Vísindi gefa manni vissulega svör við mörgu en ekki öllu, það er asnalegt af þér að halda því fram að vísindi munu einhvern tíman ná “hámarki” og verða “fullkomin”. Hvað er þetta “hámark” hvernig skilgreinir þú fullkomnun? Eru að meina að einn daginn muni vísindin geta svarað öllu?
Já, öllu veraldlegu. Reyndar trúi ég ekki á orðið fullkomnun, enda bara hugtak sem við höfum skapað í huganum á okkur, rétt eins og heimskulegir guðir trúaðra manna. Ég notaði þetta orð einungis til þess að ná pointinu.
En ég spyr, af hverju er þetta asnalegt af mér? Jafn asnalegt og maður sem er alltaf, allsstaðar og hlustar á alla alltaf og reiðist ef maður dýrkar hann ekki? meikar fullkomið sens..
Akkúrat! KENNINGIN ekki STAÐREYNDIN, þó að þetta sé eitthvað sem vísindamenn segja að sé líklegast að hafi gerst þýðir ekki að það sé endilega satt.
Enda er enginn að segja að þetta sé 100%, án vafa, algjörlega ótvírætt, satt!
Þetta er þó byggt á einhverju annað en bullið sem stendur í biblíunni og öðrum trúarritum.
Þessi kenning er fengin með vísindalegri rannsóknaraðferð. Hvað gefur þér ástæðu til þess að efast þessa niðurstöðu? Kannski einhverjar línur í bók sem var rituð af frumstæðum mönnum með frumstæðar, úreltar og barnalegar hugmyndir um heiminn?
Uuuu… Nei? Maður er ekkert endilega að gefa vísindum per say heldur einni kenningu. Ég trúi sjálfur á þessa kenningu en ég meina það þýðir þó ekki að Guð hafi ekki skapað þær verur sem síðan þróuðust í okkur mennina.
Ertu fyndinn? Rétt eins og þyngdarlögmálið og nær allar vísindalegar niðurstöður þá er þróunarkenningin niðurstaða sem fundin er af
vísindalegum rannsóknaraðferðum.
Þessi kenning er viðurkennd meðal allra helstu vísindamanna heims og fólk sem má teljast
HUGSANDI! tekur mark á henni.
Annars er mér nett sama hvort einhverjir trúaðir rugludallar trúa þessu eða ekki.
Vissulega hafa vísindin fært okkur flesta þá hluti sem við notum í okkar daglega lífi og eru hluti af samfélaginu. En það er fleira sem gerir samfélag en vísindin ein, trú kemur þar sterkt inn í t.d. ásmt svo mörgu að það er efni í heilu bækurnar. En þú verður að átta þig á því að það voru til samfélög áður en vísindin og skipulögðu trúarbrögðin komu til sögunnar, áður en við gátum einu sinni talað. Vísindin hafa ekki búið til samfélagið heldur hefur samfélagið þróað vísindin og gert þau mikilvægari.
Veist þú eitthvað? Ekki skrítið að þú sért poolari.
Samfélagið þróaði vísindi = rétt
Vísindi þróuðu samfélagið = rétt
Þegar við hættum að reika um sem veiðimenn og safnarar og fórum að stunda landbúnað, þá þróuðu vísindi samfélagið. Þegar iðnbyltingin hófst urðu í kjölfarið gífurlegar samfélagsbreytingar vegna vísinda. Veist þú hvað iðnbyltingin er? Ég mæli með því að kynna þér málið áður en þú segir eitthvað vandræðalegt eins og:
Vísindin hafa ekki búið til samfélagið heldur hefur samfélagið þróað vísindin og gert þau mikilvægari.
Ef þetta er ekki heimskasta setning sem ég hef lesið þá veit ég ekki hvað. Hver ertu eiginlega? Veistu hvað þú ert að tala um?
Svar við feitletraða: Já, trú hafa haft mikil áhrif á okkur, krossferðirnar, stríðin, nornabrennur, heilaþvottur, hömlun vísinda, kaþólskir prestar sem misnota börn og margt fleira.
Ég trúi á Guð og ég trúi á vísindi, það er ekki hægt að segja það að maður verði að velja og hafna á milli trúar og vísinda.
Það er heldur enginn að tala um það. En hafðu það samt hugfast að trú hamlar gegn framgangi vísinda og vísindi hamla gegn framgangi trúarbragða. Vísindi hafa eitthvað sem kallast rök, trú hefur ekki það sem kallast rök. Trú er blind, óupplýsandi og skaðleg fyrir þróun okkar sem ráðandi lífveru á þessari plánetu.
Það er hægt að rökræða um þetta en hvaða botn fæst í málið? Akkurat ekki neinn þar sem ekki er hægt að sanna með 100% vissu hvað sé satt og hvað sé ekki satt varðandi Guð. Það þýðir ekkert fyrir einhvern að segja “Guð er ekki til af því að ég held það”, svo akkurar öfugt, enginn getur sagt “Guð er til að því að ég held það”.
Rétt, en þegar þessi umræða kemur upp þá má ég segja mína skoðun. Þú trúir á guð og ég segi að það sé heimskulegt. Það er enginn sannur vísindamaður sem segir: Ég veit það 100% að guð er ekki til. Meira að segja Richard Dawkins, einn frægasti trúleysinginn í heiminum, segir að hann sé aðeins 6 ef 1= telur sig algjörlega vissan um tilvist guðs og 7= ef maður telur sig algjörlega vissan um að guð sé ekki til.
Það er enginn sem segist vera algjörlega viss um guð nema einhver fífl, sem eru flestir trúaðir menn. Ég tala ekkert um tilvist guðs, einungis þann brandara sem trúarbrögð eru. Ég tel trú móðgun við rökhugsun, skynsemi, upplýsingu, vísindi og 21. öldina. Við lifum á 21. öldinni, ættum við ekki að fara að þroskast upp úr trúarbrögðum?
En eins og góður maður sagði: Ég tel okkur báða vera trúleysingja, ég trúi bara á einn færri guð en þú. Og þegar þú fattar hvers vegna þú trúir ekki á alla hina mögulegu guðina þá munt þú skilja hvers vegna ég trúi ekki á þinn guð. Pældu aðeins í þessu.