Hmm, önnur grein?
Sjáum hvort mér tekst að klára þetta…
Jú, ég er víst ennþá með hringi og spírala
á heilanum og leita enn að svörum…
sem ég reyndar tel mig hafa fundið að
nokkru leiti. En bara að nokkru því hver
veit hvaða vitleysu ég er að láta út úr mér
núna…
Pýþagoras
Pýþagoras var grískur stærðfræðingur sem
var uppi á 5. öld fyrir Krist. Meginframlag
hans var Pýþagorasarreglan (a^2+b^2=c^2)
og gullna sniðið (1.61803398874989…..).
Eftir hann kom heill flokkur stærðfræðinga
sem kölluðu sig pýþagorngar.
Hringir
Eru fullkomnir hringir mögulegir?
Því miður liggja engir tveir punktar hrings
í beinni línu frá hvor öðrum, þannig að til
að búa til fullkominn hring þyrfti óendanlega
marga punkta, hver þeirra óendanlega nálægt
næsta punkti í röðinni. Því ef einn punkt
vantar í ferilinn er þetta ekki hringur.
og ef lína er dregin milli punktanna í hringum
er hann einfaldlega orðin marghyrningur.
En hver gæti svo sem séð muninn á hring og
reglulegum 2000 hyrningi?
Fullkominn hringur hlýtur þá að vera ómögulegur!
¶
pi = 3.141592653589793238462643883…
Sé ummálið á hring tekið og deilt með
þvermálinu fæst þessi gamalkunna tala.
Reyndar er hún miklu lengri, eða því lengri,
því fleiri “hliðar” sem hringurinn hefur.
Því þar sem hringur hefur óendanlega margar
hliðar er pí einnig óendanlega löng, óræð.
Ég gerði reyndar litla tilraun…
Með því að deila ummáli 6 hyrnings og lengdinni
frá miðju hans að einu horninu fæst talan 3.5.
ég gerði það sama við 8 hyrning og nú var talan
nær 3. Síðan prófaði ég 10, 11, 12, 13, 14 hyrning
og talan, viti menn! nálgaðist töluna pi!
En almennilega námundun tölunnar fékk ég ekki út
fyrr en ég var kominn upp í ca. 20000 hliðar.
Pýþargorasarreglan
Nú er ég kominn á þá skoðun að hringir séu
ómögulegir, en enn er von.
Segjum svo að ég taki band og sveifli því
í hring (ég er úti í geimnum, svona til að
taka allan vafa af). Sporgaugur bandsins
hlýtur að mynda hring, ekki satt?
Og hver einasti, óendanlega litli punktur
í ferli hringsins hefur verið snertur af
bandinu. En ég myndaði ekki hring þannig
séð, ég ímyndaði mér hann á meðan ég sá
bandið fara í hring. Þar af leiðandi
hlýtur fullkominn hringur að vera til,
að minnsta kosti í huglægu formi!
Með hjálp pýþargorasarreglu athuga ég þetta:
a²+b²=c². Þetta þýðir að með því að vita
lengdina á tveimur hliðum þríhyrnings get
ég fundið þá þriðju út. Með smá tilfæringu
fæ ég y²+x²=r², þar sem r er radíus hrings
og x og y hnit punkts.
ég gef mér að r=5 (hvaða mælieining sem er).
ég byrja á að gefa x gildið 1.
1²+y²=25, y²=25-1, y=sqrt(24)
þannig fæ ég út hnitin (1, sqrt(24))
Með því að gefa x mismunandi gildi þannig að
x > -r og x < r og reikna síðan út y
fæ ég hnit sem passa öll NÁKVÆMLEGA á réttan
stað í hringinn minn. Það þarf því engann að
undra að grafið fyrir Pýþargorasarreglu er
hringur.
En hvað eru eiginlega margar tölur
milli -5 og 5?
Niðurstaðan er sú að hringir séu mögulegir,
en aðeins óhlutbundir hringir.
En hvað með spírala?
Eru þeir eitthvað frábrugðnir?
Hringlaga spírall
y²+x²-x=r²
Þetta er mín lausn á vandamálinu, radíusinn
bætir við sig gildinu x á hverjum punkti
þannig að “hringurinn” verður í raun að
spíral. Þannig ætti hinn fullkomlega
hringlaga spírall að vera jafn mögulegur
og hringur.
Tja… hvað haldið þið?