Ég var að hætta með mínum fyrrverandi í Nóvember 2000. Þetta gekk alls ekki hjá okkur. En það er ekki það sem ég ætla að tala um, ég ræði ekki ástæðuna fyrir því af hverju við hættum, heldur vil ég velta mér uppúr einu sem hann þoldi alls ekki- og það er GAGNRÝNI:
Það er alveg hægt að gagnrýna á jákvæðan hátt og ég reyndi eftir mesta megni að gagnrýna hann af varfærni…mér fannst þá alltaf eins og hann væri eitthvað brothætt sem ekki mátti missa á gólfið því þá brotnaði hann-hann var ofurviðkvæm sál. Svo nýlega sé ég áhugaverða setningu sem ég vildi að ég hefði séð á meðan ég var með honum. Hún var einhvernveginn svona:“Ef þú vilt losna við ALLA gagnrýni þá ekki gera neitt, ekki segja neitt og ekki vera neitt. Mér fannst þetta snilld og myndi vilja spóla til baka til að segja honum þetta en HRAÐSPÓLA á stundinni til að upplifa ekki allt hitt sem á eftir gekk.
Margir eru misjafnlega næmir fyrir gagnrýni. Auðvitað þrífumst við á gagnrýni eins og öllu öðru er það ekki. Annars værum við ekki neitt, gerðum við ekki neitt eða segðum ekki neitt. Hvernig væri heimurinn þá???!!! Þar sem ég hef verið í skólum er stöðug gagnrýni STÖÐUG og ég er ánægð með það því maður lærir svo mikið og þetta þroskar mann rosalega mikið. Það er auðvitað gagnrýni í mörgum skólum og vinnustöðum, en á hönnunarsviði þar sem maður fer eftir áliti annarra ef maður hannar vörur fyrir aðra, er stöðug gagnrýni bæði neikvæð og jákvæð. Þetta styrkir okkur og styrkir heiminn um leið. Minn fyrrverandi var sjúklega veikgeðja og maður áttar sig ekki alveg á því sjálfur að maki manns sé SVONA sjúkur, en hann mátti þola ofbeldi í æsku ofl. þetta eyðilagði hans persónu og hann hefur fengið verstu gagnrýni ever-með ofbeldinu frá fósturpabba sínum þegar hann sjálfur var 10 ára.
Við komum úr ólíkum fjölskyldum, í minni fjölskyldu er fullt af MJÖG hreinskilnu fólki og það hefur styrkt fjölskylduna-maður á varla nein leyndarmál í minni fjölskyldu því allir segja öllum allt-sem verður til þess að við þekkjum hvort annað MJÖG VEL. Þetta finnst mér mjög gott. Ég er ekki að segja að ég sjálf hafi sagt já og amen við allri gagnrýni, en gagnrýni hefur þroskað mig um ævina. Svona er þetta ekki í hans fjölskyldu. Ekki er mikið talað saman þar og margt er sundrað á milli sumra af þeim. Hann hittir t.d. mömmu sína sjaldan, því hann fer ALDREI í heimsóknir og ef það eru einhverjar heimsóknir þá er það sjaldnast til hennar.
Ég er í skóla á Akureyri, en þar er fjölskyldan mín ekki. Þessu er ég ekki vön en lifi við þetta með því að ég og mamma höfum daglega símasamband og ég segi henni allar mínar tilfinningar og hvernig það gangi að vera þarna. Þessu þrífst ég líka á og lít líka á marga nemendur með mér í bekk sem hluti af fjölskyldunni. Samt eru sumir þar sem loka sig af og tala ekki mikið, en þeir sem tala líður best að vera í skólanum
En þessi grein var svona aðallega um gagnrýni og hvað ég myndi njóta þess að spóla til baka að þessu augnabliki sem ég segi honum þessa setningu:”Ef þú vilt enga gagnrýni, gætirðu eins verið lokaður í kistu ofan í jörðinni" Æi nei það er ljótt að orða það svona við hörundssáran mann- ég myndi finna leið, því mér tókst að fara eins ofurvarlega að honum og ég gat. :) bless í bili ;)