Horn - enda ég í núlli? Ætlaði að senda þetta inn sem mynd, en það brást eitthvað vegna fatlaðs kerfis í huga. Svo náði hún að renna inn, en greyið Ritstjóri hafnaði henni afþví það var of langur texti!
Í upphafi var hún miklu stærri(teiknuð gróflega í flash þar sem stærð myndanna skiptir engu máli)



Hérna höfum við mynd sem er kannski meira stærðfræðileg heldur en heimspekileg, en ég kaus að senda hana inn hérna bæði afþví að það er ekki til stærðfræðiáhugamál, og hérna fara fram miklu skemmtilegri umræður en á “ýmislegt”.
(Hlutföllin eru alls ekki rétt, en ég vona að þið getið litið framhjá því).
Þar sem bilið á milli hornastrikanna(eða hvað sem það heitir) er hvað mest, er það 100m. Ef ég mæli 100m. á efri hornaleggnum, þá er bilið milli hornaleggjanna á þeim stað komið niður í 50m, sem er helmingurinn af 100. Svo tek ég þessa 50m, og mæli, og sko til, bilið hefur minnkað um helming og er komið niður í 25.

Svona get ég haldið áfram að mæla og mæla helminginn með “formúlunni” minni, en spurningin er: Afhverju enda ég þá í núlli þar sem strikin mætast?

Eða enda ég í núlli? Er horn óendanlegt í báðar áttir? Ég gæti kannski mjókkað hornaleggina, og komist örlítið áfram, en get ég haldið áfram að mjókka og mjókka hornaleggina afþví að þeir eru endanlegir?
Um daginn lenti ég í samræðum við vin minn um þetta mál, því hann sagði að það væri möguleiki að punkturinn hefði einhverja stærð, og hornið gæti haldið áfram innan í honum. Er það rétt? Eftir því sem ég best veit þá hefur punktur enga stærð, aðeins staðsetningu, og allt sem fer í punktinn hlýtur að enda þar.

Þá sagði ég honum að punktur hefði enga stærð.

EN honum tókst samt að stinga einhverju uppí mig með því að segja að maður gæti haldið áfram að minnka hornið endalaust með því að minnka strikin, og þessi formúla gengið þar af leiðandi upp. Er það rétt hjá honum? Hafði ég þá ekki eftir allt saman íhugað þetta mál nægilega vel?
Kannski ætti þetta betur heima í jöfnu, en mér(og eflaust mörgum öðrum) finnst þægilegra að geta séð þetta í mynd sem þessari. Og endilega látið mig vita ef ég er að fara með tóma vitleysu. Því ég vil ekki fara með rangt mál, ég vil að menn leiðrétti mig svo ég haldi ekki áfram að vaða í villu og svima með úrkynjaðar skoðanir! :o)