(ég vil biðjast velvirðingar að þetta sé hugsanlega ekki heimspeki en mér finnst þetta eiga heima hér þar sem hvergi er áhugamálið “sálfræði” eða “félagsfræði” :) kv. Tannbursti)

Eitt sinní í smábæ í þýskalandi var maður. Þessi maður var að
skipta um húsnæði og leist vel á íbúð í blokk sem var til sölu.
Gamla konan sem átti þessa íbúð hafði nýverið látist og var íbúiðin
seld manninum af manni frá fasteignamiðstöðinni sem húsið var sett
á af aðstandendum. Maðurinn er með lítið dót, enda námsmaður í
lítilli íbúð en kmeur sér vel fyrir. Fyrstu nóttina vaknar
maðurinn við mjálm stöðugt í ketti fyrir utan. Hann reynir eftir
bestu getu en ekkert gengur. Daginn eftir fer hann óútsofinn í
skólann og er hálfsofandi allan daginn. Hann spyr aðra íbúa
hússins hvort þeir viti af þessu og þeir flestir játa því en að
hann sé á versta stað og því verði hann svona illa var við þetta.
Hann talar við fasteignamiðstöðina og þeir vissu ekkert af þessu
því konan hafði (eðlilega) ekkert sagt þeim af þessu. Maðurinn
reynir þá að sofa aðra nótt en gengur ekki því kötturinn mjálmar
án afláts. Þriðju nóttina sem honum tekst ekkert að sofa fer hann
út og reynir að fæla köttinn, hann fælist en kemur aftur jafn óðum
og maðurinn er farinn. Maðurinn sefur þá ekki þriðjunóttina. Nú
illa haldinn og útkeyrður fer Maðurinn á fund með eiganda köttsins
og biður hann hvort ekki sé hægt að hafa köttinn inni á nóttunni.
Eigandinn neytar því og segir að þegar hann kom inn skrifuðu allir
íbúar hússins undir að kötturinn mætti vera frjáls um húsið og
selt væri það inní kaupsamningum héðan í frá. Uppámóti mæti hver
íbú hússins eiga gæludýr. Allir í þessari blokk kunnu vel við
köttinn og einna mest gamla konan sem áður átti íbúðina, kötturinn
kom svo oft til hennar. En nú átti kötturinn hana ekki lengur að
og stórleiddist á daginn. Fannst því eigandanum fráleitt að taka
þessar kvöldstundir af honum. Maðurinn fer þá upp og reynir að
sofna, vaknar nú um nóttina við kattarmjálmið enn einusinni. Hann
verður öskuillur og ver út nær í köttinn og læsir hann inní
kjallaranum.

Geta má þess að maðurinn var í scona “stúdentablokk” eða blokk þar sem allar íbúðir voru eins og á sama verði í eigu einhvers fasteignafyrirtækis.

Mér finnst við sjá í þessari sögu eitthvað sem við sjáum allstaðar á hverjum degi. Fólk sem vill ekki hjálpa en samhryggist, heldur svo áfram með lífið. Enginn var góður eða illur í þessari sögu en einhvernveginn hefði eigandinn geta haldið kettinum inni eða einhver geta skipt um íbúð við hann eða jafnvel fasteignasalan gengið með kaupin tilbaka. En eins og allsstaðar þá þarf að spurja um hjálp, hún er aldrei tilstaðar. Allir sammhryggjast en enginn hjálpar. Er nútímaþjóðfélag svo rosalega sjálfselskugt og capitalískt?

vonandi hjálpa allir að fyrra bragði einu sinni að fyrra bragði allaveganna eftir þessa grein og sjá hvernig þeim líður eftir þetta.