Ég fór að velta fyrir mér einu um daginn, og datt í hug að láta það flakka hingað. Þegar fólk á erfitt með að taka ákvarðanir og standa við þær, lofa hinu og þessu en standa ekki við neitt, segja eitt og meina annað, lýgur mikið og á erfitt með hreynskilni, leysir vandamál með því að fresta þeim alltaf meir og meir, hvað þýðir það ?

-Er viðkomandi einstaklingur fæddur og uppalinn við þessar aðstæður, og álítur þetta vera eðlilega hegðun ?

-Hefur viðkomandi átt við stórt vandamál að sríða í lífinu, og er ekki búin/búinn að finna “sig” sjálfan/sjálfa í lífinu ?

-Eru sumir bara búnir að temja sér þann lífsstíl að gera einungis það sem þeim hentar hverju sinni ?

-Á viðkomandi erfitt með að hugsa fyrir afleiðinum gjörða sinna, og hugsunarheimur viðkomandi nær ekki út fyrir þau sjálf ?

-Eða er þetta bara til marks um lítið egó, og sjálfstraust af skornum skammti ?

Maður dæmir heiminn útfrá því sem maður sjálfur/sjálf þekkir, hefur lesið, séð í sjónvarpinu, heyrt í útvarpinu eða heyrt aðra talað um, svo er það undir okkur komið hvað við tökum trúverðugt. Ég hef tildæmis oft rekið mig á með það í lífinu að treysta, eða trúa fólki of gjarnan og lennt í svaðinu. Þetta er kannsi því ég, mín fjölskylda og allir vinir mínir eru mjög “orðheldiðfólk” og ákveðið fólk og veit hvað það vill, og hefur góða og gilda ástæðu fyrir ákvörðunum sínum, og geng ég kannski bara útfrá því að aðrir séu eins.

Þetta vandamál mitt hefur valdið mér töluverðu tjóni undanfarið, bæði í stórum málum jafnt sem og í allskyns smáatriðum í hversdagslífinu. Ég vil læra að skilja hugsunarheim fólks sem á erfitt með alla þessa hluti sem ég taldi upp í byrjun, svo ég geti þekkt svona fólk í samfélaginu og varast það að lenda í veseni, með varkárni. Því satt að segja hefur lífið mér verið eitt stórt vesen undanfarið rúmlega hálfa árið og alltaf er það eitthvað nýtt sem kemur uppá.

Svo ég taki þetta saman svona í endan fyrir þá sem hafa dottið út einhverstaðar í greininni og eru núna að lesa bara það sem stendur neðst. Hvaða ástæður liggja að baki hegðun fólks sem hegðar sér svona, þá er ég ekki einungis að tala um útfrá sálfræðilegu sjónarmiði heldur frá öllum hugsanlegum sjónarmiðum og öllum hugsanlegum fræðigreinum.