Sæll Midgardur.
“Þegar ég vísa til þess “að vitum ekki endilega alltaf hvað kemur okkur best”, þá getum við gengið í gegnum þannig æviskeið að okkar heilbrigða skynsemi virkar ekki sem skyldi… “
Ég bara verð að vera ósammála þér. Ég er fjálshyggjumaður og trúi því að við séum nógu skynsöm til að taka ákvarðanir um hvað sé okkur fyrir bestu.
Hitt er svo annað mál ef ég vel eitthvað sem er ekki gott fyrir mig, er það mitt mál og minn réttur sem þegn í lýðræðisríki. Það á ekki að koma neinum við svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum en mér.
Í öllum löndum eru til stofnanir sem taka á móti fólki sem býr ekki yfir þeirri skynsemi að vita hvað er rétt og rangt. Fangelsi, meðferðarheimili, spítalar o.s.frv. Ef þó ert óviss um sjálfan þig eða fólkið í kringum þig ættir þú kannski að skoða þá kosti sem eru í boði.
”Það er ekkert í hinum frjálsa markaði sem verndar okkur þegar svo er ástatt. Þvert á móti þá er innbyggt í markaðinn að nýta sér þörf sem byggist á skynsemisbrestum eins og hverja aðra þörf. Enda virðist gg vita það full vel og nefnir lög og reglur, en réttarríkið er auðvitað ein mikilvægasta stoð markaðssamfélagsins. Án þess yrði það fljótlega ofríki ruddanna að bráð. “
Ég er ekki alveg að skilja þig. Viltu fá mjólkurmiða frá ríkinu eins og á árum áður. Fá skammtað sælgæti fyrir hverja helgi og kannski áfengi? Kippu á mann, eins gott að það væri ekki meira en kippa, annars gætir þú orðið fullir og skynsemisbrestur átt sér stað!! Ertu hér einnig að gefa í skyn að ef ekki væri markaðssamfélag væru lög, reglur og gæslumenn óþarfir??? Svo mikil rökleysa er þessi fullyrðing að hún svarar sér sjálf!
”Lög og reglur verða ekki til úr engu og úrskurðir ekki heldur. Á vissan hátt má þó segja að löggjafinn í frjálsum lýðræðisríkum sé eins konar frjálst markaðstorg. Fyrirtæki (flokkar) sem “framleiða” góð lög eiga samkvæmt kenningunni að njóta meiri vinsælda og fá betri…”
Bíddu bíddu. Flokkarnir keppast um að sinna þegnunum sem best. Reyna höfða til sem flestra í öllum málum. Þetta gera þeir með því að leita til okkar. Ég trúi því að fólk sé nógu skynsamt til að hafa skoðun á málefnum líðandi stundar, að fólk nýti kostningarétt sinn og hafi þannig áhrif á hvernig hlutum er háttað. Þetta er grunn stoðinn í öllum lýðræðisríkjum, með því að finna að þessu ertu að staðfesta komma grunnsemdir mínar sem virðast búa í þér.
Þú hefur greinilega litla trú á þegnunum, en sem betur fer eru þínir líkir í minnihluta. Það er alveg greinilegt að miðstýringu viltu. En veistu, það er bara búið að prófa stjórnarfar eins og þú kýst í fleiri fleiri löndum með hræðilegum árangri. Kommúnisminn er Útópía sem virkar ekki. Það er bara þannig og ekkert flóknara en það. Þú ættir að kynna þér aðeins söguna áður en þú kemur með einhverjar svona draugasögur sem byggja, ekki einu sinni á sandi, frekar eitthvað í áttina að lofti!.
Af hverju heldur þú að við sem búum við umrætt kerfi höfum svona miklu fleiri valmöguleika, kaupmátt og tækifæri? Það er engin tilviljun.
”Gagnrýni mín á (það sem virðist vera) hugmyndafræði nútímans, að auður sé eini hvati vinnunnar felst einmitt í þessu. Við erum búin að umbreyta allt yfir í fégræðgi. Við virðumst ganga að því vísu að allir sækist eftir peningum. Það glymur stöðugt yfir okkur sú klisja að til að fá hæfasta fólkið þurfi að greiða því góð laun. Mín skoðun er sú að með því erum við eingöngu að höfða til fégráðugasta fólksins. “
Ég þekki mun meira af fólki sem er sátt í sinni vinnu, með bílinn sinn, húsið og fjölskylduna, en ekki. Það er staðreynd að yngra fólk hefur átt í töluverðri tilvistarkreppu, og lýsingarnar þínar benda til þess að sjóndeildarhringurinn þinn í þessari umræðu sé fastir í þeim hópi samfélagsins (og í raun aðeins brot af þessum hópi sem á við þetta vandamál að stríða).
Það er rannsókn sem kennd er við Howthorn sem hópur af vísindamönnum frá Harvard gerði 1925. Sú könnun breytti þeirri mynd sem stjórnendur höfðu áður á starfsfólki. Fólk fær meiri hvata og skilar því mun meiri g betri afköstum af ábyrgð, virðingu og almennri viðurkenningu en t.d. launahækkun. Þetta er kenning sem ennþá lifir í öllum kennskubóknum um viðskipti fyrir byrjendur. Alls staðar í okkar heimshluta amk er verið notast við þessar kenningar. Ég er ekki að segja að peningar skipti ekki máli, ég er að segja að peningar eru ekki eini drifkrafturinn eins og þú sér heiminn, meira að segja langt þar í frá. Finnst þér líklegt að nýútskrifaðann nemi með skuldarbagga á bakinu taki láglaunastarf vegna hugsjónar. Það bara virkar ekki þannig. En staðreyndin er samt sú að almenn viðurkenning og virðing skiptir meira máli hlutfallslega en peningar. Svo heimurinn er ekki alveg eins slæmur og þú heldur.
”Um þetta set ég stór spurningarmerki. Í sumar stöður er betra að höfða til fólks sem sækist eftir virðingu, í aðrar að höfða til fólks sem sækist eftir völdum, í enn aðrar fólk sem vill hafa það náðugt og láta sér líða vel. Þessi ólíki hvati fólks eftir mismunandi gæðum gerir það að verkum að þau nálgast verkefnin á ólíkan hátt. Ef við setjum auðinn sem hvatann á bakvið vinnuna fáum við einsleit og einhæfa nálgun á verkefnin. Fólk sem hefur helst áhuga á að sýna glingrin sín dinglandi á eyrnarsneplunum og glitrandi á fingrum. “
Meiri ábyrgð fylgir hærri tékki, en samt ekki alltaf. Ég veit ekki betur en forstjóri Símans hafi verið með 1 milljón rúmlega á mánuði meðan Davið Oddson er með einhvern 600þ krónur. Þetta er því að gerast í dag, en ekki í svona einfaldri mynd líkt og þú setur upp.
Það mundi bara ekki virkar!
”Varðandi það hvort gæti hjá mér kommúnísk viðhorf, þá myndi ég frekar kalla þau webísk, hvað svo sem það merkir stjórnmálalega”
Kynntu þér kommunísmann, það eru til fullt af bókum um hann. Þið eigið mjög margar skoðunarsamleiðir, enda kommúnisminn falleg útópía. Þegar þú ert svo búinn að lesa nokkrar bækur og kynna þér söguna, þá sjáumst við á næsta fyrirlestri hjá Hannesi Hólmsteini.
Kv
gg