Þetta er ógurlega löng grein hjá þér … en mín er svosem ekkert stutt, heldur.
Þú segir sálina ekki vera úr atómum, eða annað get ég ekki séð. Það sýnist mér vera það sama og að segja sálina ekki vera efnislega.
En miðað við það sem þú sagðir áður, þá er sálin efnisleg. Einhvers staðar í þessarri umræðu sagðir þú líkama léttast um þrjú grömm (ég hef reyndar heyrt annars staðar að hann léttist um sex grömm, ef ég man rétt), og mig minnir endilega að þú hafir notað það sem sönnun tilvistar sálarinnar.
Nú. Ef sálin er ekki úr atómum (og þarmeð ekki efnisleg), hvernig má þá vera að hún hafi einhverja þyngd?
En ég er alls ekki tilbúinn að segja eitt eða neitt um þessar verur (og ég vil alls ekki neita tilvist þeirra, þar sem amma minnar heittelskuðu er starfandi sem miðill, og það sem hún sagði við mig skömmu eftir við hittumst í fyrsta skipti var nóg til að fá mig til að efast um mína heimsmynd - en það þarf svo sem ekkert mikið til þess, efinn er alltof nærri). Nema það, að þær eru mun nærri þessarri hefðbundnu hugmynd um guð sem persónu. Sumstaðar hefur ein veran náð yfirhöndinni, en annars staðar hefur einhver grúppa sigrað (og jafnvel sama grúppan, bara með mism' nöfn). Og fylgjendurnir breiða þær út, hvors sem þess er óskað eða ekki.
En það er nú samt til nokkuð stór hópur fólks sem fellur í þunglyndi (og eitthvað meira en svona “gelgjuþunglyndi” eins og ég fékk), eða heróín eða alkohól, og nær sér ekki aftur. Það tekur of stóran heróínskammt, sker sig á púls í ofurþunglyndiskasti, eða drekkur sig í hel (Kristján fjallaskáld (“Svífur yfir kaldann eyðisand … ”) drakk sig t.d. í hel, 27 ára gamall. Kurt Cobain dó líka 27 ára, og Jimi líka, ef ég hef réttar upplýsingar. Bara “verst” að Keats dó 24 eða 25, hann ætti eiginlega að vera í þessu mynstri - og ég veit vel að maður ætti svo sem ekki að hafa svonalagað í flimtingum, ég bara ræð ekki við mig!). Ég er heldur ekki reiðubúinn til að afskrifa fyrri líf, en ég vil heldur ekki nota þetta sem eins konar réttlætingu á því að enhverjum gangi illa í dag: “Í fyrra lífi var hann ranglátur prins,” eða “Í næsta lífi verður hún drottning Danmerkur”.
Ég hef átt kött, kanínu, hund og fiska. Ekkert þeirra sýndi neitt sem ég er tilbúinn til að kalla ‘ást’. Þau sýndu húsbóndahollustu og sleikjuskap, en ég sá hvergi ást.
“Ef þú efast uppfyllitðu aldrei drauma þína.”
Er þetta ekki bara annað orðalag á orðum Jesú: “Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa” (eða eins og og Trent Reznor sagði “I´ll heal your wounds / I'll set you free / I'm Jesus Christ on ecstacy”)? Mig langar frekar til að segja eins og Anton LaVey: “Sagt er að sannleikurinn muni gera menn frjálsa, en ég segi: ‘Efinn mun frelsa ykkur!’” (ég veit því miður ekki blaðsíðutalið, en hugmyndin er (minnir mig) fengin úr “The Satanic Bible” eftir LaVey (nýlega dauður - “now he will know if there is Hell or no”. Þótt hann hafi verið einhvers konar Æðstiprestur ‘The Satanic Church’ þá var hann mun frekar trúleysingi, sem einmitt setti manneskjuna sjálfa í guða tölu.) Til dæmis var mitt sjálfsálit í sögulegu (a.m.k. sjálfsævisögulegu) lágmarki þegar ég hitti mína núverandi kærustu og hún komst að þeirri niðurstöðu að ég væri vænlegt karlsefni (ég kýs að nota orðalagið “hún valdi mig” frekar en “ég valdi hana”. Og þarf ég nokkuð að taka fram, að það er engin fegurri en hún?)
“Ef þú hugsar um heiminn fyrir stóra hvell, þá var ekkert.”
Ég er alls ekki sammála. Það var ‘eitthvað’, en bara þjappað alveg rosalega mikið saman. Ég var einmitt að fá “Saga tímans” eftir Stephen Hawking í jólagjöf, en var bara að byrja á henni. Ég held að hann sé að segja eitthvað svipað. Í bókinni “The Greek Philosophers (from Thales to Aristotle)” (engir svigar, samt. Það sem er innan sviga er bara svona undirtitill) eftir W.K.C. Guthrie segir hann einhvers staðar (ég nenni alls ekki, þótt þetta sé nú stutt bók, að finna nákvæmt blaðsíðutal - ég vona að það fyrirgefist. Kvartið bara ef þið viljið blaðsíðutal og ég skal leggja það á mig að finna það … ) að í borðinu sem hann sitji við sé meira af ‘engu’ heldur en ‘einhverju’ (og ég býst við að hið sama eigi við um allt annað í heiminum). En einhvern tímann (fyrir Miklahvell) var bara ‘eitthvað’ og ekkert ‘ekkert’. Síðan kom þess rosalega útþensla og þá, og ekki fyrr, varð ‘ekkertið’ til.
“Til að gera sér grein fyrir því að enginn aðskilnaður sé til þarf að elska alla hluti skilyrðislaust, vegna þess að aðeins þá er maður hluti af öllu.” og “ … það er ekki til neinn aðskilnaður, og allt er eitt … ”.
Þetta minnir mig dálítið á þetta:
“If we delve into ourselves we will at last find Atman, the essential self. And if we delve deeper still into the ‘not-self’ of external reality, we will find Brahman, which is ultimate reality. And then we will recognise that Brahman and Atman are two sides of the same.” (101 Philosophy Problems, bls. 200 - 201. Cohen, Martin. Routledge, 1999. Þetta er úr stuttri umfjöllun um “The Upanishads”, sem höfðu smá áhrif á Schopenhauer sem aftur hafði áhrif á Nietzsche. Vinir mínir gáfu mér þessa bók (101 Phil' Prob') eftir að ég sagði þeim að ég hefði skráð mig í heimspeki við HÍ, og það er ágætt að hafa þessa bók, þar sem hún er (mjög lítið) uppflettirit, og hefur svosem dugað ágætlega við ritgerðir.
Þetta með að Guð upplifi allt, það var frá Berkeley biskup komið, sem trúði á afar persónulegan guð en var jafnframt raunhyggjumaður (þ.e. einungis það sem var til í reynslu var í raun og veru til, og aðeins ef Guð upplifði allt, var allt til. Þannig heyrðist hljóð í tré sem féll í auðum skógi ('mannlausum' er ekki nóg, þar sem dýr heyra líka hljóð) - Guð heyrði það. (Þá var skógurinn heldur ekki auður, en það skiptir ekki máli)).
“Ekki ef Guð (við) mundum vilja skynja eitthvað annað … ”
Og svo framvegis. En ertu samt til í að fallast á það að einungis það sem guð (þú segir “við” en ég vil frekar segja á ensku “our collective conciousness” - við kunnum öll ensku, ekki satt?) sé til? Ég meina, ef allt er Guð sem skynjar allt, þá er ekkert til sem er utan þessa mengis? (Því miður man ég ekki hvað ég sagði síðast, enda eru nokkrir dagar síðan … )
En svo er hitt, að þú ert að gera guðshugmyndir allra sem trúa á guð (nema þeirra sem eru sammála þér) að engu. Ég veit ekki betur en að allir, sem á annað borð trúa á guð (í hvaða formi sem er), trúi því að sá guð hafi einhvers konar persónuleika, og að bænir til þess guðs séu af sama kyni og bænir eða bænaskjöl og kröfur til forseta og forsætisráðherra, þ.e. að einhver (persóna) sé til sem heyri og jafnvel geri eitthvað í málinu, semsagt nauðsynleg (a.m.k. nauðsynlegt að hlýða og trúa á) vera í heiminum. En eins og mér sýnist þú lýsa guði, þá er það eitthvað, sem engu máli skipti hvort maður trúi á eða ekki. Þinn guð setur okkur engar siðareglur, dæmir okkur ekki til eilífrar dvalar í Helvíti eða endalausrar vistar í Hans eilífu sælu og náð (ég veit ekki hvort yrði leiðinlegra, þ.e. á hvorum staðnum manni myndi leiðast meira efir fyrstu þúsund árin … ). Hann ER, á sama hátt og þyngdarlögmálið.
Annars sýnist mér þú sitt á hvað vera að tala um guð sem persónu og ‘ekki-persónu’. A.m.k. þegar þú segir guð vera snilling, þá get ég ekki séð annað en að þú sért að eigna honum/henni/því persónuleika, en þú sagðir áður að guð væri ekkert nema stöðug vitund án persónuleika (ég man a.m.k. ekki betur, og biðst hér með afsökunar á að nota ‘a.m.k.’ og ‘ég veit/man ekki betur’ eins oft og raun ber vitni).
Þorsteinn.
Now we´re talking! :)
“Nú. Ef sálin er ekki úr atómum (og þarmeð ekki efnisleg), hvernig má þá vera að hún hafi einhverja þyngd? ”
Ekki hugmynd! Annars finnst mér líklegast að sálin hafi einhverja þyngd, og því meira sem við “þróumst” þá minnki sú þyngd, þangað til að hún verður jafngildi þyngdar Guðs. Sem er engin. Ef að heimurinn veltur á skynjunum þeirra sem í honum er, þá er hann ekki til í “raunveruleika”. Það mundi semsagt þýða að Guð sé ekkert, en að hann sé einnig við (og allar hinar verurnar í heiminum) og þar af leiðandi verður hann að skynjunum okkar líka sem gefur honum þyngd. Sem er síðan ekki raunveruleg, aðeins skynjun.
Ég veit alveg að þetta eru ekki fullnægjandi rök, en samt það eina sem ég get sagt að svo stöddu. Sorry, þú hefur gefið mér margt að hugsa um. :)
“En það er nú samt til nokkuð stór hópur fólks sem fellur í þunglyndi (og eitthvað meira en svona ”gelgjuþunglyndi“ eins og ég fékk), eða heróín eða alkohól, og nær sér ekki aftur. Það tekur of stóran heróínskammt, sker sig á púls í ofurþunglyndiskasti………”
Ef þú lítur á þetta með augum endurholdgunar þá eru þetta allt saman mjög þroskandi reynslur, og dauðinn sá mest þroskandi af þeim öllum. Mér finnst skrýtið að búddhistar “viti” og geri mjög svo staðfastlega ráð fyrir endurholdgunum. Þeir “VITA” að þannig er það, hindúar líka, og ég er nokkuð viss um að Jesús vissi það líka. Ef við gerum ráð fyrir því að Guð sé til þá er endurholdgun ótrúlega líkleg. Sjáðu til. Ef ég hefði fæðst blindur, heyrnalaus, og með öllu ókleift að tjá mig eða verða fyrir tjáningum annara, þá samkvæmt Biblíunni, ætti mér að vera fyrirmunað að komast til himnaríkis, vegna þess að ég gæti aldrei heyrt orð Guðs. Ég segi djöfulsins kjaftæði. Hver einn og einasti maður hlýtur að geta komist´hvert sem það er sem þessi sælustaður er, hvort sem hann er bæklaður, fatlaður eða hamlaður á einn eða annan hátt. Þá hlýtur að vera að þessi fatlaði maður verði ekki dæmdur til helvítis bara fyrir það hvernig “Guð skapaði” hann. Og ef ég fæðist inn í ættbálk þar sem viðtekinn venja er að trúa á eitthvað annað en Guð, og ég fæ aldrei tækifæri til að “heyra orð Guðs, er það mér að kenna? Og ef ég fæðist inn í akveðið munstur, sem verður til þess að ég ”leiðist villu míns vegar“ á ég þá ekki skilið ”annað tækifæri? Ég á bara rosalega erfitt með að trúa því að endurholdgun eigi sér ekki stað. Börn fæðast ekki alveg eins, af hverju er það? Mér finnst líklegast að við berum með okkur ákveðna reynslu/þroska úr fyrri lífum, vegna þess að við erum ekki öll sköpuð eins. En þetta er allt saman miðað við það að Guð sé til. Og eins og bent hefur verið á þá hefur það ekki verið sannað, hvorki hér né neinstaðar annarstaðar. Tilgangurinn með öllum þessum endurholdgunum mundi þá líklegast vera að ná fullkominni uppljómun og “VITNESKJU” um tilvist Guðs, eins og búddhistar og margir fleiri stefna að.
Ég trúi ekki heldur á karma, en ég trúi því að sú reynsla sem við höfum aflað okkur í fyrri lífum fylgi okkur sem ákveðið hugsanamynstur í þetta líf, þetta hugsanamynstur mætti síðan alveg vera hægt að túlka sem karma, en ég vil frekar segja að það tengist þessari hugsanaorku sem við sendum frá okkur. Það í hvað landi og sem hver við fæðumst held ég að sé val sálarinnar. Hún leitar uppi þær aðstæður sem hún þarf helst á að halda til aukins þroska hverju sinni.
Sorry með að þú hafir ekki fundið neinar tilfinningar frá hundinum þínum. Ég hef átt þó nokkur gæludýr og ég hef tekið eftir miklum tilfinningum hjá mörgum þeirra. Þetta með gullfiskinn…, eins og ég sagði, “óþroskaðari” sálir nota dýr með vitund eins og slíka til að venja sig við efnislega heiminn. Þetta er samt bara hugmynd, ef einhver hefur betri hugmynd, I´m all ears.
Jú ég er sammála því sem þú sagðir með að “Sannleikurinn mun gera ypur frjálsan”. éG trúi því samt ekki að ég þurfi að bíða dóms af einhverjum dómara til þess að verða frjáls. Ég er minn eigin saksóknari, dómari, og böðull. Ef mér finnst eitthvað rangt sem aðrir gera þá mun ég verða dæmdur með sömu hugsunum, MÍNUM. (As thou judge, so shall thou be judged). Ég er eiginlega frekar pisst úti Jesú kallinn fyrir að hafa ekki leiðrétt allt fólkið sem setti hann í Guðs stað. Hann reyndi oft að segja ýmislegt, allaveganna þegar ég las nýja testamentið með hliðsjón af þessari “algyðistrú” minni þá fannst mér mjög margt verða skýrt sem ég átti í erfiðleikum með að samþykkja áður, eða bara skilja. Og ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá hefur ekkert á allri minni ævi meikað jafn mikið sense eins og nýja testamentið, þegar ég las það með þessu nýfengna hugarfari. Ég ber mikla virðingu fyrir LaVey og því sem hann reyndi að gera og því sem hann sagði. Það er líka alveg rétt að efinn muni gera mann frjálsann. Ef þú trúir því að Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Verne sé helg bók og segi algjörann sannleika, þá ertu kominn kannski aðeins of langt út af kortinu. Efinn hjálpar okkur að leita sannleika, einhvers sem ekki er hægt að hrekja og er einfaldlega staðreynd. Án efanns værum við eins og kindur sem væru reknar áfram af þeim sem efuðust. Og ég hvet alla sem trúa á eitthvað í algjörri blindni að vera með augun opin fyrir göllunum, ef þeir finna enga, þá hafa þeir fundið sinn sannleika.
Ég klára þetta seinna, þetta er skemmtilegt, þér er mjög lagið við að finna galla á röksemdarfærslum:)
Daniel
0