(Já sammála því sem þú sagðir þarna með gagnkvæma misskilninginn)
OK, þú hefur point með að benda á að OFTAST er þetta ekki eitthvað plott hjá corpi eða corpum að drepa lífskjör fólks… en stundum er um að ræða beinan lobbýisma eða valdamakk. Eins og fáránlega ruglið í The Corporation með að einkavæða öll “vatnsréttindi” í fátæku landi (þar með talið regnvatn).
Mér finnst að þú þurfir líka að hafa í huga að oft er ekki hægt að tala um fyrirtæki og stjórnvöld sem sitthvorn hlutinn. Almennt hefur verið hamrað á mér í náminu að “politics” og “economy” séu of gagnkvæmt tengdir hlutir til að hægt sé að aðgreina þá almennilega, og ég er bara ennþá að gera mér grein fyrir heildarmyndinni um hvað það þýðir.
Eins og þegar bandaríska ríkisstjórnin og einhver bandarísk corp vinna saman að því að bola burt lýðræðiskjörnum leiðtoga í staðinn fyrir einræðisherra sem er þeim að skapi (nóg dæmi um slíkt í sögunni, oftast var lýðræðiskjörni leiðtoginn þá við það að fara að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar og stoppa erlent exploitation)… ríkisstjórnin og fyrirtækin eru tvær hliðar á saman peningnum þarna.
Íhugaðu líka þetta quote af wikipedia:
“Anti-retroviral therapy has long been unaffordable for people suffering from HIV/AIDS in developing countries, and proponents of generic antiviral drugs argue that the human need justifies the breach of patent law. When the Thai Government Pharmaceutical Organization started producing generic antiviral drugs in March 2002 the cost of a monthly treatment for one person plummeted from $500-$750 to $30, hence making treatment more affordable. In response the US government placed Thailand on the list of ”copyright violators“.”
Ósanngjarnt? Hell yes.
En þetta snýst allt um (fjárhagslega) hagsmuni, og hagsmunir U.S. fyrirtækja eru hagsmunir U.S. ríkisstjórnarinnar.
Og já það má kalla open source hluta af því formi frjáls markaðar sem er í gangi atm. En *bara* vegna þess að reglurnar (lagaramminn) actually leyfir þetta (réttsvo). Open source er í mikilli hættu atm gagnvart áður umræddum einkaleyfaárásum.
En það má ekki bara niðursjóða umræðuna niður í að snúast um “frelsi” … ég er ekkert á móti frelsi. Hver með fullu viti á þessum tímapunkti í sögunni er á móti frelsi?
Það er vert að minnast á að enga eina hugmynd á að fara með út í öfgar… heimurinn er alltaf of flókinn fyrir slíkt. Til dæmis, á að leyfa einstaklingi að selja sjálfan sig í þrældóm? Á að leyfa fólki að taka eiturlyf sem gera mann hættulegan öðrum? Á að leyfa hreinar lygar og/eða hate speech? Meira að segja á hinni seemingly pottþéttu hugmynd “freedom of speech” þurfa að vera viðurlög (oftast táknað með viðbótinni “within reason”, því málið er of flókið til að telja upp í hvert einasta skipti. Ef við skilgreinum “frelsi” á einfaldan, absolute hátt, þá gengur dæmið bara ekki upp.
En já, varðandi frjálsan markað… þegar Sovétríkin hrundu þá klóruðu margir old school hagfræðingar sér í hausnum… þeir bjuggust við því að markaðir myndu bara spretta upp úr engu og allt yrði betra. En engir markaðir komu. Það vantaði allan lagarammann, allar “leikreglur”, menninguna fyrir þetta, o.fl… það þurfti að hafa mikið fyrir því að koma upp free market hagkerfi. Þetta hefur mér verið sýnt sem áhrifamikil sönnun fyrir því að frjálsir markaðir eru ekki eitthvað náttúruafl.
Ég lít frekar á frjálsa markaði sem “game” (ég nota enska orðið því ég er ekki að tala um eitthvað sem maður leikur sér með). Þetta er kerfi sem fólk keppir í og hægt er að hvetja fólk til aðgerða með og virkja síðan ákveðin markaðsöfl sem hægt er að tala um þaðan af, figuratively speaking. En það þarf að hafa fyrir því að tweaka reglur þessa kerfis til að virkja öflin á sem bestan hátt í þágu fólksins. Mikið er af hagsmunaárekstrum… eins og að það henti hagsmunum fyrirtækja að spilla umhverfinu, eða eitra matariðnaðinn… að maður tali nú ekki um hagsmunaárekstrana sem eru í núverandi bandaríska fjölmiðlakerfinu. Öll ofangreind atriði má sjá í The Corporation.
Eitt sem gerir mig líka reiðan að hugsa um er Union Busting. Þar eru fyrirtækin (með lobbýisma) að tweaka “leikvöllinn” sér í hag, og SKEMMA beinlínis getu verkafólks til að semja um tímann sem þau eru að selja… það er verið að SKEMMA eitt af frumskilyrðum frjáls markaðar (hvernig verð eru ákvörðuð) og það með hlut sem fólk hefur ekkert val um (allir þurfa að vinna), sem gerir samningsstöðu verkafólksins auðvitað enn verri.
Fleira sem mætti tweaka í kerfinu er að það sé í hag fyrirtækja að stunda “planned obsolescence”, “vendor lock-in” og “regional lockout”…
http://en.wikipedia.org/wiki/Planned_obsolescencehttp://en.wikipedia.org/wiki/Vendor_lock-inhttp://en.wikipedia.org/wiki/Region_lock Vendor lock-in og regional lockout eru sérstaklega pirrandi fyrir einhvern sem fylgist með tölvuleikjaiðnaðinum.
Þekkt dæmi um vendor lock-in eru Guitar Hero/Rock Band leikirnir… ef þú átt plastgítar frá fyrirtæki A máttu ekki nota það með leik frá fyrirtæki B… annar factor (ótengdur hinum og gerir það því enn ólíklegra að varan þín virki) er leikjatölvan. Ef plastgítarinn tengist í tölvu A máttu ekki nota hann með tölvu B… báðar helvítis tölvur eru með USB tengi, já *UNIVERSAL* Serial Bus, þannig að það er nákvæmlega ENGIN afsökun fyrir þessu. Þetta er svo fáránlegt því það er neytendum í hag og arguably fyrirtækjunum sjálfum í hag að hætta þessum “barnaskap” og láta allt virka með öllu… en það er eitthvað klikkað game theory vandamál í gangi hérna.
Hvað regional lockout varðar… allir verða fyrir barðinu á þessu. Það er basically verið að skipta heiminum í aðskilda markaði svo sé hægt að rukka eins mikið og hægt er á hverju svæði… nújá, ó-hó-hó … sem sagt það má skemma frjálsan global markað þegar það hentar viðkomandi?? FÁ-RÁN-LEGT segi ég bara.
(tek fram að þessi vandamál eiga við um mun meira en bara tölvuleiki)
Frjáls samkeppnismarkaður var fundinn upp til að vera almenningi í hag… en það er ekki alltaf að takast. Í þeim tilfellum þarf að leggja hausinn í bleyti og stilla til leikreglurnar þannig að hagur fyrirtækjanna liggi í að þóknast neytendum.
Einnig má velta fyrir sér (þó að þetta sé stórt issue sem ég veit ekki mikið um og ætla því að vera “agnostic” gagnvart) hvort þurfi að endurskoða corporate lög í grunninn. Eins og The Corporation talar um þá eru dubious hlutir sem spretta upp úr því hvernig corp er skilgreint.
…btw ef þú ert ekki búinn að sjá myndina enn þá er hún (man ekki hvort ég var búinn að minnast á það eða ekki) til ókeypis á netinu:
http://torrentfreak.com/sundance-winner-the-corporation-released-for-free-on-bittorrent/og ef þú ert enn ókunnugur torrent heiminum:
http://www.utorrent.com/(þú opnar .torrent fælinn með torrent forritinu og þá hefst downloadið)
Úff hvað þetta varð langt … en nú er ég þó búinn að útlista sæmilega (ásamt öðru sem ég minntist á áður) af hverju ég vil meina að það þurfi að “laga kerfið”.