Mig langar aðeins að velta upp nokkrum spurningum(og órökréttum staðhæfingum ;) um trú og trúleysi.
Ég tel það nefnilega hér um bil ómögulegt að hægt sé að vera trúleysingi(útfrá þeirri merkingu sem ég dreg af orðinu).
Tilfinningin um trú, sé einfaldlega líffræðilega til staðar í taugakerfi okkar.
Þó vissulega sé hægt að streitast á móti og telja sjálfumsér “trú!” um að maður sé trúlaus.
Ég mundi altént kalla það “sjúkdóm” eða á góðum degi “þróun” að vera raunverulega trúlaus.
Rétt eins og efnaflæði líkamans í formi kynhormóna stuðlar að öruggu viðhaldi mannkyns stuðlar trú að geð og sálarheilbrigði mannsins. Það að trúa, veitir vellíðan og hjálpar fólki að takast á við lífið þegar skilningur þess sjálfs tekur enda. Þetta telja margir trúnni til foráttu, “opíum fólksins”…“auðvelda leiðin” ..of.l. Og þetta er allt saman rétt hjá þeim, nema það sem þeir telja “vont” við trúnna er í stærra samhengi það sem er “gott” við hana.
Hún læknar “mein sálarinnar”(hvort sem lækningin er blekking eða raunveruleiki), það vita allir sem hafa reynt.
Það að taka harm heimsins á herðar sér og reyna að finna reglu í allri óreiðunni(trúleysingjar?) er göfugt, og lendir oftar en ekki á herðum þeirra sem eru í einhverjum skilningi ofar samferðafólki sínu, þannig varð jú búddismi og kristni í upphafi að veruleika, einstaklingar/sálir sem fundu sína reglu og miðluðu henni til annarra.
Þannig eiga ábyggilega fleiri trúarbrögð eftir að verða til í framtíðinni. En ef maðurinn þyrfti aftur á móti hver og einn að standa í þvílíkum stórræðum að finna reglu í óreiðunni sem að sefað gæti sál þeirra, myndi hann varla gera mikið annað um ævina og vel er hægt að ímynda sér hvaða áhrif það hefði á framþróun mannkyns. Trú hefur fram til þessa verið nauðsinlegur og óaðskiljanlegur hluti af manninum. Einstaka útfærslur og áhrif eða afleiðingar eru afstæðar og umdeilanlegar og í mörgu(ekki öllu) tilliti skipta þær engu máli. Það er eðli trúarinnar og “áunninn(?)” tengin hennar við anda og líkama sem skiptir máli.
Kannski er kominn tími til að losa sig við trúnna, kannski gerir hún ekki það gagn í nútíma upplýsingaþjóðfélagi sem hún þyrfti, kannski verður í framtíðinni hægt að losa sig við þessa trúarþörf með stuttri heimsókn til heilaskurðlæknis….ég veit það ekki, ég veit bara að það er ó“trúlega” gott að trúa.
Er ég að tala tóma steypu hérna? er einhver sammála mér? kannski að hluta til?
hvernig er tíðarandinn? Trúiði mér kannski ekki? ;)