Kenning 1
Hvað ef alheimurinn, er í rauninni bara ein frumeind sem við búum í eins og allt annað í alheiminum. Hvað ef frumeindirnar í umhverfinu hafa alveg eins mikinn heim inní sér og við? Búa við sömu tækni og allt, nema við sjáum þessar örlitlu verur ekki, því þar sem ein frumeind er svo litil að hún er minnsta byggingarefni alheimsins, þá erum við, mannkynið, bara sem pínulítið sandkorn í öllum alheiminum.
þið hugsið örugglega ‘'en hvað með þá staðfestingu að það sé ekki hægt að taka frumeind í sundur, hví getum við þá tekið okkar efnasamband í sundur?’' svarið er einfalt, við erum nógu lítil til þess!
kenning 2
Það er oft talað um að það sé líf út í geimnum, margir segja að það sé satt og aðrir segja að það sé ósatt. Ég, hinsvegar, held að það sé til meira líf í alheimnum. Ég meina í öllum alheimnum, við erum bara sandkorn, afhverju ættu önnur sandkorn ekki að vera til?
En ég lít ekki á þetta að þetta líf sé bara einhver stór-svarteygð eins og er í flestum geimverumyndum. Nei ég held að þar sem sólin okkar, hún er stjarna, og það eru margir milljarðar stjarna þarna úti, nema hvað, það er svo mikið bil milli þeirra að það bil er kallað tómarúm. En málið er að þar sem það eru til aðrar stjörnur afhverju ekki reikistjörnur líka í kringum þær? Ég trúi því að í kringum hverja einustu stjörnu séu reikistjörnur. og á þessum reikistjörnum ætti að vera líf. Það er þá líklega líf við hverja stjörnu. En því eldri sem stjörnurnar verða, því tæknilegri verður þetta líf og það gæti hafa þróast miklu meira en við. Kannski er það búið að finna fullt af öðrum efnum, kannski hefur það funndið upp fljúgandi teppi. En hver veit?
Við erum ekki nógu þróuð til að geta farið milli stjarna. Kannski eru þau það. En kannski annarstaðar, þar sem stjarnan er ung er kannski ennþá líf á steinöld, alls ekki eins þróuð og kannski nautheimsk.
En, ef það er til líf á öðrum reikistjörnum, þá þýðir það að það líf væri í allt öðru formi en við. Hver veit kannski er þetta geimvera með risastór svört augu og grænann líkama, en hví ætti það að vera? þetta form gæti alveg eins verið eitthvað miklu fágaðra en mannkynið. Kannski miklu ljótara.
En fáum við nokkurn tímann að vita fyrir fullnustu hvort þetta sé satt?
hvað ætti ég að vita annars, ég er nú bara 13 ára stelpa…