Ég hef verið að hugsa um reglur og mynstur og búinn að taka eftir reglu sem gildir alls staðar: Það er ávallt einhver regla.
Tökum sem dæmi kóðann ‘'7453579957’'. Það virðist ekki vera mikil regla í gangi þarna. En þá kemur kenningin inn í; reglan í kóðanum er þessi: fyrst 7, þá 4, næst 5, svo 3, aftur 5, einnig 7, bætum við 9, og aftur 9, líka 9, þriðja sinn 5 og að lokum 7. Þá er reglan þessi og þetta endurtekur sig ef við stækkum töluna. 745357995774535799577453579957745357995774535799577453579957. Og það er reglan.
Þá get ég einnig nefnt sokka sem dæmi, allir elska sokka. Ég á háleista sem eru biksvartir og ekkert meira. Flestir myndu segja að ekkert munstur væri á sokkunum en ég segi þetta: Þeir eru svartir og það er munstrið.
Því er samkvæmt alkóðakenningunni regla í öllu, jafnvel óreiðu vegna þess að ef við tökum heildina er það reglan.