Þessi hugsun hefur oft læðst að mér þegar illa gengur, er líf mitt bara einn lítill partur af einu stóru umsátri. Þetta umsátur líkist hvaðmest myndinni “The Truman show” þar sem líf aðalpersónunar er sjónvarpað til veraldarinnar utan hans veraldar þósvo að í minni kenningu sé ekkert sjónvarp endilega. Mín pæling er þannig að þegar illa gengur, þá hugsa ég, af hverju er ég að gera vesen út af þessu? af hverju er ég að láta mér líða illa? þetta eru allt svo lítilvægleg vandamál í svona stórum heimi.
Þegar ég hef hugsað meira um þetta þá hafa allskyns smáatriði komið upp, eins og hugmyndin um allar heimsálfurnar, og bara það að fara í flugvél, maður situr í flugvél klukkutímunum saman og eina leiðin til að sjá hvert maður er að fara er með því að kíkja á kort þegar maður kemur aftur heim og hugsa með sér, þarna var ég, og benda á eitthvað kort. Kanski hefur hnattlíkanið bara verið hannað af einhverjum utan þessarar samsærisveraldar með þennan tilgang, að allir þeir sem eru innan þessarar samsærisveraldar lifi styttra frá hvor öðrum. Þetta er áhugaverð hugsun en erfitt að koma frá sér í skrifuðu máli.
Af hverju er maður að stressa sig svona mikið á því að reyna að ganga vel í skóla til að fá almenninlegt starf? Þetta er alltof stuttur tími sem við höfum í þessu lífi til að vera að eyða í stress af þessu tagi, sérstaklega ef fólkið fyrir utan þetta umsátur þarf ekki að gera það. Er þetta fólk sem stendur á bakvið þetta? eru líf þeirra lengri? Það er hægt að finna ótal spurningar eins og þessar ef maður heldur áfram.
Annað sem gaman er að velta sér uppúr er hvað skeður þegar maður deyr. Ég hef hugsað soldið um þetta líka, ætli það sé himnaríki?, ætli það gerist eitthvað þegar heilinn er hættur að virka? ef það gerist eitthvað.
en svo bara til að slútta þessu, hvernig lítur “ekkert” út?hvernig ætli það líti út? Þessari spurningu er vandsvarað, en ótal pælingar spretta upp í hausinn á mér. Eitt dæmi: Segjum sem svo að “ekkert” sé svart tómarúm svo langt sem augað eygir í allar áttir, það getur ekki verið “ekkert” vegna þess að þá höfum við svarta tómarúmið, þá sérðu svart, og svart er “eitthvað”.
en það er gaman að velta svona pælingum fyrir sér, maður tapar ekkert á því og þær verða aldrei uppseldar.
Vonast til að heyra frá einhverjum sem veltir fyrir sér hlutum af sama tagi.