Í þessari grein mun ég fjalla um hvað sést ef rýnt er nógu vel. Ég mun tala um skoðanir, stefnur og
smekksatriði. Hvernig þessir hlutir geta líkst hvorum öðrum, bæði í mismunandi myndum og formum.
Ef að aðili segir að tónlistarsmekkur sinn sé “bara allt það sem fm957 spilar” þá er
sá aðili leiddur af öðrum smekkshafa.
Líkja mætti þessu dæmi við trú, því jú sumir hlusta á tilteknar útvarpsstöðvar og líkar við þá tónlist en ef sú stöð spilar lag sem aðilanum mislíkar þá skiptir hann einfaldlega um stöð. Hinsvegar ef að trúarflokkur breytir eða hagræðir stefnu sinni þá fylgir fólk samt flokknum þrátt fyrir að skoðun þess sjálfs stríði lítillega eða mikið gegn sinni eigin trú. Að sjálfsögðu ef að fólki finnst flokkur sinn ekki sinna sínum málum þá gengur það úr þeim flokki. Þá er ég ekki aðeins að tala um trúarflokka heldur líka stjórnmálaflokka og einnig hvers kyns aðrir hópar.
Stjórnmála- og trúarflokkar draga fólk á sitt band og á sínar skoðanir en mistekst að leyfa fólki að rækta sínar eigin skoðanir án þeirra samþykkis því þú verður að hafa sömu stefnu og þeir því annars tilheyrir þú ekki þeirra flokki.
Ef fólk er gagnrýnið þá lætur það sig ekki vera teymt
á aðra skoðun en sú sem sín eigin sannfæring mælir um.