Ég veit ekki hvar þetta á heima en tel þetta vera æskilegasti staðurinn.
—————————————————- —————
Er mannkynið komið eins langt og við höldum? Mitt svar er nei, þar sem við lifum á tímum haturs og mikilmennsku brjálæðis langar mig að taka nokkra hluti fyrir. Þessi pæling hefur verið svolítið lengi í hausnum á mér og langar mér hér með að koma henni á blað.
1. Stríð, að geta ekki komið sér saman um hluti án þess að þurfa að drepa nokkur þúsund saklausa borgara sýnir hve stutt maðurinn er komin.
2. Kynþáttahatur, að hata fólk útaf öðruvísi lituðum húðfrumum heimska og fáfræði og enn eitt dæmið um vanþróun.
3. Vesturveldin, eiga að vera “þróuðu” ríkin en halda í félagslega hömlun í þriðja heims ríkjum, styðja ýmsa aftur afturhaldssama stjórnmála menn í þriðja heiminum til valda þegar þeir hafa eitt markmið og það að ræna lýðin.
4. Trúarbrögð, einskonar flótti frá eigin gjörðum, alltaf gott að kenna illum öflum um sín mistök. En trúarbrögð hafa samt sínar björtu hliðar. Flest stríð eru háð vegna ágreinings í trúarbrögðum, einnig er mikill hatur sem einkennir bókstafstrúarmenn á meðan bíblíann boðar ást og sósíalisma.
5. Stjórnmál, við kjósum flokka sem vinna þvert á við þarfir fólksins nema það eigi fyrirtæki.
Mannkyninu hefur vissulega farið fram síðustu 200 árin, tæknilegar framfarir hafa verið gríðarlegar en í mannlegum samskiptum erum við næstum stopp. ÞAð er margt sem er langt fyrir ofan skilningarvit mannsins, við sjáum rosalega lítið, heyrum lítið og finnum litla lykt. Hver veit nema það séu aðrar víddir og vesen?
En það sem ég vill benda á er að maðurinn er ekkert gáfaðasta skepna alheimsins. Einhver tíman mun jörðin eiðileggjast(ekkert varir að eilífu) og einhver staðar annar staðar mun líf byrja, kannski hefur verið líf annar staðar fyrir langa löngu sem nú er lokið, Já hættum að horfa á okkur sem eitthvað einstakt dæmi þótt lífið sé vissulega stókostlegt og skrýtið fyrirbæri.