Hver ætli hafi fundið upp þessa frægu,sígildu legokubba? Var það einhver maður með eftirnafnið Lego? Er nefnilega að lesa bók sem er skáldsaga um heimspekina og þar stendur að endalaust er hægt að byggja og skapa úr legokubbum. Þeir eru einingar (atóm) sem hægt er að setja saman á alla vegu.
Demókrítos, heimspekingur nokkur gerði ráð fyrir að allt væri gert úr einhverjum litlum ósýnilegum einingum sem væru eilífar og óbreytanlegar. Hann kallaði þessar minnstu einingar frumeindir (atóm). Orðið atóm þýðir ódeili, það sem ekki er hægt að skipta. Honum fannst mikilvægast að komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að skipta því sem allt er samsett af í stöðugt minni hluta.
Ef sú hefði verið raunin hefði ekki verið hægt að nota það sem byggingareiningar. Já, ef sífellt hefði verið hægt að smækka frumeindirnar og skipta þeim í stöðugt minni hlutahefði náttúran smám saman orðið fljótandi líkt og súpa sem verður sífellt þynnri og þynnri.
Nú skiljið þið víst hvað ég var að fara með legókubbunum. Þeir hafa nokkurn veginn alla þá eiginleika sem Demókrítos sagði að frumeindirnar hefðu og einmitt þess vegna er svo auðvelt að búa til ýmislegt úr þeim.. Í fyrsta lagi er ekki hægt að búta þá niður. Þeir eru mismunadi að formi og stærð og þeir eru gegnheilir og þéttir í sér. Þessar samsetningar er hægt að taka í sundur seinna til þess að búa til nýja hluti með sömu kubbum.
Það sem hefur gert legókubbana svona vinsæla er einmitt það að hægt er að nota þá aftur og aftur. Legókubbur getur verið partur af bíl einn daginn, partur af kastala næsta dag. Þar að auki getum við líka sagt að legókubbarnir séu eilífir.
Takk fyrir að lesa greinina mína ;)