það sem ég hef verið að pæla í undanfarið mjög mikið er tilveran í sjálfu sér.
margir spurja sig hver tilgangur lífsins sé eða afvherju við séum hér. mitt svar við því er: enginn og tilviljun. samkvæmt þróunarkenningu Darwins höfum við þróast út frá mannöpum fortíðarinnar og erum því ekki ein og sér “superior” í þessum heimi. einnig ef fólk kann eitthvað í erfðafræði þá sýnir það vel hvernig börn verða til og hefur ákveðin manneskja að nafni guð ekkert með það að gera, en ég mun fara nánar í það seinna. Lögmálið um óháða samröðun segir að hrein tilviljun sé hvernig afkvæmið verður og þarafleiðandi er tilvera þín jafnt og mín einungis tilviljun.
Nú ætla ég að snúa mér að trúarbrögðum. Mörg trúarbrögð eru til í heiminum, m.a. kristni, búddismi og múhammeðstrú. öll þessi trúarbrögð fara út á það að til sé guð sem ræður yfir lífi manna og hafi full völd yfir öllu og hafi skapað allt (ég er ekki trúabragðafræðingur og ef ég fer með rangt mál, endilega leiðréttið mig, alltaf gaman að læra nýtt). Annað trúarbragð er hindúismi, en hann hefur þá sérstöðu að trúa ekki á neinn guð, engan skapara eða einhverjum æðri kröftum en manni sjálfum. Þeir trúa hinsvegar á það góða í manninum.
Mín skoðun á þessu er að guð sé ekki til og er ég skilgreindur sem níhilisti (ljótt orð) sem merkir að ég trúi ekki á neitt. Samt tel ég að trúarbrögð sé góður hlutur ef hann er notaður rétt, s.s. til að gefa fólki von eða ástæðu til að lifa áfram. annars vegar er ég á móti því að trúarbrögð séu notuð sem ástæðu/afsökun fyrir stríð eða morð, líkt og krossfarirnar fyrr á öldum.
Svo var annað sem ég fór að pæla í… hvað er dauðinn og hvernig er hann? ég hef talað við fólk sem hefur sínar kenningar og svo fólk sem hefur verið (læknisfræðilega) dautt í einhvern tíma. Og það næsta sem ég kemst til að lýsa dauðanum fyrir lifandi fólki er þessi: þið vitið öll hvernig er að sofa án þess að ykkur dreymi, ef ekki ráðlegg ég ykkur sterklega að prófa að fara að sofa kl. 4 um nótt og vakna kl. 7. ykkur finnst tíminn hafa flogið framhjá ykkur og þið munið ekki eftir einu né neinu sem gerðist meðan þið sváfuð, né heldur nákvæmlega hvenær þið sofnuðuð. Svona tel ég dauðann vera, með þeirri undantekningu að þið vaknið aldrei, og gerið ykkur aldrei grein fyrir að þið hafið dáið, ég tel allt vera búið þegar heilinn hættir að starfa.
Jæja þá hef ég komið mínum pælingum á framfæri og vona ég að þið komið ykkar skoðunum einnig hingað.
<A HREF="