Ja… ok, hvar á maður að byrja.
Seðlabankar vilja ekki meiri og meiri peninga. Seðlabankinn vinnur að því að halda verðbólgu við ákveðið stig, og gerir það meðal annars með því að prenta lítið af peningum.
Þú verður að gera þér grein fyrir því, þegar einstaklingur “græðir og græðir meira” eins og þú segir, þá bindir hann peningana sem hann græðir í ný vaxtartækifæri. Hvaða tækifæri eru þetta? Hann getur sett verðmætin í bankann og ávaxtað þau þar, en oftast nær sækjast þessir einstaklingar frekar í að setja verðmætin í ný fyrirtæki, hlutabréf eða skuldabréf.
Skoðum þetta nánar.
Ef hann setur allan þennan gróða í nýtt fyrirtæki, þá fer þetta fyrirtæki að stækka umsvif sín. Þetta þýður ný störf, meiri fjárfestingar og hærri laun –> Meiri hagvöxtur –> ríkara samfélag. Þetta veldur ákveðnum margföldunaráhrifum innan hagkerfisins, þar sem ný störf verða til og framleiðsla eykst.
Ef hann kaupir hlutabréf, þá getur þetta t.d. átt sér stað:
Hann kaupir hlutabréf og hækkar þar af leiðandi verð þeirra. Núna ætlar fyrirtækið sem hann keypti í að gefa út ný bréf. Verðið sem fyrirtækið gefur bréfin út á er sá peningurinn sem kemur inní kassann hjá fyrirtækinu. Þar sem bréfin hafa hækkað (vegna þess að þessi einstaklingur sem vildi græða svo mikið keypti hlutabréf fyrir mikin pening í fyrirtækinu) þá fær fyrirtækið meira inn í kassann en það hefðu upprunalega fengið. Þetta skilar sér í nýjum störfum, meiri fjárfestingum, hærri launum –> Meiri hagvöxtur –> ríkara samfélag.
Ef hann hefði keypt skuldabréf þá hefði hann verið að lána líklegast fyrirtæki pening. Afhverju ætti fyrirtækið að vera fá lánaðan mikin pening? Jú! líklegast vegna þess að það er að fara fjárfesta, t.d. í nýjum tækjum og tólum. Þetta leiðir af sér ný störf, meiri fjárfestingu, hærri laun –> meiri hagvöxt –> ríkara samfélag.
Oftast þegar einstaklingar græða og græða þá njóta allir aðrir góðs af því líka. Verðmæti eins og fastafjármunir, náttúru-auðlindir og mannauður eru virkjuð mun betur.
Fólk verður að gerir sér grein fyrir því að græðgi getur verið af hinu góða líka, og það er hægt virkja hana í þágu alls samfélagsins.
Hvað varðar völd, þá getum við skoðað það frá nokkrum hliðum.
1. Fyrirtæki geta ekki stækkað endalaust. Þannig er það bara. Ef þú ímyndar þér fyrirtæki sem er stjórnað eins og píramída, þar sem einn trónir á toppinum og síðan koma undirmenn, og undirmenn þeirra, og undirmenn þeirra o.s.fr. Ef þessi píramídi er langur og mjór, þaes. mikið af stjórnendum og millistjórnendum, þá hægist á upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Upplýsingaflæði skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fyrirtæki, og þegar það hægist á því eiga minni fyrirtæki oft auðveldara með að innleiða nýja tækni, uppgötva tækifæri og nýta sér þau. Þau hafa forskot á þessi stóru fyrirtæki.
Ef þú ímyndar þér að skipurit fyrirtækis sér þannig að píramídinn sé mjög breiður, þá eru fáir stjórnendur og mun meira fólk sem tilheyrir hverjum og einum stjórnanda. Svona fyrirtæki getur ekki stækkað endalaust því að þegar starfsmönnum fjölgar þarf fleiri millistjórnendur því ef of margir eru undir einum stjórnanda fer stjórnandinn ekki að geta haft nógu góða yfirsýn yfir starfsmenn, og upplýsingaflæði skerðist aftur.
2. Auknum veraldlegum gæðum fylgja oftast aukin völd á markaði, en það ætti ekki að fylgja aukin völd í stjórnsýslu. Þaes. einstaklingur sem er ríkur ætti ekki að geta haft áhrif á lagasetningu. En við vitum að þetta gerist, þetta köllum við pólitíska bresti. Það er hægt að minnka þessa pólitísku bresti með því að minnka umsvif ríkissins. En á móti fáum við aukna markaðsbresti. Ég ætla þó ekki að fara út í það afhverju mér finnst markaðsbrestir vera betri fyrir samfélagið en pólitískir brestir.
3. Einstkalingur getur ekki orðið alvaldur í gegnum markaðinn, en hann getur það í gegnum pólitík. Á markaðnum þá þarf hann að reiða sig á svo mikið af fólki til að klifra upp á toppinn og halda sér þar, það þarf ekki nema smá brest til að spilaborgin falli- eins og við sjáum núna í þessari kreppu. Getum við sagt það sama um þá sem hafa tekið sér pólitískt alvald?