þeim sem eiga peninga og völd(fer auðvitað eftir hvernig menn eignast þessa hluti), og því gæti verið að þeir sem eru ríkir og voldugir ættu auðveldara með að komast í kynni við góðan maka.
Ef þú átt í þig og á þá geturðu gefið börnunum þínum að borða og þau deyja hvorki úr hungri né kulda, að vera ógeðslega ríkur gaur sem á 57 hallir og 123 einkabíla er í raun bara offramleiðsla (á lífsins gæðum), og getur í raun verið óæskilegt fyrir uppvöxt afkvæma, þeas ef þau læra aldrei hvernig á að afla sér þessara hluta.
Vissulega var einföldun í fyrsta svarinu mínu, enda var ég að tala um grunnskilyrði, og vék mér rétt aðeins að því hvernig það getur verið erfitt að heimfæra þessi grunndvallarskilyrði á nútímasamfélag. Það breytir því ekki að grunnhvöt allra lífvera er að viðhalda lífi, og helst okkar eigin afkvæmum, ef ekki þá helst afkvæmum þeirra sem líkjast okkur. Reyndar hlýtur það að teljast vera grunnhvöt að tryggja áframhaldandi líf.
p.s. Ef þú gætir valið á milli tveggja valkosta:
a)Að allar lífverur, hvar sem þær gætu fyrirfundist í alheiminum myndu deyja snögglega og hvalalaust, og það myndi aldrei vera líf aftur nokkursstaðar í alheiminum.
eða b) Að allar lífverur alheimsins myndu deyja kvalafyllsta dauðdaga sem nokkur getur ímyndað sér, nema með þeirri undantekningu að nokkrir klasar af einfrumungum myndu lifa af á lífvænlegri plánetu í grennd við Betelgeuse og þeir myndu líklega þróast í æðra líf með tíð og tíma.
Hvort myndirðu velja´?
ég held að flestir myndu velja b.
Adddi:Nokkuð góðir punktar
Get nú ekki sagt að ég beri virðingu fyrir fólki sem á peninga , persónulega ber ég virðingu fyrir fólki sem vinnur hana sér inn. En ég skil nokkurn veginn hvað þú átt við.
Ég geri ráð fyrir því að þú sért karlmaður/strákur eins og ég.
Kvenfólk hugsar allt öðruvísi heldur en við varðandi makaval , væri náttla best einfaldlega að fá stelpu hér til að segja hvaða eiginleikar eru hæst metnir við karlfólk þegar er komið að því að láta barnaverksmiðjuna í gang.
Mér finnst dæmið þitt ekki alveg nægilega nákvæmt.
Ég las um daginn svolítið sem er mjög sniðugt.
Það segir frá því að mannskepnan er alltaf með svona lítinn kall í hausnum sem segir við hverja einustu manneskju “þú ert gáfaðri en hinir” , “þú ert fallegri en hinir” o.s.f. það sem þetta gerir er að halda okkur ítrekað í samkeppni við hvort annað, sérstaklega í samkeppni við okkar eigin kyn til að komast í kynni við mögulegann maka okkar. Þetta ýtir meðal annars undir það að við viljum líta sem best út , hreyfa okkur , vera hraust og allt sem fylgjir því (vil benda á að þetta ýtir aðeins undir það , gerir það ekki fyrir mann).
Það er spurning hvort að tilgangur manns breytist eins og umhverfið , þar sem einusinni var það bara að komast uppá eins mikið kvenkyns og maður gat en núna er það að hjálpa fáum afkvæmum eins og hægt er. Spurning eftir 500 ár hvort túlkunin verður aftur orðin önnur.
Mér væri nokkuð sama hvort ég myndi velja þar sem við erum sjálfselsk og er yfirleitt sama um náungann við hliðiná þangað til að við sjáum hann.
Hinsvegar ef þú myndir bæta inní b) Að allar lífverur alheimsins NEMA eitt barn hjá hverjum foreldrum fengi að lifa.
Þá myndi næstum allir án undantekningar velja b því það þjónar tilgangi fyrir mig. Við erum of góð með okkur til að okkur til að hafa áhyggjur af “smátittlingaskít” eins og einfrumungum og flugum =)
0
Ég held einmitt að allir hafi í sér þetta, að vilja frekar varðveita eitthvað líf en ekkert, ef þess er kostur. Við erum nefnilega sjálfselsk, en það víkkar, fyrst viljum við bjarga afkvæmum okkar, svo okkur sjálfum, svo öðrum vinum og ættingjum, næst er oftast fólk frá sama landi/kynstofni/trúarbrögðum (mismunandi eftir fólki), þarnæst viljum við helst bjarga manneskjum, en svo vandast málið, við viljum frekar bjarga apa en kengúru, frekar kengúru en humri, frekar humri en býflugu, frekar býflugu en amöbu. Ég vil meina að þannig gangi sjálfselskan soldið koll af kolli eftir því hversu líkur hluturinn sem um ræðir er okkur sjálfum.
0