Jæja, þá er komið að því! Samantekt á öllum mínum pælingum um tilgang lífsins og guð og sjáfstraustið og allt það.

Sko, tilgangur lífsins er að verða hamingjusamari og það gerum við með því að setja okkur markmið og um leið og við náum einhverju markmiði þá verðum við hamingjusamari, ánægð með okkur, meira sjálfstraust og manni finnst allt vera bara æðislegt. Í sambandi við markmiðin sem maður setur sér þá fara þau eftir því í hvernig samfélagi maður býr í og ímynd samfélagsins um fullkomnun, hvernig hún er. Í þessu samfélagi er eflaust ímynd fullkomnunar t.d. að vera reyklaus, í góðu formi og hafa góða menntun. Tilgangurinn er að vinna í því að verða svona, verða þessi ímynd af bestu getu. Maður verður að vera algjörlega til fyrirmyndar í samfélaginu sem maður býr í. Núna verð ég að útskýra af hverju.

Mig langar að blanda guði í þetta. Semsagt ég trúi því að það búi svona guð í öllum mönnum, mismáttugir guðir en einstaklingurinn getur styrkt þennan guð einmitt með því að ná svona makmiðum. Það er eina leiðin til þess að þessi guð geti gert eitthvað. Þið viljið öll innst inni breyta hlutum, þið getið mótað ykkar eigin heim og þið þurfið ekkert að sætta ykkur við hlutina eins og þeir eru og trúa því að þið getið engu breytt sem ég held mjög margir geri. Þið gerið ykkur ekki ljóst að þið búið yfir þessum mætti, þið verðið bara fyrst að ná ákveðnum markmiðum.

Núna ætla ég að reyna að gera þetta aðeins meira auðveldara fyrir ykkur. Róni niðrí bæ. Hann segir eitthvað en hver tekur mark á einhverjum róna niðrí bæ, það er ekkert vit í því sem hann segir, bara tóm vitleysa, en kannski er í alvöru heilmikið vit í því sem hann vill segja, við viljum bara ekki hlusta. Ástæðan fyrir því að við hlustum ekki á rónann er augljós, hann er bara róni og aumingi og maður á ekki að taka svoleiðis fólk til fyrirmyndar. Ef þessi sami maður væri vel menntaður þá virðist vera miklu meira til í hlutunum sem hann segir. Þá getur þessi maður haft áhrif á aðra og einhverjir verið sammála.

Eina leiðin til þess að þið getið mótað heiminn í kringum ykkur og haft áhrif er semsagt að verða samfélaginu ykkar til fyrirmyndar því að þá fer fólk að hlusta og finnast jafnvel allt sem kemur útúr ykkar munni vera alveg voða mekilegt því að það eruð þið sem sögðuð þessi orð, fyrirmyndin sjálf. Þannig hafið þið áhrif á aðra og getið mótað heiminn í kringum ykkur.
Jesús höfðar mjög mikið til mín og ég vil líkjast honum. Hann var svo fullur sjálfstrausts og það var margt mjög mikið af viti sem hann sagði en einhver róni hefði nú samt alveg dottið í hug svipaða hluti og hann án djóks. Hefði fólk hlustað á Jesús ef hann væri feitur og drykkfelldur? ég held ekki. Jesús lifði greinilega fyrirmyndarlífi.

Ég hvet ykkur alveg endilega til að lifa svona, ég ábyrgist það að þið eigið eftir að verða miklu hamingjusamari og þið fáið líka miklu meira útúr lífinu en flest fólk gerir. Þetta er ekki eins erfitt og manni sýnist. Fullkomin hamingja er ekki til en maður hefur lifið góðu lífi ef maður stefnir á það og gerir sitt besta. Aldrei að vita nema fullkomin hamingja verði til einhvern tímann í framtíðinni, maður veit aldrei.