Þegar ég var búinn að spá svolítið í tímanum og ljóshraða þá fattaði ég allt í einu (vegna reynslu minni við að spila FPS leiki á netinu??) að í raun er rosalega mikil töf (lagg) á öllu sem gerist í kringum okkur.
Þessu tökum við vel eftir þegar við tölum í síma við náunga erlendis (ástralía tildæmis). Þá myndast lagg í símanum og við verðum að gæta okkur á því að tala ekki ofaní hann. Talið hans berst til okkar með hraðanum 300.000.000 metrar á sekúndu en samt dugar það ekki til.
Það auðveldar manni oft að velta svona hlutum fyrir sér með því að ýkja eða draga stórlega úr einhverjum ákveðnum þáttum. Tökum sem dæmi að við hægjum á ljósinu og segjum sem svo að ljósið fari með hraðanum 300 metrar á sekúndu. Hvað mundi gerast?
Fyrsta lagi yrði stórhættulegt að gera einfalda hluti svosem að aka bíl. Því það sem við sjáum í mikilli fjarlægð er í raun löngu búið að gerast og eithvað allt annað að gerast núna. En við vitum það ekki því við sjáum það ekki.
Í öðru lagi yrði stórfurðulegt að fara með miklum hraða. Þegar við værum komin á hraðann 150 metrar á sekúndu væri allt farið að brenglast svo ekki sé meira sagt. (hvað mundi í raun gerast??)
Þar sem ég sit við tölvuna og rita þessa grein sé ég útá faxaflóa og horfi á spíttbát koma á fullri ferð inn fjörðinn (Hafnarfjörðinn). Í raun gæti þessi bátur verið sokkinn fyrir löngu síðan án þess að ég viti nokkuð um það.
En því nær sem við erum hlut því fyrr vitum við um breytt ástand hans. Ef við horfum á hlut í 10 kílómetra fjarlægð vitum við í raun hvernig hluturinn var fyrir 0.00003 sekúndu síðan.
En afturámóti ef við færum okkur 100 sinnum nær, eða í 100 metra fjarlægð þá vitum við hvað gerðist fyrir 0.00000003 sekúndu síðan.
Vitandi þetta þá geri ég mér grein fyrir því að allur heimurinn er mjög boginn og skrítinn. Ekkert er eins og sýnist. Allt er afstætt. Og þakka þér fyrir að nenna að lesa þessa vitleysu í mér.
Kveðja Gabbler.
p.s. FPS = Fyrstu Persónu Skotleiku
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”