Sælt ágæta “huga”fólk.
Áður en ég byrja vil ég segja að með skrifum mínum er ég ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr neinni trú eða neinum skoðunum annarra einstaklinga.Ég er einungis að tjá mínar skoðanir og mín álit á þessum málum sem ég hef virkilega skoðað og hugsað töluvert um.Það sem á eftir fer eru djúpar pælingar á lífinu og dauðanum og spurningu sem hver manneskja fær aðeins svarað með því að deyja : Er líf eftir dauðann?
Þetta er spurning sem margur hefur án efa spurt sig að og uppi eru skiptar skoðanir á hvað taki við eftir líf okkar á jörðu.
Ég hef lengi velt þessu fyrir mér og verið forvitinn um dauðann.
Það sem drífur áfram þessar pælingar mínar um líf og dauða er einfaldlega hvort eitthvað taki við.Hvort einstaklingur fari á “einhvern stað” (líkt og er boðað í mörgum trúm),endurfæðist eða hvort hann/hún hreinlega hverfi af yfirborði jarðar (líkami verði að jarðvegi og “sálin” (ég hef trú á að allar persónur hafi sál - eitthvað innra með þeim) “hverfi” líka.Það er margt sem margur getur spáð í þegar kemur að því að svara hvort og hvað tekur við eftir að líf manns endar.Það sem ég hef gert mér í hugarlund að gerist eftir dauða er eftirfarandi :

a)Einstaklingur sem deyr endar sem sál í “himnaríki” eða “helvíti” þar sem hann/hún mun vera það sem eftir er.Í Biblíunni er hvergi talað beint um helvíti.Aðeins um “stað sem vondir sóttu” ef ég nota orðalagið nákvæmlega.Ég trúi því að ef “himnaríki” sé til þá sé og til “helvíti” því að mínu mati þrífst ekkert gott nema illt sé þegar til staðar og öfugt.
En þá kemur upp spurningin : Ef svona yfirnáttúrulegt afl er til staðar og staðir líkt og nefndir að ofan eru til,fyllast þeir aldrei?Þetta er soldið skondin spurning en samt er vert að íhuga hana.Hvernig væri jörðin til að mynda ef aldrei dæi nein/n og jörðin myndi hreinlega fyllast?

b)Einstaklingur sem deyr endurfæðist í líkama annars manns (algerlega óafvitandi af fyrra lífi - mörgum finnst sem þeir hafi verið eitthvað í fyrra lífi og enn aðrir halda því fast fram).
Ef einstaklingur endurfæðist þá spyr ég sjálfan mig : Yfirgefur sál einstaklings þá strax líkama og færist í nýjan líkama sem t.d. nýfætt barn og tekst þar með á við lífið frá byrjun?Eða hreinsast sálin áður en hún tekur sér samastað í þeim nýja líkama sem einstaklingurinn fæðist í?

c)Einstaklingur sem deyr “hverfur” algerlega og mun ekki endurfæðast heldur (líkt og er talað um í annarri grein hér) sofna hinum “eilífa svefni”.Þar með mun slökkna á líkamanum og sálin mun deyja með?Vottar hafa sérkennilega trú á þessu.Þeir trúa því að einstaklingur sem deyi muni ekki endurfæðast né að sálin muni fara á “einhvern stað” líkt og himnaríki og helvíti.
En ef einstaklingur velur að lifa með Guðs orði þá muni hann ekki deyja heldur enda á “stað” með öðru útvöldu Guðs fólki.Þessi staður er sú paradís sem mannfólkið þekkir úr sögunni með Adam og Evu.Paradís sem aðeins þeir útvöldu fá að lifa í og aðrir sem ekki eru útvaldir munu deyja (bæði líkamlega og andlega).En svo tala þeir líka um að enn aðrir útvaldir fái að þjóna guði á stað sem þeir kalla þó ekki himnaríki.Þeir trúa ekki því að neitt illt sé til staðar (djöfullinn,púkar og þess háttar).Þeir trúa einungis á að illt geti hvílt í mannskepnunum.

Ég sem einstaklingur trúi því að Guð sé til (fólk verður að því er ég tel að hafa trú í lífinu til að veita stuðning,hjálp og til að drífa mann áfram í gegnum lífið þegar það leikur mann grátt).
Ég vil líka trúa því að einstaklingur deyi ekki sem sál heldur að líkami hans muni deyja.Ég tek það fram að ég VIL trúa því.Samt er alltaf eitthvað sem togar mig æ meira í átt að þeirri trú að einstaklingur muni deyja bæði líkamlega og andlega.En eins og ég sagði þá eru þetta allt eintómar pælingar.En gaman væri að fá álit,skoðanir,hugsanir og pælingar annarra aðila hér á Huga.
Kveðja,
Olgerland.