MarySkary:
MarySkary:
“Ég er alls ekki að reyna að þræta fyrir að menn hafi gert nátturunni nokkurn skaða fyrr á öldum, því það er alvitað að þeir ásamt dýrum eiga stærstan hlut í gróðureyðingu landsins. Hins vegar held ég að landnámsmenn sem ræktuðu landið hafi vitað mun meira um umhverfi sitt en borgarbarn sem hefur aðeins séð sveitir landsins í gegnum bílglugga á 100 km hraða. Og það þrátt fyrir að ekkert hafi verið vitað um landeyðingu eða náttúruvernd á þeim tíma en ég tel að þeir hafi lært af reynslunni og séð að það er ekki sniðugt að beita rollum á sama landið ár eftir ár því þá eyðilagðist gróðurinn og óx jafnvel ekki aftur. Og þetta voru staðreyndir, fengnar af reynslu en ekki af rannsóknum vísindamanna uppi í háskóla.”
VeryMuch:
OK, þér finnst ss almenn þekking á náttúruni jákvæð í sjáfri sér.
Mér finnst gildi þekkingar ráðast af afleiðingu sinni.
MarySkary:
“”Ég vil skjóta smá inn hér. Er jarðvegsþykknunin ekki afleiðing skógeyðingarinnar, en ekki orsök? Þar sem binding róta trjánna nýtur ekki lengur við. Þannig að hugsanlega hefurðu e-ð misskilið staðreyndir málsins hér. “
Nei, reyndar er það ekki raunin (a.m.k. samkvæmt mínum heimildum):
Raunin er sú að þessar ástæður sem ég hef fot nefnt (ágangur manna og dýra, kaldara loftslag og náttúruhamfarir) ollu bæði jarðvegsþykknun og gróðureyðingu. Gróðureyðingin jók svo jarðvegsþykknuna og öfugt svo þetta varð að vítahring.”
VeryMuch:
Ég hef efasemdir um skilning þinn á þessu. Efasemdir mínar um heildrænan skilning þinn byggi ég ma á þeim heimildum sem ég hef milli handa. Mér sýnist þú hafa haldið þig við sannleikan sem þér hentaði og kosið að gleyma hinum. En þú ert etv enn að læra þetta.
Hér kemur brot úr “Jarðfræði” e. Þorleif Einarsson, bls 234,útgár 1973. (Ókostur heimildar er að hún er etv gömul, en það kemur varla að sök hér.):
“Landnám og sögulegur tími. Í þann tíð var Ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru, segir Ari fróði Þorgilsson í Íslendingabók, er hann lýsir landkostum í upphafi Íslandsbyggðar. Að vísu hafði skógurinn þá þegar hrakizt úr mýrunum og í hans stað komið starir og annar mýrargróður, svo sem mjaðjurt og engjarós, en þurrlendið var hins vegar vaxið þéttum skógi.
Birkiskógurinn stóð höllum fæti af völdum versnandi loftslags, enda tók honum að hraka fljótlega eftir að landnám hófst, en landið varð alnumið á 60 árum. Sum héruð, svo sem Húnavatnssýrsla og Skagafjörður, munu hafa orðið skóglaus þegar snemma á öldum. Orsakir þessarar miklu og skjótu skógeyðingar munu vera ýmsar, en þó þessar helztar: Allt frá landnámstíð og lengi síðan var höggvinn mikill skógviður til kolagerðar. Til rauðablásturs þurfti mikinn við, en meginhluti þess járns, sem til smíða fór, mun hafa verið unninn úr mýrarauða fram á 15. öld. Einnig var allt fram á 19. öld gert til kola vegna smíða, svo og til dengingar ljáa. Bezti viðurinn mun hafa verið notaður til húsagerðar, enda þótt innflutt timbur og rekaviður hafi verið notað samhliða. Skógarhöggið hefur verið vægðarlaust. Skógurinn hefur verið felldur stórum svæðum, enda viðarmagn lítið á hektara íslenzku skóglendi. Þá er að geta áhrifa beitarinnar. Sauðfjárrækt hefur löngum verið stunduð sem rányrkja. Einkum hefur vetrarbeitin komið hart niður á skóginum, og þar sem skógurinn hafði verið höggvinn, sá búpeningur um það, að hann næði ekki að vaxa aftur. Þá er þess að geta, að víða finnast í jarðvegssniðum í nágrenni bæja og eyðibýla þunn viðarkolalög frá upphafi byggðar. Þessi viðarkolalög benda til þess, að landnámsmenn hafi brennt skóg eða kjarr í kringum bæi. Landnámsmönnum hefur verið ósárt um skóginn, enda átt honum að venjast úr heimkynnunum, þar sem myrkur furuskógurinn var þrándur í götu við alla jarðrækt. Sviðningsræktun hefur verið mun vænlegri hér á landi á frjósömum fokjarðvegi en á súrum barrskógajarðvegi vestanfjalls í Noregi.
Að þessu athuguðu er ljóst, að birkiskógurinn, sem huldi helming landsins fyrir 2500 árum og líklega rúman fjórðung í upphafi Íslandsbyggðar, hefur á fáum öldum látið mjög á sjá sökum gengdarlauss ágangs manna og búpenings, enda hefur loftslagið lagzt á sömu sveif. Má því segja, að orð Ara fróða séu sannari en almennt er talið, og sýna þau reyndar vel, hversu gróðurfarsbreytingin hefur verið hröð. Nú er aðeins 1/100 landsins þakinn skógi.”
(Hér er svo klausa af bls 236, úr sömu heimild)
“Í kjölfar gróðurfarsbreytingarinnar við landnámið fylgdi jarðvegseyðing og uppblástur, sem tók að gæta víða um land þegar snemma á öldum. Öskumagn mós eykst t.d. strax upp út landnámi. Orsakir aukins steinefnamagns munu einkum vera þær, að uppblástur hefur í flestum héruðum byrjað snemma á sögulegum tíma og áfokið m.a. setzt fyrir í mýrunum. Á Reykjavíkursvæðinu minnkar öskumagn í mó nokkuð eftir 1500, en það bendir til þess, að flest holt í nágrenni Reykjavíkur hafi þá þegar verið orðin nær örfoka. Litabreyting af völdum áfoks sést í mýrasniðum víða um land. Mór myndaður fyrir landnám er venjulega dökkur að lit, en mór myndaður eftir landnám gulleitur, litaður af áfoki (mynd 25-27).
Orsaka uppblástursins mun m.a. vera að leita í hinni öru gróðurfarsbreytingu, sem varð með tilkomu mannsins, er skógurinn varð að víkja fyrir graslendinu. Við snjóleysingu í skóglendi seytlar leysingarvatnið að miklu leyti niður í jarðveginn. Hins vegar má gera ráð fyrir, að við leysingu á hallandi graslendi renni mestur hluti vatnsins skjótt í burtu á yfirborði og grafi farvegi í jarðvegsþekjuna (mynd 25-28). Út frá bökkum farveganna hófst uppblástur. Áfokið olli síðan jarðvegsþykknun og þurrkaði jarðveginn, svo að vindurinn átti auðveldan leik. Uppblástur hefur sums staðar, jafnt í byggð sem á öræfum, ekki eingöngu feykt burtu þurrlendisjarðvegi, heldur hafa mýrar einnig blásið upp. Öskugos hafa og valdið uppblæstri. Má þar til nefna, að Heklugosin 1104, 1693 og 1766-68 eiga nokkra sök á uppblæstri á afréttum Árnesinga (mynd 19-3). En vafasamt er, að gosaskan hefði valdið slíku tjóni á skógivöxnu landi, enda nær vindur ekki að feykja henni þar, svo að hún sverfur ekki gróður.”
(Ég afsaka hugsanlegar vélritunarvillur, setti þetta bara beint ótékkað inn.)
Af þessum heimild minni get ég ekki annað en dregið þá ályktun að hún staðfesti það sem ég hef verið að halda fram hér. Bæði varðandi ástæður skógeyðingar eftir landnám, auk þess að staðfesta að skógeyðing var orsök landfoks og þal þykknun jarðlaga.
Ef þetta er ekki nóg til að rökstyðja mál mitt þá veit ég ekki hvað þarf til.
En mér sýnist þú nú vera farin að viðurkenna þetta án þess að þessi heimild hefði komið til.
MarySkary:
“”Getur það ekki líka hugsast að þú hafir aðeins “lagað þetta til”, þegar þú varst að lýsa þessu? “
Hvað átti ég að laga til? Og til hvers? Þetta eru einfaldlega staðreyndir, og þú getur kynnt þér þær sjálfur með því að verða þér út um það námsefni sem er kennt í þessum skólum og borið það saman.”
VeryMuch:
Þessar “staðreyndir”, sem þú kallar svo, stönguðust á við mína reynslu.
Auk þess hefur meðhöndlun þín hingað til á “staðreyndum” ekki verið traustvekjandi.
MarySkary:
“Mér finnst þú soldið gjörn á að svara því sem þú heldur að ég segi, eða túlkar það sem ég segi á versta veg og svara því. ”
Hvernig á að geta vitað hvað þú heldur að þú sért að segja? Ég veti bara hvað ég held að þú sért að egja. Ég skil orð þín svona og hef greinilega ekki nógu miklar gáfur til þess að seilast inn í hug þinn með aðferðum sem líklegast væru ekki af þessum heimi og fullvissa mig algjörlega um það hvað þú ert að reyna að segja.“
VeryMuch:
Það er auðvelt að segja: ”Þú sagðir þetta“!
Það er ekki neitt að því tala skýrar. Ég ætlast þá til þess að þú gerir það einnig. En ég hef hingað til ekki út á neitt að setja í þeim efnum hjá þér.
Annað er það, hvort að maður eigi að fara að tala þannig, að maður fyrirbyggi allan hugsanlegan misskilning, með löngu máli. Það gæti orðið vandasamt verk. En ef þú vilt, þá get ég reynt að gera textan röklega imbaheldan. En þessháttar texti myndi svipa töluvert til td texta í samningaviðræðum og lögfræðilegum skjölum. Slíkur texti hefur sjaldnast verið talin til fyrirmyndar, og sjaldan talist nauðsynlegur í umræðum sem þessum.
Ég held að þú getir alveg komist hjá þessu, með því að lesa hægar, og forðast allan flýti.
MarySkary:
”MorfÍs taktík segiru…ertu þá að tala um þá tilhneigingu ræðumanna til að útiloka öll skynsamleg mótrök andstæðingsins, byrja allar ræður á setningum eins og: “Fundarstjóri, mér finnst gaman að rúnka mér í stærðfræðitímum, en það þarf þó ekki endilega að þýða að mér finnist stærðfræði leiðinleg fyrir vikið.” og setja svo á svið heilu leiksýningarnar?
Sjálfri finnst mér þetta ekki mikil ræðumennska, þetta ætti frekar heima í skemmtiþætti í sjónvarpi á laugardagskvöldi. Þess vegna þykir mér það miður ef ég hef tileinkað mér þessa taktík.“
VeryMuch:
Mér hefur þótt þú vera meira upptekin af því að ”vinna“ samræðurnar; þe að hafa ”rétt“ fyrir þér, á kostnað þess sem sannara reynist.
Málefnið, niðurstaða samræðnanna er aðalatriðið, ekki hvor hafði ”meira rétt“ fyrir sér.
Það er ekki hægt að stunda samræður ef málefnin eru ekki höfð í fyrirrúmi. Það er allaf hægt að deila endalaust, ef það sem réttara reynist er ekki virt. Því þá gildir einu hvað sagt er aðalatriðið er hver nær að sannfæra hinn um sína skoðun, en ekki hvort hún sé rétt.
Menn sem stunda þessa tegund samræðna hafa verið þekktir lengi. Í Grikklandi hinu forna, fyrir ca 2500 árum voru þetta aðl svokallaðir sófistar, en margir þeirra kenndu tækni í samræðum sem gekk út á að sannfæra aðra, án þess að það væri endilega um sannleika að ræða.
Þetta er kannski soldið eins og að ræða við prest um kristni og guð. ;)
MarySkary:
”“Annað varðandi skoðanir og skoðanamyndun, sem ég veit ekki hvort á við þig. Er að það er mikilvægt að draga skoðanir sínar af staðreyndunum, en ekki draga staðreyndirnar að skoðunum sínum. Þe að draga ályktanir af staðreyndum, en ekki að móta skoðun fyrst sem er svo rökstudd eftir á. Það er töluverður munur þar á. ”
Komdu með dæmi þar sem ég bý til rök eftir skoðun. Þig vantar einmitt rök eða staðreyndir sem styðja þessa skoðun þína. Svo ert þú að skamma mig fyrir e-ð sem þú ert sekur um sjálfur.“
VeryMuch:
Hérna er gott dæmi um það að þú hefur ekki lesið textann nægilega vel, og þal misskilið hann.
Ath: ”Annað varðandi skoðanir og skoðanamyndun, sem ég VEIT EKKI hvort á við þig.“
Ég var hér að benda eða leggja áherslu á ákveðinn atriði við skoðanamyndun, og etv að spyrja þig eða biðja þig að leita í eigin ranni. Að hugleiða skoðanamyndanir. Ég var EKKI að ásaka þig um þetta.
MarySkary:
”Ég man nú ekki alveg hvernig kommentið mitt sem þú varst að svara þarna var en ég man að ég skrifaði það vegna þess að þú hafðir einmitt ekki hrakið skoðun mína, heldur fórst að gagnrýna það hvernig ég setti það fram. Ekki endilega stafsetningu eða málfar, eins og þú virðist halda að ég sé mjög upptekin af.“
VeryMuch:
Já, ég held að þú hefðir gott af því rifja aðeins upp hvað þú hefur sagt og hverju ég hef þá svarað. Maður verður að reyna að halda yfirsýninni.
Ég varði upphaflega mál mitt. Beindi rökum gegn ákveðnu skoðunum sem þú lést í ljós. En síðan hefur þessu meira og minna hrakað í einskonar borðtennist með orð.
Þú hefur enn ekki sett fram heildstæða, samræmda skoðun, sem ég gæti rætt við þig um. Það má segja að ég hafi sett mína í ljós í upphafi, en hana gagnrýndir þú ss upphaflega.
Ég myndi lesa samræðurnar frá upphafi til að ná samhenginu.
MarySkary:
”“Ég hef fyrst og fremst gagnrýnt innihald þess sem þú segir. Ég trúi ekki að þú mótmælir því.”
Nei einmitt ekki. Þú ferð að gagnrýna mig fyrir að túlka þín komment mér í hag. Síðan gleymiru alveg að gagnrýna það sem ég var að reyna að koma á framfæri.“
VeryMuch:
Mér þykir minni þitt vera stutt. ;)
Lestu samræðurnar aftur.
MarySkary:
”Helduru að allir háskólar í heiminum noti bækur á ensku? Ég er nokkuð viss um að það eru bara háskóla í krummaskuðum eins og Íslandi og svo í enskumælandi löndum. Reyndar get ég sagt þér að kennslubækur í líffræði í mínum skóla eru á ensku“
VeryMuch:
Hver er punkturinn? Eftir stendur að enska er nauðsynlega á Íslandi.
Þú svarar þessu fínt sjálf, við erum ”krummaskuð“, og þurfum því að vera fær á alþjóðlegum vettvangi, einmitt af þeim sökum. Ef við leggðum ekki áherslu á að vera alþjóðleg, myndum við einfaldlega mála okkur út í horn, einangrast og hrörna. Þetta er nú málið. Þetta er ekkert flókið.
MarySkary:
”“Kannski er ein aðalástæða fyrir miklum vinsældum Shakesp. að hann er á ensku, og verk hans eru einfaldlega frábær. Þessir kostir valda því að verk Shakesp. verða alþjóðleg klassík. ”
Það eru til mörg önnur verk sem eru líka frábær, jafnvel betri. Það eru án efa til margar bækur eftir kínverska höfunda sem eru frábærar, jafnvel betri en Shakespeare (rök mín fyrir því eru einföld: kínverjar eru svo miklu fleiri og skynsemin segir okkur þ.a.l. að það séu mun fleiri góðir rithöfundar þar en í Bretlandi).
Svo mætti kannski þýða þessa frábæru kínversku skáldsögu yfir á ensku eða íslensku jafnvel og nota svo í bókmenntakennslu.“
VeryMuch:
Þú segir þetta eins og ég sé ósammála. ;)
Hvar fékkstu þá flugu í höfuðið? ;)
MarySkary:
”“Varðandi jólasveinana, þá eru þeir tilbúið fyrirbæri, sem er engin ástæða til að vermda frekar en e-ð annað. Enda byggir tilvist þeirra á innfluttum jólum. Aukþess sem trúin, sem jólinn byggja á, eru líka innflutt menning. ”
Tilvist íslensku jólasveinanna byggist ekki á innfluttum jólum. Þeir hafa lifað góðu lífi í þjóðarsálinni frá miðöldum. Það var ekki fyrr en Íslendingar fréttu af því að í öðrum kristnum löndum væri náungi að nafni St. Nikulás sem færði börnunum gjafir að þeim fannst alveg tilvalið að útnefna þessa leppalúða, “okkar jólasveina”. Þeir höfðu verið til í margar aldir, bara ekki sem jólasveinar.“
VeryMuch:
Athugaður að ”jólasveinarnir“ eru ekki það sama og þeir ”sveinar“ sem þeir eru byggðir á. Þeri eru nefnilega ”JÓLA“sveinar.
Auk þess efast ég um að við þekktum þá, ef þeir væru ekki fyrir augum og eyrum okkar um hver jól. Pældu í því.
Þannig að eftir stendur að tilvist þeirra byggir á innfluttri menningu. Þetta hrekur alls ekki það sem ég sagði.
MarySkary:
”Alþjóðavæðing er (eins og ég skil þetta hugtak) að það muni ekki verða nein höft áferðum á milli heimshluta, og heimurinn yrði ein heild.
Það sem mér finnst benda til þess að þú ´sert fylgjandi henni er að þú vilt að Íslendingar taki menningu annarra þjóða opnum örmum og jafnvel skipta okkar gömlu út fyrir þessa nýju “alheimsmenningu”. (N.B. svona skil ég þig, ég er örugglega að mistúlka (eða oftúlka)).“
VeryMuch:
Til að byrja með er ekki nein ákveðin skilgreining til á alþjóðavæðingunni svokölluðu.
Skoðun mín hlýtur að velta á því hvernig hugtakið ”alþjóðavæðing“ er skilið og skilgreint. Það gefur augaleið.
Ég er fylgjandi því að við tökum annari menningu en okkar eigin opnum örmum.
Mig grunar að við leggjum ólíkan skilning í hugtakið ”alheimsmenning“. Ég veit ekki nákvæmlega hvað þú átt við, með því hugtaki. Þess vegna vil ég taka skýrt fram svo þú mistúlkir mál mitt ekki, að ég notaði orðalagið ”önnur menning“ en EKKI ”alheimsmenning“.
Varðandi að skipta okkar menningu út fyrir e-ð sem þú kallar ”alheimsmenningu“. Þá er það hárrétt hjá þér, þú oftúlkar og rangtúlkar hér! Þú virðist einnig vera töluvert meðvituð um þessa galla þína, án þess að vilja þó viðurkenna þá þegar þér er bent á þá, með beinum hætti.
MarySkary:
”“Frakkar borða líka pitsur og horfa á hollívúddmyndir. En þeir borða líka fondú, drekka frönsk rauðvín, lesa franskar bækur, horfa á franskar bíómyndir, borða frönks brauð og snúða.
Hvað er eginlega vandamálið?! ”
Ekkert. Þetta sem þú varst að lýsa mundi ég lýsa sem franskri menningu í dag, rétt eins og það sem ég lýsti er íslensk menning í dag.“
VeryMuch:
Ég sé bara ekki hvaða áhyggjur þú hefur á ástandi íslenskrar menningar í dag. Þeas ég sé ekki vandamálið í menningu íslands í dag. Mér skildist á þér að við þyrftum að hafa áhyggjur af henni.
MarySkary:
”“Ég get tekið undir með það hjá þér að vissulega er ákveðin kreppa í fjölskylduformi nútímans eða vesturlanda. Þetta hefur nú að miklu leiti orsakast fyrir aukin réttindi kvenna, ss að þær eru farnar að vinna úti. Við hljótum nú að vera sammála um að þetta er þrátt fyrir það mikilvægt framfaraspor. En mig grunar að það komist jafnvægi á fjölskylduformið, þó síðar verði, og þessi vandamál séu einskonar vaxtaverkir nútímasamfélags/vesturlanda. Hlutirnir eiga vonandi eftir að lagast með hjálp dagvistunar stofnana, sveigjanlegs og hugsanlega styttri vinnutíma í framtíðinni, eða eftir ca 50ár. En það þýðir ekki að við eigum ekki að leitast við að bæta hlutina núna í dag, í okkar eigin lífi. ”
Já, líklega er það rétt hjá þér að staða fjölskyldunnar í samfélagi okkar er eins konar vaxtarverkir sem munu eldast af samfélaginu.
A.m.k. vona ég það.“
VeryMuch:
Ég er feginn að við getum verið sammála um e-ð. :)
MarySkary:
”“En vissulega má deila um hvort nóg sé að gert í því að hjálpa þriðjaheiminum á fætur. Þar má eflaust gera töluvert meira. En mig grunar að orsök seinagangs og klúðurs, í þessum efnum, liggi mun fremur í slakri skipulagningu og samhæfingu á alþjóðlegum vettvangi.”
Ég held að sökin liggji hjá báðum aðilum. Vesturlönd hjálpa þriðja heiminum ekki jafnmikið og þau gætu, en einnig eru tilfelli þar sem illgjarnir einræðisherrar í þessu löndum hirða alla peninga frá vesturlöndum og í stað þess að hjálpa sveltandi alþýðu landsins byggja þeir sér glæstar hallir og gull og gimsteina.“
VeryMuch:
Ég er einfaldlega sammála. :)
(Ég held að beinlínis ”illgjarnir“ einræðisherrar séu nú fáir, þó að þeir séu líklega álíka fáir beinlínis ”góðir“.)
MarySkary:
”Ég var einfaldlega að vísa til þeirrar staðreyndar að Rachmaninoff er ekki beinlínis eins og Mozart eða Beethoven. Þetta er kannski eins og munurinn á Sigur Rós og XXX Rottweilerhundum, það þarf ekki endilega að vera að Rottweiler séu eitthvað verri tónlistarmenn en Sigur Rós en það þarf að eyða meiri tíma í að hlusta á tónlist Sigur Rósar og margir gefast upp á henni, einmitt því það þarf að eyða miklum tíma í að melta tónlist þeirra.
Voðalega var ég lengi að koma þessu frá mér…“
VeryMuch:
Mér finnst SigurRós reyndar ekkert torskildir. Þeir eru svona eins og ilmkerti og olía í baði. ;)
Mér finnst hinsvega erfitt að skilja sumt sem Rottweilerhundarnir eru að segja. ;)
MarySkary:
”“Má vera að þú sért kúlteveruð; hvað get ég svo sem vitað um það? En mér finnst fátt benda til þess að þú sért e-ð gáfnaljós, án þess að þú sért beinlínis neitt treg heldur.”
Hvað veist þú um það hvort ég sé gáfnaljós eða ekki? Þetta finnst mér hreinn og beinn dónaskapur sem mér finnst ég ekki hafa unnið til, a.m.k. ekkert meira en þú.“
VeryMuch:
Ég get að sjálfsögðu aðeins dæmt um af því sem þú segir hér. Þú ert auðvitað flóknari persóna en þessi texti, auk þess sem það þarf að læra að skína í texta líka, eins og í máli. En það er ekkert fráleitt að draga svona ályktanir af texta. Ef ég dæmdi þig á útlitinu þá værum við td að tala um fordóma, en ég er hér að dæma af því sem ég hef í hödnunum.
Varðandi dónaskap. Ja etv má túlka þetta svona á mörkum þess, en þó þarf e-n vilja til að túlka það á þann hátt. Ég vil kalla þetta hreinskilni, sem átti rétt á sér, af gefnu tilefni.
En svo getum við auðvitað kallað okkur kvitt af sekt um dónaskap. ;)
MarySkary:
”“Flest bendir þó til að þér sé mikið í mun að gefa af þér ”góða“ mynd, hafa viðeingandi ímynd. Ég bara get ekki gert af því að ég finn lykt af snobbi og síð-gelgju; í samblödnu sem fylgir stelpum frekar en strákum. Ekki misskilja mig, strákar hafa bara aðra útgáfu af þessu sama. ;)”
Þetta minnir mig einmitt á það að þú gleymdir að upplýsa mig um hvaða merkingu þú leggur í orðið “stelpuleg”.“
VeryMuch:
Mér finnst stelpur leitast við að líta vel út, í svo mörgu.
Strákar vilja frekar sýnast hafa yfirburði yfir e-u eða e-m, í svo mörgu.
Þetta er nú bara svona áferðarmunur á því sem stelpur og strákar sækjast eftir og meta í fari sínu.
Ég viðurkenni að þetta eru engin nákvæmnisvísindi hjá mér, en það þýðir ekki að það sé ekki e-ð til í þessu.
MarySkary:
” En mér finnst þú nú nokkuð fljótur á þér að dæma mig svona harkalega. Hvað kallast dómar sem eru felldir of fljótt? Kannski fordómar?“
VeryMuch:
Ég hef alltaf skilið ”fordóma", sem for=fyrir dóma. Þeas að dæma e-ð fyrirfram. Mér finnst ég ekki hafa gerst sekur um það. Ekki enn amk. ;)
Ekki taka þessu samt of alvarlega. Ég er ekkert að ákveða hvernig þú ert. Ég er í raun að mæla þig út. Ég tel venjulega tímann í árum, sem ég tek mér í að mæla fólk. Þe sá tími þegar skoðanir mínar og kenningar um ákveðna einstaklinga hætta að taka breytingum, þar sem þær eru orðnar eins og föt sem eru farin að passa.
Kærar kveðjur
VeryMuch