Á dögunum komu fram þær tillögur að réttast væri að gera vændi refsilaust. Rökstuðningurinn var eitthvað á þá leið að vændiskonur væru sjálfar fórnarlömb og þeim ætti að hjálpa en ekki refsa.

Eflaust má færa einhver rök fyrir því að þær stúlkur sem leiðast út í vændi geri það að einhverju leyti vegna slæmra ytri aðstæðna -en er það nóg?

Hvað er verið að segja um sjálfræði þessara kvenna?

Tökum annan hóp sem dæmi og óyndislegri að öllu leyti, barnaníðinga. Nú held ég að flestum beri saman um það að þeir menn sem misnota börn eru yfirleitt hin mestu grey. Lesið hæstarréttardóma sem hafa fallið, margir hinna dæmdu eru taldir seinþroska, hafa hlotið heilaskaða eða voru misnotaðir sjálfir sem börn.

Teljið þið að við getum einhvern tíma átt von á að misnotkun á börnum verði refsilaus gerð? Misnotkunin sem slík, athugið það, ekki misnotkun tiltekinnar tegundar manna á börnum. Ég tel það í hæsta máta ólíklegt. En hvers vegna er þetta svo?

Er það vegna þess að konur hafa minni sjálfsstjórn en karlar og eru þess vegna meiri fórnarlömb en þeir?

Er það vegna þess að vændi er, á einhvern hátt, glæpur án fórnarlambs? Enginn skaðast?

Eða hvað?