En þegar maður fer að velta því fyrir sér af hverju akkurat þetta myndi veita manni hamingju. Þetta kann að hljóma „samsærislegt“, en það er að vissu leyti af því að samfélagið segir ef okkur tekst að lifa fyrimyndarlífi að þá erum við frjáls. Við leitum alltaf af frelsi af því það er í okkar náttúru, þar sem er ekkert stress og allt gengur í haginn viljum við vera. Eins og aparnir í dýraríkinu vilja halda sér á öruggum stað svo að rándýrin nái ekki til þeirra.
Ég ætla að segja mitt álit á þessu og það er að við lifum í svo mikilli blekkingu að við blekkjum okkur sjálf um að við séum ánægð og á réttri braut. Hér kem ég að heimspekinni, ef þú hefur ekki upplifað eitthvað að þá geturu ekki sagt fyrir víst að það sé ekki til. Sem dæmi, Afríkubúar eru miklu óhamingjusamari vegna þess þeir eiga ekki pening eða ef ég fer ekki í háskóla verð ég aldrei vel þénaður. Sókrates sagði nokkurn vegin það að meirihlutinn hefur oftar en ekki rangt fyrir sér, speki sem varð honum til bana í réttarhöldum. Hávamál sögðu m.a „vits er þörf þeim víða ratar“ sem á nútímamáli merkir að sá sem ferðast er vitur, skrifað á tíma þegar menn silgdu í allar áttir til að upplifa ævintýri.
Ef ég blanda þessu tvennu saman hlýtur maður að sjá munstrið. Ef við gerum dæmi um mann sem vinnur við eitthvað hámenntað starf, hann á risahús og er í toppstöðu innan fyritækis. Hann á nokkur bráðmyndarleg börn og fokdýran bíl að frátöldu konu sem hann vill gera allt fyrir. Leggjum nú saman 1+1. Hann tekur kansi kúlulán(eða há lán) fyrir kaupum sínum, hann skuldar helling sem er ekkert mál (enginn Íslendingur sem ekki er blankur er alveg skuldalaus), hann vinnur bara harðar af sér. Hann vinnur að lágmarki 60 klst vinnuviku til að hafa í alla fjöldskylduna, hann á næstum ekkert einkalíf með konu sinni sem heldur kanski framhjá honum og heimtar á sama tíma demanta. Hann á krakka sem fá allt uppí hendurnar sem hann þekkir ekki neitt útaf allri vinnuni , krakka svo freka að þau dæma föður sinn einungis útfrá hvað hann gefur þeim mikið (mjög algengt). Glansandi bílinn á hann einungis til að geta montað sig fyrir framan aðra og gefið villandi merki „sjáið mig, ég er frjáls og hamingjusamur“. Hvernig líður honum svo í alvöru, líklega hugsar hann um hvern einasta dag hvað hann hatar starfið sitt og hlakkar til að klára daginn. Telur niður tímann þar til hann verður komin á aldur fyrir eftirlaun(og vera þá loksins frjáls), hugsar stöðugt um hvað hann getur ekki beðið þar til hann fær smá frí og alla ævi hefur hann þróað hæfileikann að láta tímann líða hraðar og hraðar. Svo kemst hann loksins á eftirlaun, þegar fólk er komið á sjötugsaldurinn ef það ekki að fara skipta um lífstíl, það er orðið alltof seint!
Höfum það í huga hvað maður er lítill af heiminum, það er spáð því að á okkar líftíma verði mannkynið 12 milljarð manns og það er bara tímaspursmál að allt fari til fjandans enn og aftur, og svo aftur. Við lifum í mesta lagi í hundrað ár sem eru einungis 27 þús dagar! Haldið þið að einhver gefi skít um ykkur eftir 500 ár? 100 ár? eða núna? Allir munu enda sem minning(mesta lagi), meiraðsegja Jesús. Ég spyr, hvað ert þú að pæla?
Nietzsche sagði að maður ætti aldrei að forðast sársauka í lífinu við erum aldrei meira lifandi þegar við tökum á sársaukanum eins og hann er. Það er neflinlega ekkert auðvelt fyrir fisk að synda á móti straumnum. Hvað sem þið viljið vera í lífinu dýpst inni kostar þjáningu, því meiri þjáning því meiri hamingja og uppskera verður á eftir.
En þið verðið að vita hvað þið viljið, ég veit hvað ég vil og hef lagt mikla þjáningu í að ná árangri í því. Ég veit að ég ætla ekki láta aðra segja mér hvað er gott og hvað ekki. Ég veit að ég vil upplifa allt sem lífið hefur uppá að bjóða áður en ég legst í kistuna. Ég veit ég vil frekar deyja snemma í frelsi en seint í helsi. Hef ekki mikið meira að segja um þetta mál. Í stuttu máli er fyrir mér frelsi að vera ekki háður neinu, ég get staðið upp og farið að starfa sem sjómaður Chile ef ég kæri mig um það. Af því ég er frjáls þá get ég það. Ég get gengið í burt frá öllu af því ég er frjáls og ekkert skiptir mig of miklu máli til að ég geti ekki verið án þess!
p.s Þetta lýsir mér kanski ekki 100% en þetta er mitt álit hvað frelsi gæti verið.
//