Kenning Marx er tilkomumikil tilraun til að fella margar ólíkar
hugmyndir saman í eitt kerfi, skýra þróun manns og heims, greina
mótsagnir borgaralegs skipulags, sem þá var að taka umskiptum vegna
örrar iðnþróunar og benda á lausn þeirra.
Marx hafði fest sjónir á nýju sögulegu afli, öreigastéttinni,er
hann kallaði svo, iðnverkamönnum borganna, sem áttu ekkert að selja
á frjálsum markaði nema vinnuafl sitt
Þessi nýja stétt væri skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar og hún
yrði að taka ríkisvaldið í sínar hendur og koma framleiðslutækjum í
sameign.
En hvað er nú lifandi og hvað dautt í kenningu Karls Marxs? og má
að einhverju leyti rekja kúgun og fátækt í þeim löndum, sem
Marxistar réðu yfir, til brotalama á kenningunni eða fór eitthvað
úrskeiðis í framkvæmdinni?
Marxs gerðist guðleysingi og kynnti sér líka kenningar franskra
sósíalista , félagshyggjumanna einkum þeirra Saint-Simons og
Fouriers, sem kröfðust þjóðnýtingar allra framleiðslutækja.
Fyrsta og eina fasta starfið sem Marxs fékk um dagana var þegar
hann varð ritstjóri blaðs eins í Rínarhéruðunum 1842-1843 ,
“Rínartíðinda”. Í það skrifaði hann fyrstu grein sína gegn
sérreignarréttinum.
Viðartekja í skógum Rínarlanda hafði í aldaraðir verið ókeypis og
frjáls og hver sem vildi mátti hirða fallna trjástofna. Nú var að
myndast skortur á timbri svo að lög voru sett um það að
landeigendur mættu einir hirða þann við sem félli á lendi þeirra.
Þessu andmælti Marxs harðlega. Voru þeir sem gerðu aðra að
ræningjum með því að setja þessi lög ekki í raun og veru ræningjar
sjálfir? Væri ekki eðlilegast að leyfa hinni gömlu venju að ráða?
Í Parísarhandritunum og öðrum verkum sínum á þessum tíma (1843)
hélt Marx því fram að trúarbrögð væru til marks um flótta manna frá
sjálfum sér; með þeim deyfðu þeir aðeins þjáningar heimsins;
trúaðir menn væru af þeim sökum firrtir, ófrjálsir: “Trúarbrögðin
eru ópíum fólksins”.
Marx beitti svipaðri hugsun á eigin kynþátt sem þá og síðar var
þekktur fyrir að gefa sig að kaupsýslu, gyðingar væru firrtir á
meðan þeir væru gyðingar, ófrjálsir líka.“Hverjar eru veraldlegar
þarfir gyðingdómsins? Kaupmangið. Hver er veraldlegur guð hans?
Peningurinn. Þetta skrifaði Marx. ”Gott og vel! Lausn úr álögum
kaupmangs og peninga, með öðrum orðum úr hinum raunverulega
veraldlega gyðingdómi, er frelsun aldar vorrar."
Aðalatriðið er, að í París var Marx orðinn sannfærður um að séreign
og samkeppni á markaði afsiðaði menn, fengi þá til þess að líta
hver á annan sem hluti, hefti þroska þeirra. Menn væru ekki
frjálsir á markaðnum, heldur firrtir; þeir væru þar á valdi
annarlegra afla markaðslögmálanna, framleiddu fyrir aðra, ekki
sjálfa sig; þeir týndu sjálfum sér, alveg eins og þ