Ég hef oft og mörgum sinnum gómað sjálfa mig við það eitt að stara í spegilinn og velt mér uppúr, tímunum saman; Er ég falleg eða er ég ljót?
Þessi þráhyggja hjá fólki að vera fallegt hefur valdið svo miklum skaða á samfélagið eins og við þekkjum það í dag að hugsanir á borð við; ‘Fjandinn hafi það, þá er ég bara ljót!’ jafnast á við geðræn vandamál. Þetta er kannski ekki mikil heimspeki í mér, þar sem þetta er á allra vörum nú til dags og til eru stofnanir á eftir stofnunum sem að hjálpa fólki að glíma við þetta hættulega afl, fullkomnun.
En hvað er það sem gerir fullkomnun að fullkomnun? Hvers vegna hafa þessar standard skoðanir náð að síjast inn í mannsheilann og ákveðið: ‘Já, þetta er fallegt!’. Hvað varð um einstaklingsbundið álit? Hvað ákveður fegurð í allri sinni heild?
Fólk. Mannsbúar jarðar. Við höfum álit á hlutum. Aðrir hafa álit á okkur. Mér. Þér. Af hverju er ég með hræðilegan smekk ef ég stend frammi fyrir ruslagám og lísi því yfir hvað mér þyki það vera falleg sjón. Hvaða rétt höfum við til þess að dæma eitthvað, rakka eitthvað niður, aðeins af því að okkur þykir þetta tiltekna ljótt og finnum aðrar manneskjur sem eru sammála?
Auðvitað er fólk með mismunandi smekk. En staðreyndin er, að þessi ‘smekkur’ er svakalega þunn lína. Það er svona einn á móti þúsund sem myndi þykjast offita vera aðlaðandi. Hvað er svona fínt við að vera snyrtilegur ? Af hverju þykir það ekki fínt að vera með allt í drasli heima hjá sér. Af hverju er ‘svín’ móðgandi orð við aðra manneskju? Svín eru sæt, - að einhverja mati. Er ég rugluð yfir því að finnast skakkar tennur krúttlegar? Já! Fólk hefur verið stéttaskipt, lamið, lagt í einelti, drepið, nauðgað, unnið fegurðarsamkeppnir og fengið sjúkdóma – allt útaf útlitinu.
Það sem ég er að reyna að segja með þessari grein er ef til vill bara: Af hverju varð almenningsálitið eins og það er í dag? Hvernig þróuðust skoðanirnar fólks út í þennan þrönga ramma. Hvað er það sem gerir okkur falleg?
Fríða Ísberg.
, og samt ekki.