Sæll gthth
Ég ætla að leyfa mér að svara góðri grein þinni.
Persónulega mynda ég alltaf mínar skoðanir út frá því sem þú skrifaði í inngangnum, þ.e.a.s að maður er frjáls sinna aðgerða svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þannig reyni ég alltaf að nálgast þetta mál.
Það er rétt að það er eðlilegt að samfélag manna leggst á eitt að verja sig fyrir því sem er skaðlegt, kallast survival instinct. En ég velti alltaf fyrir mér spurningunni: Hvað er skaðlegt?. Sú niðurstaða sem ég hef fengið út með því að beita þeirri hugsjón sem þú nefndir í formála, er að ég get ekki séð að vændi sé eitthvað sérstaklega skaðlegt. Hverjir eru tveir frumþættir vændis. Að mínu mati er það kynlíf og peningar. Kynlíf er ekki skaðlegt, það er hollt ef eitthvað er. Hvað þá með peninga? Peningar eru í versta falli varasamir, ef fólk passar sig ekki á þeim og lærir ekki að fara rétt með þá. En ég get ekki séð hvernig sá skaðlegi þáttur peninga kemur fram þegar við svo blöndum saman peningum og kynlífi. Þannig að ef persóna telur sig ekki verða fyrir persónulegum andlegum né líkamlegum skaða við það að stunda kynlíf með ókunnugum rekkjunaut (sem gerist hjá hundruðum manna á Íslandi um hverja helgi) og þiggja síðan pening fyrir, get ég ekki séð að sú persóna hafi orðið fyrir neinum skaða. Aftur á móti skal ég fúslega viðurkenna það, þar sem það liggur í augum uppi, að vændi í þjóðfélagi eins og t.d á Íslandi getur svo sannarlega haft skaðleg áhrif á þann sem stundar vændið, og þar af leiðandi á allt samfélagið. En nú er ég komin í hring. Ég sagði að mér þætti vændi ekki skaðlegt, en samt viðurkenni ég að það sé skaðlegt. Hvað veldur? Mín augljósasta skýring er sú að það er ekki vændið sem veldur skaða, heldur bannið við vændinu. Áður en ég held áfram vil ég skilgreina hugtak sem ég nota oft, en ég hef kosið að kalla það “lagalega réttlætiskennd”. Mér finnst best að nota dæmi til þess að skýra þetta hugtak (nú er ég ekki heimspekingur heldur eðlisfræðingur svo að það getur vel verið að þetta hugtak sé til), og þá er best að lýsa mismun á tveim dæmum. Fyrra dæmið er morð. Allir í samfélaginu eru sammála um það að það eigi að vera bannað að drepa aðra þegna samfélagsins. Þar notum við lagasetningar til þess að gera fólki grein fyrir því að slík hegðun er ekki leyfð, því að hún skaðar svo sannarlega aðra. Hitt dæmið mætti nefna kannabis. Það er hugsanlegt að ég geti skaðað sjálfan mig á því að reykja nokkrar jónur, en ég skaða engan annan á meðan, það er alveg vitað að fólk sem reykir jónur verður ekki ofbeldishneigt. Þar af leiðandi eru fjölmargir í samfélaginu sem eru sammála um það að það eigi að leyfa því fólki sem vill að reykja jónur. Munurinn á lagalegu réttlætiskenndinni ætti því að vera augljós, annarsvegar eru allir sammála um það að banna eigi morð en hinsvegar eru mjög skiptar skoðanir á hinu. Dæmi mjög áþekkt dæminu um kannabis er einmitt vændi. Það eru það margir í þjóðfélaginu sem ekki finnst að það ætti að banna vændi að aldrei verður hægt að skrúfa algerlega fyrir það með lagasetningum, frekar en eiturlyf og til skamms tíma, hnefaleikar. Ef lagaleg réttlætiskennd nægilega margra þegna þjóðfélagsins segir þeim að bannið sé á mjög gráu svæði, þá munu lögin verða brotin og undirheimur myndast þar sem lögin eru önnur. Það á ekki að móta mennina að lögunum, heldur á að móta lögin að mönnunum. Vændi er því skaðlegt bara vegna þess að þeir sem stunda það eru hornreka í þjóðfélaginu samkvæmt lagabókstafnum og neyðast því til að lifa í undirheimum þar sem lögin eru allt önnur. Þannig að mínu mati fellst tvískinnungur stjórnvalda í því að þykjast vera að bjarga einhverjum með því að banna vændi en vera í raun að valda öllum vandamálunum með því að beita banniunu, því vændi verður alltaf til staðar, sama hve refsingin verður, það verða allir að fá að ríða. Til dæmis eru fullt af útlitslega eða félagslega heftum mönnum í þjóðfélaginu sem fá ekkert kynlíf öðruvísi en að kaupa það. Þá er betra að leyfa þeim það og leyfa einhverjum konum sem vilja að græða svolítið á því, heldur en að láta kynferðislega spennu magnast upp í þessum aumingja mönnum sem svo brýst út á einhvern hræðilegan hátt með nauðgun eða morði eða ofbeldi, sem er þá þegar upp er staðið, verk bannsins sett af stjórnvöldum.
Mín niðurstaða er sú að bannið veldur margfalt meiri vandamálum en kynlífið+peningarnir=vændið.
kv
skl