Síðan ég man eftir mér hef ég haf efasemdir um Guð. Mér hefur aldrei fundist ég passa inn í þá trú. Oft fundist kristintrú algjör þvæla en ég hef oft leitað skjóls til, má segja persónu sem ég kalla guð og hef einhvern veginn troðið þessari persónu inn í kristnatrú í mínum huga. Alltaf hjálpaði þessi persóna mér.
Ekki get ég sagt að hún sé maður. Ég sé samt þessa persónu fyrir mer í mannlegri mynd.
Mér finnst mjög erfitt að lýsa þessari persónu því hún virkar á mig eins og tilfinning.
Stundum grunar mig að þessi guð minn sé verndari minn í lífinu. Einhver sem þykir vænt um mig og styrkir mig.
Ég fór að hugsa meira um þetta þegar ég fermdist. Ég veit hver tilgangur fermingar er og hélt ég væri að gera rétt og hugsaði að þessi kristnatrú sem tengist biblíunni væri mín trú. Nú finnst mér eins og ég hafi fermst vegna þrýstings frá því að þurfa vera eins og aðrir…eða eitthvað svoleiðis.
Það hlaut að vera eitthvað annað og rétt!
Ég fór að hugsa um hvernig ég sé heiminn, hvernig líf mitt er og af hverju hitt og þetta sé eins og það er.
Ég hef eignilega alla mína æfi verið hrædd þegar ég ligg uppi í rúmi og ætla að fara að sofa, ein og með öll skilningarvitin í því hæsta. Svo var það á tímabili sem mér fannst einhver vera stanslaust að fylgjast með mér. Mér fannt eg sjá andlit í rúðum og augun á andlitinu stara á mig, illilega. Ég talaði svo við mömmu vinar míns sem sér árur og fleira í þá áttina og hún sagði mér að setja krossa í alla glugga og fara með litla bæn sem hún lét mig hafa, áður en ég færi að sofa. Ég efaði að það myndi virka en það gerði það samt.
Ég hef oft farið með faðirvorið þegar eitthvað er að sem ég skil ekki og oft finnst mér það virka. Mamma gerði það oft líka þegar ég var hrædd við eitthvað sem ég virtist sjá og það virkaði líka.
Eitt hef ég tekið eftir! Ég er alltaf með hugann við eitthvað annað, ég bið um hjálp annarsstaðar án þess að taka eftir því. Ég held ég viti alveg hvaðan þessi hjálp er. Mínum eigin guði, verndara.
Þegar mér líður illa og kvarta um það í huganum og lýsi því hvernig mér líður fyrir sjálfri mér finnst mér stundum eins og einhver geti heyrt í mér. Hún/hann kemur þá til mín og mér finnst einhver skilja mig. Ég heyri ekkert, sé ekkert. Ég fæ bara þessa góðu tilfinningu. Ég róast og reyni sjálf að hugsa jákvætt, reyni að gera gott úr því vonda.
(Þarna var ég þá í rauninni að hressa sjálfa mig upp, ég ákvað að lífið væri ekki búið og allt gæti gerst. Hún/Hann er þessi tilfinning. Það góða í mér huggaði það litla í mér.)
Oft finnst mér eins og ég skipti miklu máli í þessu lífi, eins og mér sé ætlaði að gera eitthvað stórt. Ég segi við sjálfa mig að þarna sé ég að bara að bulla eitthvað og reyni að hrissta það af mér.
Gæti það verið þessi guð, verndari, persóna sé að láta mig reglulega vita af því?
Hver manneskja er mikilvæg og svo er ekki beint hægt að segja hversu stórt verkið þarf að vera til að það hafi einhver áhrif á einhvern annan eða annað.
Ég var greind með síðdegisþungyndi og minnir hvíðaröskun. Ég hugsa mjög oft um það hversu tilgangslaust það er að vera hér. Hversu ómerkileg ég er, ég geri varla neitt og ég er latari en allt. Svo skíst þetta inn í huga minn og stundum er eins og að orðið BÚMM sé fyrir framan mann með stórum, rauðum stöfum með helling af upprhrópamerkjum.
En ég hef svo eina aðra kenningu um minn guð. Hann er í hausnum á mér, tilfinningar, hluti af þeirri staðreynd að ég sé til. Allt sem ég geri og finn, vonir mínar, efasemdir, áhyggjur, vilji og mín eigin trú og upplifun skapar minn heim, mitt líf. Mitt líf hefur svo áhrif á líf annarra og aðrir eiga sér auðvitað líf líka og hafa þannig áhrif á mig líka.
Þessi útskýring er ruglingsleg en ég vona að einhver skilji mig, allavega eitthvað. Það er bara alltaf svo erfitt að útskýra svona lagað.
Það má segja að þessi guð minn og verndari sé í rauninni ég, hluti af mér allavega en af því að ég er mannleg, hef lítið sjálfsálit og traust og trúi ekki að ég sé nógu sterk þarf ég einhvern annan til að hjálpa mér eða gera verkið. Guð.