Hver eruð þið? Ég þekki ykkur ekki og langar helst ekkert til að þekkja ykkur. Þó langar mig til að vera góður við ykkur. Þið eruð hér á þessari jörð og þið eruð föst í eintómri andlegri og efnislegri rútínu. Hugur ykkar er eins og sýrutripp ef svo má að orði komast. Þekkið hann ekki og vitið ekkert hvernig hann virkar né hvernig það virkar sem fyrir utan ykkur er. Þið liðist í gegnum daginn og þegar þið gangið í gegnum rútínur ykkar kemur alltaf það sama upp í huga ykkar, enda ekki skrítið, ekki skapið þið ykkar eigin hugsanir, eða hvað? Eruð þið svona öðruvísi en allir? En það er eitt sem þið getið gert, þið getið leitað meira og betur (m.ö.o. læra meira og betur).
Því hugur ykkar er ekkert öðruvísi heldur en líkami ykkar að því leitinu til að hann hefur minni. Þið getið haft áhrif á minni ykkar með því að gera nýja hluti og koma nýjum tengingum af stað í heila ykkar. Tökum sem dæmi: Þið eruð að læra á hljóðfæri og þið byrjið á því að gera hlutina hægt og vandlega, eruð varkár fyrir öllum ykkar vöðvahreyfingum og passið ykkur að vera ekki „tense“ neinstaðar. Svo þegar tíminn líður að þá verða þessar hreyfingar kunnuglegri og auðveldari og þið verðið betri í því sem þið eruð orðin vön í og reynið nýja hluti. Enda er skilningur manna í brotum og svona verður þetta að vera gert. Einnig eigið þið að gera þetta í einu og öllu sem kemur ykkur við. Enda eruð þið ekki meðvituð allar stundir um ykkar gjörðir. Þið reiðist, þið blótið og gerið það sem þið sjáið eftir og ykkur virðist vera alveg sama því „svona er heimurinn“ og það kjaftæði. Nei svona er ekki heimurinn, svona eruð þið. Og þið hafið val á öllu sem ykkur býðst enda þarf sonurinn ekki að erfa syndir föðursins. Og það er staðreynd. Það sem þið gerið í lifanda lífi hefur áhrif á hvernig gen erfast til næstu kynslóðar og eru gen vissulega mis ríkjandi og sterk í aðilum. En ég er þeirrar trúar að þetta sé kjaftæði og það hefur virkað fyrir mig og allar þær „vondu“ erfðir sem ég er/var með eru einfaldlega ekki til staðar vegna þess hvernig ég hef valið eftir því sem ég lifi.
Það sorglegasta við hvernig þið (lýðurinn) eruð er hvernig þið eruð samstíga og hrædd við hvað öðrum finnst um ykkur. Enda er það bara liður af því sem ég var að nefna hérna að ofan, þetta fellur bara í vana, en alls ekki misskilja mig, aldrei skal góðum vana vant af látið. Þó er það ekki tilvikið hér. Ég er auðvitað að tala um trúnna núna. Þið vitið ekkert hvað þetta er og þó segist þið vita og þegar einhver segir að þið vitið ekki að þá reiðist þið eins og það sé verið að stela einhverju af ykkur og fussið bara og sveiið. Fyrir ykkur er trú bara trúarbragð og þið sjáið ekki lengra en nefið á ykkur og það sem ykkur er „gefið að borða“ ef ég má orða það þannig. Nú er ég hlynntur t.d. miklahvelli enda dettur mér fátt betra í hug sem skýringu hvernig þessi heimur varð, að hann varð til úr engu. Sniðugt ekki satt? Allt kemur úr engu? En hvernig varð ekkert til? Og hvernig varð það til sem bjó ekkert til osfv. Ég get ekki neina beina skýringu gefið aðra en þá að það er eitthvað, ég kýs að kalla það Guð, sem skapaði það. Og ef þið vogið ykkur að hugsa um kallinn í skýjunum og þessa uppmáluðu mynd sem kirkjan hefur búið til til að sefja ykkur og hafa af ykkur peninga og ykkar líf að þá er þið glötuð fyrir mér.
Trú, skal útskýra það með mjög einföldum orðum. Trú er staðfesta á einhverju sem þið vitið. Ég trúi því t.d. að ég sé að skrifa þessi orð í þessa grein og þannig á þetta við um allt. Þið eruð með trú þó svo að þið trúið því eða ekki, því ef þið tryðuð því ekki að þá væruð þið búin að kollvarpa tilveru ykkar. Trú er bara mismunandi sterk. En ég ætla ekki að fara að draga þetta.
Nú það sem ég vill kynna ykkur fyrir fremst af öllu er kærleikurinn. Hvað sem þið gerið, hvað sem það er, ef þið gerið það ekki af kærleik að þá hefðuð þið alveg eins getað sleppt því. Kærleikurinn þráttar ekki, hann öfundar ekki, hann reiðist ekki, hann er stöðugur í trú sinni og hann er allt í öllu því sem gott er. Já þið þekkið það sem gott er og það sem vont er, það sem rétt er og það sem rangt er. Þið getið auðveldlega komið með þessa þráttun á að það sé ekkert gott og ekkert vont. Það er bara kjaftæði því þið eruð með skynfæri og þau eru að segja ykkur það sem er núna. Þannig þakkið fyrir það að vera með þau og lifið eftir því sem ykkur var kennt um þetta því þið vitið muninn á réttu og röngu. Og ekki reyna að segja eitthvað annað.
Þetta er bara brot af því sem ég hef lært. Lesið í ritningarnar og hyggið að lífinu því það er stutt, þið deyjið öll sem og mun ég deyja líka. En biðjið fyrir því að deyja ekki hinum öðrum dauða. Og lifið ekki í helvíti því ef þið gerið ekki það sem ég sagði hér að ofan, að þá eruð þið þegar þar. Þið eruð öll guðir en þið eruð ekki guð guðanna. Treystið mér fyrir því. Bestu kveðjur til ykkar allra og ég bið fyrir ykkur í laumi svo satan í ykkur éti ekki frá ykkur vitneskju ykkar og geri ykkur jafn heimsk og þið komuð inn.
Ég veit hver ég er, hvaðan ég kom og hvert ég fer. En vitið þið það?